Litla silfurliðið á eftir Aroni Sindri Sverrisson skrifar 19. desember 2023 18:31 Aron Sigurðarson lék í dönsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og stóð sig vel. Hér er hann í baráttu við Stefán Teit Þórðarson í leik við Silkeborg. Getty/Lars Ronbog Knattspyrnumaðurinn Aron Sigurðarson er í sigti tveggja, öflugra sænskra úrvalsdeildarfélaga sem gætu reynt að klófesta hann nú í vetur. Frá þessu greinir Tipsbladet í Danmörku en Aron hefur verið leikmaður danska liðsins AC Horsens í rúm tvö ár. Um er að ræða Häcken og Hammarby, sem urðu í 3. og 7. sæti sænsku deildarinnar í ár. Í Svíþjóð fær liðið í 2. sæti „stóra silfrið“ og liðið í 3. sæti „litla silfrið“, sem í þessu tilviki fór til Häcken. Liðið í 4. sæti fær svo brons. Aron komst með Horsens upp í úrvalsdeild á fyrstu leiktíð og skoraði sjö mörk í úrvalsdeildinni í fyrra þegar liðið féll aftur. Á vef Tipsbladet er Aroni lýst sem einum aðalleikmanna Horsens, bæði á síðustu leiktíð og nú í haust en hann hefur skorað fjögur mörk í 18 leikjum í 1. deildinni það sem af er leiktíð. Á vef Fótbolta.net var greint frá því í gærkvöld að Aron hefði hafnað tilboði um nýjan samning hjá Horsens, en núgildandi samningur hans rennur út næsta sumar. Samkvæmt frétt miðilsins kemur til greina hjá Aroni að koma heim til Íslands og spila hér næsta sumar. Aron, sem er þrítugur, á að baki 8 A-landsleiki. Hann er uppalinn hjá Fjölni en fór í atvinnumennsku árið 2016 og hefur spilað í Noregi, Belgíu og nú Danmörku. Danski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Leik lokið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira
Frá þessu greinir Tipsbladet í Danmörku en Aron hefur verið leikmaður danska liðsins AC Horsens í rúm tvö ár. Um er að ræða Häcken og Hammarby, sem urðu í 3. og 7. sæti sænsku deildarinnar í ár. Í Svíþjóð fær liðið í 2. sæti „stóra silfrið“ og liðið í 3. sæti „litla silfrið“, sem í þessu tilviki fór til Häcken. Liðið í 4. sæti fær svo brons. Aron komst með Horsens upp í úrvalsdeild á fyrstu leiktíð og skoraði sjö mörk í úrvalsdeildinni í fyrra þegar liðið féll aftur. Á vef Tipsbladet er Aroni lýst sem einum aðalleikmanna Horsens, bæði á síðustu leiktíð og nú í haust en hann hefur skorað fjögur mörk í 18 leikjum í 1. deildinni það sem af er leiktíð. Á vef Fótbolta.net var greint frá því í gærkvöld að Aron hefði hafnað tilboði um nýjan samning hjá Horsens, en núgildandi samningur hans rennur út næsta sumar. Samkvæmt frétt miðilsins kemur til greina hjá Aroni að koma heim til Íslands og spila hér næsta sumar. Aron, sem er þrítugur, á að baki 8 A-landsleiki. Hann er uppalinn hjá Fjölni en fór í atvinnumennsku árið 2016 og hefur spilað í Noregi, Belgíu og nú Danmörku.
Danski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Leik lokið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira