Dæmdir fyrir að aka um á vespu og fremja vopnuð rán Árni Sæberg skrifar 19. desember 2023 15:10 Mennirnir gerðu tilraun til gripdeildar í Hamraborg í Kópavogi. Stöð 2/Arnar Tveir karlmenn hafa hlotið fangelsisdóma fyrir fjölda brota, meðal annars vopnað rán sem framið var í Fossvogi og annað eins í Hamraborg skömmu síðar. Í byrjun ágúst var greint frá því að tveir menn hefðu ekið um Reykjavík og Kópavog og framið vopnuð rán. Stefán S. Stefánsson, tónlistarmaður, greindi frá því að tveir menn hafi haldið að honum hníf og rænt hann þegar hann var á göngu um Fossvogsdalinn með konu sinni og hundi. Hann lýsti atvikinu sem súrrealísku. Í dómi Héraðsdóms yfir mönnunum, sem eru á þrítugs og tvítugsaldri, segir að þeir hafi verið ákærðir fyrir töluverðan fjölda brota. Sá eldri fyrir þjófnað, nytjastuld, og vopnalagabrot, meðal annars, og sá yngri fyrir nytjastuld á bifreið. Þeir hafi báðir verið ákærðir fyrir nytjastuld með því að hafa, laugardaginn 5. ágúst 2023, í félagi, heimildarlaust tekið bifreið og ekið henni milli staða í Reykjavík. Sama dag hafi þeir framið vopnað rán, með því að hafa, laugardaginn 5. ágúst 2023, í félagi, utandyra á göngustíg í Fossvogi í Reykjavík, ógnað ónafngreindu fólki, sem leiða má líkur að að séu Stefán og kona hans, með hníf og tekið af Stefáni Samsung farsíma og Harry Lime snjallúr, með því að sá eldri ógnaði hjónunum með hníf á meðan sá yngri tók farsímann og snjallúrið af Stefáni. Misheppnuð gripdeild Þá hafi þeir verið ákærðir fyrir tilraun til gripdeildar með hafa sama dag, í félagi, utandyra við hraðbanka í Kópavogi [Hamraborg], skipað konu að afhenda þeim reiðufé sem hún hugðist taka út, en hún náð að hlaupa í burtu uns mennirnir flúðu af vettvangi, en meðan á atburðarásinni stóð hafi reiðuféð farið aftur inn í hraðbankann. Mennirnir hafi báði játað brot sín og málið því talið sannað. Sá eldri hafi verið dæmdur til tuttugu mánaða óskilorðbundins fangelsis og sá yngri í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þeir hafi báðir rofið skilorð fyrri dóma með brotum sínum. Þá hafi ævilöng ökuréttarsvipting þess eldri áréttuð. Dómsmál Kópavogur Reykjavík Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Fleiri fréttir Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Sjá meira
Í byrjun ágúst var greint frá því að tveir menn hefðu ekið um Reykjavík og Kópavog og framið vopnuð rán. Stefán S. Stefánsson, tónlistarmaður, greindi frá því að tveir menn hafi haldið að honum hníf og rænt hann þegar hann var á göngu um Fossvogsdalinn með konu sinni og hundi. Hann lýsti atvikinu sem súrrealísku. Í dómi Héraðsdóms yfir mönnunum, sem eru á þrítugs og tvítugsaldri, segir að þeir hafi verið ákærðir fyrir töluverðan fjölda brota. Sá eldri fyrir þjófnað, nytjastuld, og vopnalagabrot, meðal annars, og sá yngri fyrir nytjastuld á bifreið. Þeir hafi báðir verið ákærðir fyrir nytjastuld með því að hafa, laugardaginn 5. ágúst 2023, í félagi, heimildarlaust tekið bifreið og ekið henni milli staða í Reykjavík. Sama dag hafi þeir framið vopnað rán, með því að hafa, laugardaginn 5. ágúst 2023, í félagi, utandyra á göngustíg í Fossvogi í Reykjavík, ógnað ónafngreindu fólki, sem leiða má líkur að að séu Stefán og kona hans, með hníf og tekið af Stefáni Samsung farsíma og Harry Lime snjallúr, með því að sá eldri ógnaði hjónunum með hníf á meðan sá yngri tók farsímann og snjallúrið af Stefáni. Misheppnuð gripdeild Þá hafi þeir verið ákærðir fyrir tilraun til gripdeildar með hafa sama dag, í félagi, utandyra við hraðbanka í Kópavogi [Hamraborg], skipað konu að afhenda þeim reiðufé sem hún hugðist taka út, en hún náð að hlaupa í burtu uns mennirnir flúðu af vettvangi, en meðan á atburðarásinni stóð hafi reiðuféð farið aftur inn í hraðbankann. Mennirnir hafi báði játað brot sín og málið því talið sannað. Sá eldri hafi verið dæmdur til tuttugu mánaða óskilorðbundins fangelsis og sá yngri í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þeir hafi báðir rofið skilorð fyrri dóma með brotum sínum. Þá hafi ævilöng ökuréttarsvipting þess eldri áréttuð.
Dómsmál Kópavogur Reykjavík Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Fleiri fréttir Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Sjá meira