Refsiábyrgð heilbrigðisstofnana orðin að lögum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. desember 2023 16:06 Frumvarp Willums Þórs Þórssonar um refsiábyrgð heilbrigðisstofnana er orðið að lögum. Vísir/Vilhelm Frumvarp Willums Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra um refsiábyrgð heilbrigðisstofnana og rannsóknir alvarlegra atvika hefur verið samþykkt á Alþingi. Markmið laganna er að auka öryggi sjúklinga og segir ráðherra þau marka tímamót. Greidd voru atkvæði um frumvarpið á þingi 16. desember, síðastliðinn laugardag. Fimmtíu og þrír greiddu atkvæði með frumvarpinu en tíu voru fjarverandi. Haft er eftir Willum í tilkynningu að breytingin marki tímamót. „Það hefur lengi verið kallað eftir [þessu] og að baki liggja sterk rök, skýr markmið og vönduð vinna. Þetta er réttlætismál sem snýr jafnframt að heilbrigðisstarfsfólki og sjúklingum og er án efa mikilvægt framfaraskref,“ er haft eftir Willum. Refsiábyrgð á hendur stofnunum frekar en einstaka starfsmönnum Meðal markmiða laganna er að auka öryggi sjúklinga, efla öryggismenningu innan heilbrigðiskerfisins og fækka alvarlegum atvikum. Þá eiga þau að bæta starfsumhverfi heilbrigðisstarfsmanna með því að skýra og auka réttaröryggi þeirra. Með lagasetningunni verður unnt að koma fram refsiábyrgð á hendur heilbrigðisstofnunum fremur en einstaka heilbrigðisstarfsmönnum ef margir samverkandi þættir eða rök atvika eru orsök alvarlegs atviks í heilbrigðisþjónustu. „Hingað til hafa rannsóknir alvarlegra atvika jafnan beinst að ábyrgð einstakra starfsmanna, þrátt fyrir að orsökina megi oftast rekja til kerfislægra þátta. Að sama skapi hefur refsiábyrgð einkum snúist um sök einstaklinga.“ Aðstæður ófullnægjandi Mál af þessu tagi sem vakti mikla athygli er mál hjúkrunarfræðings sem var ákærð fyrir að hafa orðið sjúklingi á geðdeild að bana árið 2021 með því að hafa neytt ofan í hann næringardrykk svo hann kafnaði. Fram kom við aðalmeðferð í málinu að aðstæður á geðdeild hafi verið ófullnægjandi þegar sjúklingurinn lést. Innri rannsókn spítalans hafi leitt í ljós að vaktin var undirmönnuð, mikið álag á starfsfólki, fyrirmæli skiluðu sér ekki og sjúklingurinn var ekki vistaður á heppilegum stað. Hjúkrunarfræðingurinn, Steina Árnadóttir, var sýknuð af ákæru fyrir manndráp í opinberu starfi og brot gegn lögum um heilbrigðismenn fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Alþingi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Sjá meira
Greidd voru atkvæði um frumvarpið á þingi 16. desember, síðastliðinn laugardag. Fimmtíu og þrír greiddu atkvæði með frumvarpinu en tíu voru fjarverandi. Haft er eftir Willum í tilkynningu að breytingin marki tímamót. „Það hefur lengi verið kallað eftir [þessu] og að baki liggja sterk rök, skýr markmið og vönduð vinna. Þetta er réttlætismál sem snýr jafnframt að heilbrigðisstarfsfólki og sjúklingum og er án efa mikilvægt framfaraskref,“ er haft eftir Willum. Refsiábyrgð á hendur stofnunum frekar en einstaka starfsmönnum Meðal markmiða laganna er að auka öryggi sjúklinga, efla öryggismenningu innan heilbrigðiskerfisins og fækka alvarlegum atvikum. Þá eiga þau að bæta starfsumhverfi heilbrigðisstarfsmanna með því að skýra og auka réttaröryggi þeirra. Með lagasetningunni verður unnt að koma fram refsiábyrgð á hendur heilbrigðisstofnunum fremur en einstaka heilbrigðisstarfsmönnum ef margir samverkandi þættir eða rök atvika eru orsök alvarlegs atviks í heilbrigðisþjónustu. „Hingað til hafa rannsóknir alvarlegra atvika jafnan beinst að ábyrgð einstakra starfsmanna, þrátt fyrir að orsökina megi oftast rekja til kerfislægra þátta. Að sama skapi hefur refsiábyrgð einkum snúist um sök einstaklinga.“ Aðstæður ófullnægjandi Mál af þessu tagi sem vakti mikla athygli er mál hjúkrunarfræðings sem var ákærð fyrir að hafa orðið sjúklingi á geðdeild að bana árið 2021 með því að hafa neytt ofan í hann næringardrykk svo hann kafnaði. Fram kom við aðalmeðferð í málinu að aðstæður á geðdeild hafi verið ófullnægjandi þegar sjúklingurinn lést. Innri rannsókn spítalans hafi leitt í ljós að vaktin var undirmönnuð, mikið álag á starfsfólki, fyrirmæli skiluðu sér ekki og sjúklingurinn var ekki vistaður á heppilegum stað. Hjúkrunarfræðingurinn, Steina Árnadóttir, var sýknuð af ákæru fyrir manndráp í opinberu starfi og brot gegn lögum um heilbrigðismenn fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Alþingi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Sjá meira