Svekkt að missa af eldgosinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. desember 2023 16:15 Guadalupe Megías starfar fyrir spænska ríkissjónvarpið. Vísir/ArnarHalldórs Guadalupe Megías, fréttamaður spænska ríkissjónvarpsins, kom til Íslands í gær til að flytja fréttir af eldgosinu við Grindavík. Innan við sólarhring síðar er gosinu lokið. Upplýsingafundur var haldinn í morgun fyrir erlenda fjölmiðla í Hafnarfirði. Fáir sóttu fundinn en nokkur fjöldi fjölmiðlafólks er þó kominn hingað til Íslands vegna eldgossins. Megías kom til Íslands í gær en hefur ekki enn borið gosið augum. Ólíklegt er að verði að því nema gos hefjist á ný. Hraunið séð úr þyrlu Landhelgisgæslunnar síðdegis í dag.Vísir/RAX „Við reyndum seinni partinn í gær en ferðinni var frestað. Til stendur að reyna aftur í dag en það bendir allt til þess að það sé lítið að sjá,“ segir Megías. Hún hafði þá fengið fregnir af því að gosinu væri lokið. Hópurinn skoðaði Grindavík í morgun. „Við sáum stóru sprunguna og maður skilur hættuna sem hefur verið fyrir hendi fyrir íbúa bæjarins,“ segir Megías. Hún segist hafa orðið fyrir vonbrigðum að missa af gosinu. Hún hafi fjallað um eldgosið á La Palma árið 2021. „Ég var þar í marga daga og það var mikið sjónarspil. Bæði var atburðurinn mjög áhugaverður en afleiðingarnar um leið hrikalegar.“ Þau keyptu miða aðra leið með það fyrir augum að fjalla um eldgosið í nokkra daga. Nú stefnir í að hún haldi aftur til Spánar á laugardaginn, fyrir jólin. Hún segir áhugann hafa verið mikinn í byrjun þegar vísbendingar voru um eldgos í nóvember. „Já, áhuginn var mikill. Kollegi minn var hérna í nóvember þegar fyrstu merki um eldgosið sáust. Áhuginn á eldgosum hefur verið mikill síðan gaus á La Palma. Svo munum við eftir eldgosinu 2010 (í Eyjafjallajökli). Við hugsuðum að kannski yrði þetta jafnstórt og því ákváðum við að koma hingað.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjölmiðlar Grindavík Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Sjá meira
Upplýsingafundur var haldinn í morgun fyrir erlenda fjölmiðla í Hafnarfirði. Fáir sóttu fundinn en nokkur fjöldi fjölmiðlafólks er þó kominn hingað til Íslands vegna eldgossins. Megías kom til Íslands í gær en hefur ekki enn borið gosið augum. Ólíklegt er að verði að því nema gos hefjist á ný. Hraunið séð úr þyrlu Landhelgisgæslunnar síðdegis í dag.Vísir/RAX „Við reyndum seinni partinn í gær en ferðinni var frestað. Til stendur að reyna aftur í dag en það bendir allt til þess að það sé lítið að sjá,“ segir Megías. Hún hafði þá fengið fregnir af því að gosinu væri lokið. Hópurinn skoðaði Grindavík í morgun. „Við sáum stóru sprunguna og maður skilur hættuna sem hefur verið fyrir hendi fyrir íbúa bæjarins,“ segir Megías. Hún segist hafa orðið fyrir vonbrigðum að missa af gosinu. Hún hafi fjallað um eldgosið á La Palma árið 2021. „Ég var þar í marga daga og það var mikið sjónarspil. Bæði var atburðurinn mjög áhugaverður en afleiðingarnar um leið hrikalegar.“ Þau keyptu miða aðra leið með það fyrir augum að fjalla um eldgosið í nokkra daga. Nú stefnir í að hún haldi aftur til Spánar á laugardaginn, fyrir jólin. Hún segir áhugann hafa verið mikinn í byrjun þegar vísbendingar voru um eldgos í nóvember. „Já, áhuginn var mikill. Kollegi minn var hérna í nóvember þegar fyrstu merki um eldgosið sáust. Áhuginn á eldgosum hefur verið mikill síðan gaus á La Palma. Svo munum við eftir eldgosinu 2010 (í Eyjafjallajökli). Við hugsuðum að kannski yrði þetta jafnstórt og því ákváðum við að koma hingað.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjölmiðlar Grindavík Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Sjá meira