Vilja að gistiskýlin séu opin allan daginn yfir jólin Lovísa Arnardóttir skrifar 21. desember 2023 20:00 Ragnar hefur verið heimilislaus í um eitt og hálft ár og hefur ítrekað mótmælt bágri stöðu heimilislausra karlmanna. Vísir/Einar Hópur heimilislausra manna mótmæltu lokun gistiskýlanna í Ráðhúsinu í dag. Þeir vilja fá að vera á sama staðnum allan daginn, og sérstaklega yfir jólin. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokks segja hægt að gera meira fyrir heimilislausa. Krafa mannanna er sú að þurfa ekki að yfirgefa gistiskýlið klukkan tíu hvern morgun til að finna sér einhvern stað til að vera á, og þá sérstaklega núna um jólin. „Það er enginn að biðja um að fá gefins einhverja ölmusu eða kastala. Bara að þurfa ekki að fara úr húsi klukkan tíu á morgnana. Svo við getum átt möguleika á að byggja einhvern grunn fyrir lífsgæði, einhver grunnlífsgæði,“ segir Ragnar Erling Hermannsson. Hann hefur sjálfur verið heimilislaus í um eitt og hálft ár og allan þann tíma segir hann það mest hafa komið sér á óvart hversu erfitt þetta er. Að þurfa að koma sér á milli staða endalaust. Gistiskýlin í Reykjavíkurborg þjónustu alla heimilislausa á höfuðborgarsvæðinu. Þau eru opin frá því klukkan 17 seinnipart og til tíu á morgnana. Eftir klukkan tíu stendur mönnunum til boða að dvelja á kaffistofu Samhjálpar. Nýlega var opnunartíminn þar lengdur fyrir hópinn. Sanna ræddi við Ragnar eftir fund borgarráðs. Vísir/Einar „Við náttúrulega bara höngum þar. Sitjum og bíðum þangað til getum farið í gistiskýlið sem opnar klukkan fimm.“ Hver er munurinn að vera á þessum tveimur stöðum? „Það það þurfa ekki að fara út úr húsi. Maður getur bara róað taugakerfið,“ segir Ragnar og að erfitt sé að breyta aðstæðum sínum við þennan aðbúnað. „Ég er búin að gera tvær eða þrjár tilraunir til að fá mér vinnu, heiðarlegar tilraunir. En það er ekki sjens.“ Róbert Guðmundsson sagði það ekki hjálpa að þurfa að koma sér sjálfir á milli staða. Vísir/Einar Róbert Guðmundsson var einnig við mótmæli í Ráðhúsinu og sagði gott að vita af stuðningi fólks við aðgerðir þeirra. Hann hvetur borgarfulltrúa til að endurskoða það að loka á daginn um jólin. „Og segja okkur þannig út í kuldann. Ég er með hálsbólgu nú þegar og þarf ekkert að bæta við mig veikindum,“ segir Róbert. Eðlileg krafa Mennirnir voru í Ráðhúsinu við mótmæli í nokkra klukkutíma. Á meðan þeim stóð lauk síðasta fundi borgarráðs fyrir jól og komu því nokkrir borgarfulltrúar og ræddu við mennina að því loknu. „Mér finnst þetta mjög eðlileg krafa að þau sem eru án heimilislaus fái að vera á einum stað allan sólarhringinn. Það er mjög eðlilegt að þú þurfir ekki að vera að flytja þig á milli staða til að komast inn í hlýjuna og þetta er mjög mikið álag sem er á heimilislausu fólki nú til dags,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Sanna Magdalena segir það eðlilega kröfu að vilja að fá að vera á sama staðnum allan daginn. Vísir/Einar Hún segir Samhjálp að gera góða hluti en það sé hægt að gera meira. „Eins og hópurinn bendir á þarf að finna eitthvað viðeigandi þá þarf að hlusta á það,“ segir Sanna. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins tekur undir þetta. „Við í Sjálfstæðisflokknum höfum talað fyrir því að og flutt tillögur um það að vera með herbergjasambýli og fleiri úrræði þar sem er ekki bara lokað yfir daginn og fólki hent út. Það þarf fjölbreytni í þessu eins og öllu öðru,“ segir Ragnheiður Alda María Vilhjálmsdóttir. Ragnheiður Alda segir Sjálfstæðisflokkinn vilja gera breytingar á stöðu heimilislausra í borginni. Vísir/Einar Hún segir það alltaf hafa verið skýra kröfu frá notendum að þeir þurfi ekki að yfirgefa úrræðið sem þeim stendur til boða á daginn. Málefni heimilislausra Fíkn Sveitarstjórnarmál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Framlengd opnun kaffistofunnar ekki góð lausn fyrir heimilislausa Maður sem hefur glímt við heimilisleysi og mótmælt úrræðaleysi fyrir hópinn segir nýja dagdvöl í kaffistofu Samhjálpar ekki lausnina sem heimilislausir þurfa. Það þurfi alvöru dagsetur í sérstakt húsnæði. 21. nóvember 2023 15:30 Deila kostnaði vegna dagdvalar fyrir heimilislausa Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ætla að taka þátt í rekstri dagdvalar fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina. Dagdvölin verður rekin í húsnæði Samhjálpar og hefur velferðarráð Reykjavíkurborgar þegar samþykkt að koma rekstrinum. 20. nóvember 2023 13:00 Opna dagdvöl fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina Velferðarráð Reykjavíkur samþykkti í gær að ganga til samstarfs við Samhjálp um rekstur dagdvalar fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina. Öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið boðið að vera með gegn hlutdeild í kostnaði. 16. nóvember 2023 15:00 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst Sjá meira
Krafa mannanna er sú að þurfa ekki að yfirgefa gistiskýlið klukkan tíu hvern morgun til að finna sér einhvern stað til að vera á, og þá sérstaklega núna um jólin. „Það er enginn að biðja um að fá gefins einhverja ölmusu eða kastala. Bara að þurfa ekki að fara úr húsi klukkan tíu á morgnana. Svo við getum átt möguleika á að byggja einhvern grunn fyrir lífsgæði, einhver grunnlífsgæði,“ segir Ragnar Erling Hermannsson. Hann hefur sjálfur verið heimilislaus í um eitt og hálft ár og allan þann tíma segir hann það mest hafa komið sér á óvart hversu erfitt þetta er. Að þurfa að koma sér á milli staða endalaust. Gistiskýlin í Reykjavíkurborg þjónustu alla heimilislausa á höfuðborgarsvæðinu. Þau eru opin frá því klukkan 17 seinnipart og til tíu á morgnana. Eftir klukkan tíu stendur mönnunum til boða að dvelja á kaffistofu Samhjálpar. Nýlega var opnunartíminn þar lengdur fyrir hópinn. Sanna ræddi við Ragnar eftir fund borgarráðs. Vísir/Einar „Við náttúrulega bara höngum þar. Sitjum og bíðum þangað til getum farið í gistiskýlið sem opnar klukkan fimm.“ Hver er munurinn að vera á þessum tveimur stöðum? „Það það þurfa ekki að fara út úr húsi. Maður getur bara róað taugakerfið,“ segir Ragnar og að erfitt sé að breyta aðstæðum sínum við þennan aðbúnað. „Ég er búin að gera tvær eða þrjár tilraunir til að fá mér vinnu, heiðarlegar tilraunir. En það er ekki sjens.“ Róbert Guðmundsson sagði það ekki hjálpa að þurfa að koma sér sjálfir á milli staða. Vísir/Einar Róbert Guðmundsson var einnig við mótmæli í Ráðhúsinu og sagði gott að vita af stuðningi fólks við aðgerðir þeirra. Hann hvetur borgarfulltrúa til að endurskoða það að loka á daginn um jólin. „Og segja okkur þannig út í kuldann. Ég er með hálsbólgu nú þegar og þarf ekkert að bæta við mig veikindum,“ segir Róbert. Eðlileg krafa Mennirnir voru í Ráðhúsinu við mótmæli í nokkra klukkutíma. Á meðan þeim stóð lauk síðasta fundi borgarráðs fyrir jól og komu því nokkrir borgarfulltrúar og ræddu við mennina að því loknu. „Mér finnst þetta mjög eðlileg krafa að þau sem eru án heimilislaus fái að vera á einum stað allan sólarhringinn. Það er mjög eðlilegt að þú þurfir ekki að vera að flytja þig á milli staða til að komast inn í hlýjuna og þetta er mjög mikið álag sem er á heimilislausu fólki nú til dags,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Sanna Magdalena segir það eðlilega kröfu að vilja að fá að vera á sama staðnum allan daginn. Vísir/Einar Hún segir Samhjálp að gera góða hluti en það sé hægt að gera meira. „Eins og hópurinn bendir á þarf að finna eitthvað viðeigandi þá þarf að hlusta á það,“ segir Sanna. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins tekur undir þetta. „Við í Sjálfstæðisflokknum höfum talað fyrir því að og flutt tillögur um það að vera með herbergjasambýli og fleiri úrræði þar sem er ekki bara lokað yfir daginn og fólki hent út. Það þarf fjölbreytni í þessu eins og öllu öðru,“ segir Ragnheiður Alda María Vilhjálmsdóttir. Ragnheiður Alda segir Sjálfstæðisflokkinn vilja gera breytingar á stöðu heimilislausra í borginni. Vísir/Einar Hún segir það alltaf hafa verið skýra kröfu frá notendum að þeir þurfi ekki að yfirgefa úrræðið sem þeim stendur til boða á daginn.
Málefni heimilislausra Fíkn Sveitarstjórnarmál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Framlengd opnun kaffistofunnar ekki góð lausn fyrir heimilislausa Maður sem hefur glímt við heimilisleysi og mótmælt úrræðaleysi fyrir hópinn segir nýja dagdvöl í kaffistofu Samhjálpar ekki lausnina sem heimilislausir þurfa. Það þurfi alvöru dagsetur í sérstakt húsnæði. 21. nóvember 2023 15:30 Deila kostnaði vegna dagdvalar fyrir heimilislausa Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ætla að taka þátt í rekstri dagdvalar fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina. Dagdvölin verður rekin í húsnæði Samhjálpar og hefur velferðarráð Reykjavíkurborgar þegar samþykkt að koma rekstrinum. 20. nóvember 2023 13:00 Opna dagdvöl fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina Velferðarráð Reykjavíkur samþykkti í gær að ganga til samstarfs við Samhjálp um rekstur dagdvalar fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina. Öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið boðið að vera með gegn hlutdeild í kostnaði. 16. nóvember 2023 15:00 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst Sjá meira
Framlengd opnun kaffistofunnar ekki góð lausn fyrir heimilislausa Maður sem hefur glímt við heimilisleysi og mótmælt úrræðaleysi fyrir hópinn segir nýja dagdvöl í kaffistofu Samhjálpar ekki lausnina sem heimilislausir þurfa. Það þurfi alvöru dagsetur í sérstakt húsnæði. 21. nóvember 2023 15:30
Deila kostnaði vegna dagdvalar fyrir heimilislausa Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ætla að taka þátt í rekstri dagdvalar fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina. Dagdvölin verður rekin í húsnæði Samhjálpar og hefur velferðarráð Reykjavíkurborgar þegar samþykkt að koma rekstrinum. 20. nóvember 2023 13:00
Opna dagdvöl fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina Velferðarráð Reykjavíkur samþykkti í gær að ganga til samstarfs við Samhjálp um rekstur dagdvalar fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina. Öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið boðið að vera með gegn hlutdeild í kostnaði. 16. nóvember 2023 15:00