Tíu þúsund króna dagsektir lögmætar að mati ráðuneytis Lovísa Arnardóttir skrifar 20. desember 2023 17:11 Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra. Ráðuneyti hennar hefur úrskurðað að ákvarðanir MAST í máli nautgripabónda voru í samræmi við lög. Samsett Matvælaráðuneytið hefur staðfest lögmæti dagsekta Matvælastofnunar (MAST) á bónda vegna alvarlegra brota í búrekstri hans á lögum um dýravelferð og reglugerð um velferð nautgripa. Dagsektirnar voru tíu þúsund krónur á dag. Brot bóndans sneru öll að hreinleika væri ábótavant á dýrum og á legusvæði. Hann var ósáttur við að lagðar væru hann dagsektir vegna brota á lögum um dýravelferð vegna þess að hann ætlaði fljótlega að hætta mjólkurframleiðslu og mótmælti af þeim sökum. Fjallað er um málið á vef MAST. Bóndinn krafðist þess að dagsektirnar yrðu lækkaðar eða felldar niður. Þá sagði hann MAST ekki hafa gætt meðalhófs og hafa brotið gegn rannsóknar- og jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. Því hafnaði Matvælastofnun en bóndinn kærði þá synjun til ráðuneytisins og sagði MAST hafa brotið á stjórnsýslulögum með dagsektunum. Innheimtu dagsektanna var síðar hætt þegar allar mjólkurkýr voru farnar og betri umgjörð komin á ungneyti. Ekki orðið við beiðnum um úrbætur Málið á sér nokkuð langan aðdraganda en það var fyrst í ágúst 2022 sem eftirlitsdýralæknir fór á bæinn eftir að mál bóndans hafði komið á borð þeirra. Honum hafði verið gefinn frestur til sumarsins til úrbóta. Fram kemur í úrskurði ráðuneytisins að MAST hafi eftir það gert ítrekaðar athugasemdir við búskapinn og aðbúnað dýranna og gert kröfur um úrbætur en að bóndinn hafi ekki orðið við þeim. Þá er einnig bent á það í úrskurði að bóndinn hafi ekki uppfyllt kröfur sem gerðar eru til umráðamanna nautgripa um hreinlæti í reglugerð og að þeim stöðlum sem þar eru lagðar til hafi ekki verið fylgt. Eftir athugasemdir og óskir um úrbætur sem ekki var brugðist var ákvað MAST að leggja á dagsektir til að knýja á um úrbætur í þeim efnum. Í úrskurði segir að þeirri ákvörðun hafi verið langur aðdragandi og því standist það ekki að ekki hafi verið gætt að meðalhófi eins og bóndinn vildi meina í sinni kæru. Fylgdu öllum reglum „Kæranda var ítrekað veittur andmælaréttur og frestir til úrbóta, en úrbætur voru ekki gerðar eða þær ekki fullnægjandi. Til þess að reyna að knýja fram úrbætur lagði Matvælastofnun dagsektir á kæranda og telur ráðuneytið að slík ákvörðun hafi ekki gengið lengra en nauðsyn bar til enda er Matvælastofnun opinber eftirlitsaðili með frumframleiðslu matvæla… og opinber eftirlitsaðili með velferð dýra,“ segir í úrskurði. Þá segir ráðuneytið að það standist ekki að MAST hafi ekki fylgt rannsóknarskyldu stjórnvalda. Það sé ljóst að stofnunin hafi tryggt fullnægjandi rannsókn á málinu áður en ákvörðun um dagsektir hafi verið tekin. Þá er heldur ekki tekið undir sjónarmið um að brotið hafi verið á jafnræðisreglu því ekki sé hægt að sjá að stofnunin hafi gengið harðar fram gegn kæranda en öðrum í sambærilegum málum. Með tillit til þessa alls metur því ráðuneytið að ákvörðun MAST hafi verið lögmæt og að farið hafi verið að lögum. Dýr Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Brot bóndans sneru öll að hreinleika væri ábótavant á dýrum og á legusvæði. Hann var ósáttur við að lagðar væru hann dagsektir vegna brota á lögum um dýravelferð vegna þess að hann ætlaði fljótlega að hætta mjólkurframleiðslu og mótmælti af þeim sökum. Fjallað er um málið á vef MAST. Bóndinn krafðist þess að dagsektirnar yrðu lækkaðar eða felldar niður. Þá sagði hann MAST ekki hafa gætt meðalhófs og hafa brotið gegn rannsóknar- og jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. Því hafnaði Matvælastofnun en bóndinn kærði þá synjun til ráðuneytisins og sagði MAST hafa brotið á stjórnsýslulögum með dagsektunum. Innheimtu dagsektanna var síðar hætt þegar allar mjólkurkýr voru farnar og betri umgjörð komin á ungneyti. Ekki orðið við beiðnum um úrbætur Málið á sér nokkuð langan aðdraganda en það var fyrst í ágúst 2022 sem eftirlitsdýralæknir fór á bæinn eftir að mál bóndans hafði komið á borð þeirra. Honum hafði verið gefinn frestur til sumarsins til úrbóta. Fram kemur í úrskurði ráðuneytisins að MAST hafi eftir það gert ítrekaðar athugasemdir við búskapinn og aðbúnað dýranna og gert kröfur um úrbætur en að bóndinn hafi ekki orðið við þeim. Þá er einnig bent á það í úrskurði að bóndinn hafi ekki uppfyllt kröfur sem gerðar eru til umráðamanna nautgripa um hreinlæti í reglugerð og að þeim stöðlum sem þar eru lagðar til hafi ekki verið fylgt. Eftir athugasemdir og óskir um úrbætur sem ekki var brugðist var ákvað MAST að leggja á dagsektir til að knýja á um úrbætur í þeim efnum. Í úrskurði segir að þeirri ákvörðun hafi verið langur aðdragandi og því standist það ekki að ekki hafi verið gætt að meðalhófi eins og bóndinn vildi meina í sinni kæru. Fylgdu öllum reglum „Kæranda var ítrekað veittur andmælaréttur og frestir til úrbóta, en úrbætur voru ekki gerðar eða þær ekki fullnægjandi. Til þess að reyna að knýja fram úrbætur lagði Matvælastofnun dagsektir á kæranda og telur ráðuneytið að slík ákvörðun hafi ekki gengið lengra en nauðsyn bar til enda er Matvælastofnun opinber eftirlitsaðili með frumframleiðslu matvæla… og opinber eftirlitsaðili með velferð dýra,“ segir í úrskurði. Þá segir ráðuneytið að það standist ekki að MAST hafi ekki fylgt rannsóknarskyldu stjórnvalda. Það sé ljóst að stofnunin hafi tryggt fullnægjandi rannsókn á málinu áður en ákvörðun um dagsektir hafi verið tekin. Þá er heldur ekki tekið undir sjónarmið um að brotið hafi verið á jafnræðisreglu því ekki sé hægt að sjá að stofnunin hafi gengið harðar fram gegn kæranda en öðrum í sambærilegum málum. Með tillit til þessa alls metur því ráðuneytið að ákvörðun MAST hafi verið lögmæt og að farið hafi verið að lögum.
Dýr Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira