Bergkamp á tvö af tíu bestu mörkum allra tíma: Maradona og Messi efstir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2023 12:00 Dennis Bergkamp fagnar hér einu af mörkum sínum með Arsenal. Getty/Mark Leech Breska GQ blaðið hefur valið tuttugu bestu fótboltamörk allra tíma með hjálp frá fótboltasérfræðingum. Ein kona kemst á topp tíu listann en þar eru aftur á móti tvö mörk frá Hollendingum Dennis Bergkamp. Argentínskir snillingar skoruðu bestu mörk allra tíma. Besta mark allra tíma kemur eflaust fáum á óvart en það er mark Argentínumannsins Diego Maradona á móti Englendingum í átta liða úrslitum á HM í Mexíkó 1986. Maradona sólaði sig þá í gegnum alla ensku vörnina frá miðju og tryggði sínu liði sigurinn. Næstbesta markið skoraði landi hans Lionel Messi fyrir Barcelona á móti Getafe í spænsku deildinni í apríl 2007. Hann var þá bara tvítugur en lék sér að varnarmönnum Getafe með ótrúlegri boltatækni. Líkt og Maradona þá fékk hann boltann fyrir aftan miðju en sólaði sig alla leið upp völlinn og framhjá markverðinum áður en hann sendi boltann í markið. View this post on Instagram A post shared by British GQ (@britishgq) Þriðja flottasta markið hefur lengi verið í hávegum haft en það skoraði Hollendingurinn Marco van Basten með viðstöðulausu skoti upp í fjærhornið í úrslitaleik Evrópumótsins 1988. Van Basten teiknaði þá boltann yfir hinn frábæra sovéska markvörð Rinat Dasayev. Stórbrotið sigurmark Zinedine Zidane fyrir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2002 er í fjórða sætinu en Frakkinn tók þá boltann viðstöðulaust á lofti og hamraði hann í markið. Dennis Bergkamp á tvö mörk á topp tíu listanum. Hann er í fimmta sætinu með markið sitt fyrir hollenska landsliðið á móti Argentínu á HM 1998 þar sem hann tók við langri sendingu á stórkostlegan hátt en eins á Bergkamp einnig markið í sjöunda sæti sem hann skoraði fyrir Arsenal á móti Newcastle. Bergkamp snéri þá boltanum í kringum varnarmann um leið og hann snéri sér að markinu. Inn á milli marka Bergkamp er eina konan á topp tíu listanum en þar situr hin enska Alessia Russo. Hún skoraði þá með hælnum á móti Svíum í undanúrslitum á EM kvenna sumarið 2022. Hin þrjú mörkin á topp tíu skoruðu Papiss Cissé (Newcastle á móti Chelsea 2012), Zlatan Ibrahimović (Svíþjóð á móti Englandi 2012) og Paul Gascoigne (England á móti Skotlandi á EM 1996). Elsta markið á topp tuttugu listanum er mark Brasilíumannsins Carlos Alberto í úrslitaleik HM 1970 og það yngsta er svo mark Alessia Russo, sem hún skoraði í júlí 2022. Það má sjá greinina um tuttugu flottustu mörkin með því að smella hér. Fótbolti Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fleiri fréttir „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sjá meira
Ein kona kemst á topp tíu listann en þar eru aftur á móti tvö mörk frá Hollendingum Dennis Bergkamp. Argentínskir snillingar skoruðu bestu mörk allra tíma. Besta mark allra tíma kemur eflaust fáum á óvart en það er mark Argentínumannsins Diego Maradona á móti Englendingum í átta liða úrslitum á HM í Mexíkó 1986. Maradona sólaði sig þá í gegnum alla ensku vörnina frá miðju og tryggði sínu liði sigurinn. Næstbesta markið skoraði landi hans Lionel Messi fyrir Barcelona á móti Getafe í spænsku deildinni í apríl 2007. Hann var þá bara tvítugur en lék sér að varnarmönnum Getafe með ótrúlegri boltatækni. Líkt og Maradona þá fékk hann boltann fyrir aftan miðju en sólaði sig alla leið upp völlinn og framhjá markverðinum áður en hann sendi boltann í markið. View this post on Instagram A post shared by British GQ (@britishgq) Þriðja flottasta markið hefur lengi verið í hávegum haft en það skoraði Hollendingurinn Marco van Basten með viðstöðulausu skoti upp í fjærhornið í úrslitaleik Evrópumótsins 1988. Van Basten teiknaði þá boltann yfir hinn frábæra sovéska markvörð Rinat Dasayev. Stórbrotið sigurmark Zinedine Zidane fyrir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2002 er í fjórða sætinu en Frakkinn tók þá boltann viðstöðulaust á lofti og hamraði hann í markið. Dennis Bergkamp á tvö mörk á topp tíu listanum. Hann er í fimmta sætinu með markið sitt fyrir hollenska landsliðið á móti Argentínu á HM 1998 þar sem hann tók við langri sendingu á stórkostlegan hátt en eins á Bergkamp einnig markið í sjöunda sæti sem hann skoraði fyrir Arsenal á móti Newcastle. Bergkamp snéri þá boltanum í kringum varnarmann um leið og hann snéri sér að markinu. Inn á milli marka Bergkamp er eina konan á topp tíu listanum en þar situr hin enska Alessia Russo. Hún skoraði þá með hælnum á móti Svíum í undanúrslitum á EM kvenna sumarið 2022. Hin þrjú mörkin á topp tíu skoruðu Papiss Cissé (Newcastle á móti Chelsea 2012), Zlatan Ibrahimović (Svíþjóð á móti Englandi 2012) og Paul Gascoigne (England á móti Skotlandi á EM 1996). Elsta markið á topp tuttugu listanum er mark Brasilíumannsins Carlos Alberto í úrslitaleik HM 1970 og það yngsta er svo mark Alessia Russo, sem hún skoraði í júlí 2022. Það má sjá greinina um tuttugu flottustu mörkin með því að smella hér.
Fótbolti Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fleiri fréttir „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sjá meira