Glódís og Hákon hlutu afgerandi kosningu Sindri Sverrisson skrifar 22. desember 2023 13:34 Glódís Perla Viggósdóttir og Hákon Arnar Haraldsson stóðu upp úr á árinu samkvæmt vali KSÍ. Vísir/Hulda Margrét og Getty/Alex Grimm Glódís Perla Viggósdóttir er knattspyrnukona ársins og Hákon Arnar Haraldsson er knattspyrnumaður ársins. Bæði hlutu þau nafnbótina í fyrsta sinn í fyrra og halda henni. Val KSÍ á leikmanni ársins fer fram með könnun sem meðal annars fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni taka þátt í. Á vef KSÍ segir að kjörið á Glódísi og Hákoni hafi verið afgerandi í báðum tilfellum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir varð í 2. sæti og Sveindís Jane Jónsdóttir í 3. sæti hjá konunum, en Jóhann Berg Guðmundsson í 2. sæti og Hákon Rafn Valdimarsson í 3. sæti hjá körlunum. Áður hafði komið fram að Albert Guðmundsson, sem farið hefur á kostum með liði Genoa á Ítalíu, kæmi ekki til greina í valinu vegna kæru fyrir kynferðisbrot. Meistarar í Þýskalandi og Danmörku Í umfjöllun um knattspyrnufólk ársins á vef KSÍ segir: Glódís Perla Viggósdóttir er Knattspyrnukona ársins í annað sinn og annað árið í röð. Hún hefur sem fyrr verið fastur hlekkur í vörn Bayern München og íslenska landsliðsins á árinu og gegndi lykilhlutverki með báðum liðum. Glódís fagnaði þýska meistaratitlinum með Bayern í vor sem leið, lék allar mínútur í öllum 22 leikjum liðsins og skoraði þrjú mörk. Þá lék hún einnig 9 leiki með liði sínu í Meistaradeild UEFA þar sem Bayern féll úr leik í 8-liða úrslitum og 4 leiki í bikar. Á yfirstandandi tímabili hefur Glódís leikið alla leiki Bayern hingað til og er einn af fyrirliðum liðsins. Glódís, sem hefur leikið 120 A-landsleiki og skorað 10 mörk, er fyrirliði A landsliðs kvenna og lék hún alla leiki liðsins í Þjóðadeildinni og skoraði eitt mark, auk þess að leika sex af sjö vináttuleikjum ársins. Hákon Arnar Haraldsson er Knattspyrnumaður ársins í annað sinn og annað árið í röð. Hákon hefur fest sig í sessi sem lykilmaður í íslenska landsliðinu og lék hann 8 af 10 leikjum Íslands í undankeppni EM á árinu. Hann hefur alls leikið 15 A-landsleiki og skorað í þeim 3 mörk. Hákon var máttarstólpi í liði FC Köbenhavn í Danmörku á liðnu tímabili og fagnaði danska meistaratitlinum í vor sem leið, lék 29 leiki í deildinni, skoraði 4 mörk og lagði upp 4, auk 6 bikarleikja og 8 leikja (1 mark) í Meistaradeild UEFA. Um sumarið flutti Hákon sig um set þegar hann var seldur til franska úrvalsdeildarliðsins LOSC Lille. Þar hefur hann komið við sögu í 12 leikjum í deild og 6 leikjum í Sambandsdeild UEFA það sem af er tímabilinu. Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir Bannað að kjósa Albert Albert Guðmundsson kemur ekki til greina sem knattspyrnumaður ársins hjá KSÍ, vegna kæru fyrir kynferðisbrot sem hann kveðst saklaus af. 19. desember 2023 12:50 Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Sjá meira
Val KSÍ á leikmanni ársins fer fram með könnun sem meðal annars fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni taka þátt í. Á vef KSÍ segir að kjörið á Glódísi og Hákoni hafi verið afgerandi í báðum tilfellum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir varð í 2. sæti og Sveindís Jane Jónsdóttir í 3. sæti hjá konunum, en Jóhann Berg Guðmundsson í 2. sæti og Hákon Rafn Valdimarsson í 3. sæti hjá körlunum. Áður hafði komið fram að Albert Guðmundsson, sem farið hefur á kostum með liði Genoa á Ítalíu, kæmi ekki til greina í valinu vegna kæru fyrir kynferðisbrot. Meistarar í Þýskalandi og Danmörku Í umfjöllun um knattspyrnufólk ársins á vef KSÍ segir: Glódís Perla Viggósdóttir er Knattspyrnukona ársins í annað sinn og annað árið í röð. Hún hefur sem fyrr verið fastur hlekkur í vörn Bayern München og íslenska landsliðsins á árinu og gegndi lykilhlutverki með báðum liðum. Glódís fagnaði þýska meistaratitlinum með Bayern í vor sem leið, lék allar mínútur í öllum 22 leikjum liðsins og skoraði þrjú mörk. Þá lék hún einnig 9 leiki með liði sínu í Meistaradeild UEFA þar sem Bayern féll úr leik í 8-liða úrslitum og 4 leiki í bikar. Á yfirstandandi tímabili hefur Glódís leikið alla leiki Bayern hingað til og er einn af fyrirliðum liðsins. Glódís, sem hefur leikið 120 A-landsleiki og skorað 10 mörk, er fyrirliði A landsliðs kvenna og lék hún alla leiki liðsins í Þjóðadeildinni og skoraði eitt mark, auk þess að leika sex af sjö vináttuleikjum ársins. Hákon Arnar Haraldsson er Knattspyrnumaður ársins í annað sinn og annað árið í röð. Hákon hefur fest sig í sessi sem lykilmaður í íslenska landsliðinu og lék hann 8 af 10 leikjum Íslands í undankeppni EM á árinu. Hann hefur alls leikið 15 A-landsleiki og skorað í þeim 3 mörk. Hákon var máttarstólpi í liði FC Köbenhavn í Danmörku á liðnu tímabili og fagnaði danska meistaratitlinum í vor sem leið, lék 29 leiki í deildinni, skoraði 4 mörk og lagði upp 4, auk 6 bikarleikja og 8 leikja (1 mark) í Meistaradeild UEFA. Um sumarið flutti Hákon sig um set þegar hann var seldur til franska úrvalsdeildarliðsins LOSC Lille. Þar hefur hann komið við sögu í 12 leikjum í deild og 6 leikjum í Sambandsdeild UEFA það sem af er tímabilinu.
Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir Bannað að kjósa Albert Albert Guðmundsson kemur ekki til greina sem knattspyrnumaður ársins hjá KSÍ, vegna kæru fyrir kynferðisbrot sem hann kveðst saklaus af. 19. desember 2023 12:50 Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Sjá meira
Bannað að kjósa Albert Albert Guðmundsson kemur ekki til greina sem knattspyrnumaður ársins hjá KSÍ, vegna kæru fyrir kynferðisbrot sem hann kveðst saklaus af. 19. desember 2023 12:50