Skella í lás á Húsavík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. desember 2023 14:06 Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segist svekkt að þurfa að loka starfsstöðinni á Húsavík. Vísir/Egill Tekin hefur verið ákvörðun um að loka starfsstöð Persónuverndar á Húsavík og hefur tveimur starfsmönnum verið sagt upp. Starfsstöðin mun loka dyrum sínum um áramót. Forstjóri segir fjárlaganefnd ekki hafa veitt styrk til verkefnisins og því hafi þurft að loka. Lokun starfsstöðvarinnar var tekin fyrir á fundi byggðarráðs Norðurþings 14. desember síðastliðinn og lýsti ráðið yfir mikilli óánægju og furðu með ákvörðun Persónuverndar. „Miðað við fjölda umsókna um störfin þegar starfsstöðin var opnuð er augljóst að eftirspurnin er til staðar og miður að niðurskurður bitni á opinberum störfum á landsbyggðunum,“ segir í bókun byggðarráðs í fundargerð. Verkefnum fjölgað og starfsmenn vantar Opnun starfsstöðvarinnar var tilkynnt vorið 2021 og var formlega opnuð í Húsavík 9. september sama ár. Tvö ný störf fylgdu starfsstöðinni sem 106 umsóknir bárust um á sínum tíma. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir ástæðu lokunar starfsstöðvarinnar fjárskort. „Ég er búin að vera með útistandandi ósk um fleira starfsfólk til Persónuverndar ansi lengi og það er búið að þrefalda okkur í stærð síðan fyrir níu árum síðan. Að sama skapi var Persónuvernd alvarlega undirmönnuð þá og síðan nýja persónuverndarlöggjöfin var innleidd 2018 hefur verkefnum bara fjölgað,“ segir Helga. Hvött til að dreifa starfsemi en ekkert fjármagn fylgir Til þess að bregðast við þessu hafi hún meðal annars, ásamt sýslumanninum á Norðurlandi eystra, lagt fram ósk um að hafa starfsstöð þar og bæta við tveimur starfsgildum. „Persónuvernd hefur rekið þetta útibú á ákvörðun fjárlagnefndar til að styrkja okkur, um um það bil 25 milljónir á ári, í tvö eða þrjú ár. Nú höfum við ekki fengið þetta fjármagn inn í varanlega aukið fjármagn hjá okkur. Síðan kom niðurskurðurinn og okkur var tilkynnt að við fengjum ekki krónu fyrir Húsavík,“ segir Helga. Starfsstöð Persónuverndar á Húsavík mun loka um áramót.Vísir/Vilhelm „Það kostar leigu og ræstingu og við þurfum að hafa aðgangsstýringu því við þurftum að vera alveg aðskilin sýslumanni. Þetta fékk ekki hljómgrunn þannig að á sama tíma og stjórnvöld segja stofnunum að hafa starfsemi úti á landi þá höfum við ekki fengið varanlegan stuðning til þess. Það er mjög erfitt að reka starfsemi sem ekki er meiri vissa fyrir rekstrinum en ár í senn en þannig hefur það verið.“ Það hlýtur að vera svekkjandi að þurfa að loka þessari starfsstöð? „Já, við vorum að vonast til að stækka. Við sáum fyrir okkur að það væri frekar hægt að auka í og hafa þarna tvo í viðbót og gera þetta að sjálfstæðri einingu.“ Persónuvernd Vinnumarkaður Norðurþing Rekstur hins opinbera Byggðamál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Lokun starfsstöðvarinnar var tekin fyrir á fundi byggðarráðs Norðurþings 14. desember síðastliðinn og lýsti ráðið yfir mikilli óánægju og furðu með ákvörðun Persónuverndar. „Miðað við fjölda umsókna um störfin þegar starfsstöðin var opnuð er augljóst að eftirspurnin er til staðar og miður að niðurskurður bitni á opinberum störfum á landsbyggðunum,“ segir í bókun byggðarráðs í fundargerð. Verkefnum fjölgað og starfsmenn vantar Opnun starfsstöðvarinnar var tilkynnt vorið 2021 og var formlega opnuð í Húsavík 9. september sama ár. Tvö ný störf fylgdu starfsstöðinni sem 106 umsóknir bárust um á sínum tíma. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir ástæðu lokunar starfsstöðvarinnar fjárskort. „Ég er búin að vera með útistandandi ósk um fleira starfsfólk til Persónuverndar ansi lengi og það er búið að þrefalda okkur í stærð síðan fyrir níu árum síðan. Að sama skapi var Persónuvernd alvarlega undirmönnuð þá og síðan nýja persónuverndarlöggjöfin var innleidd 2018 hefur verkefnum bara fjölgað,“ segir Helga. Hvött til að dreifa starfsemi en ekkert fjármagn fylgir Til þess að bregðast við þessu hafi hún meðal annars, ásamt sýslumanninum á Norðurlandi eystra, lagt fram ósk um að hafa starfsstöð þar og bæta við tveimur starfsgildum. „Persónuvernd hefur rekið þetta útibú á ákvörðun fjárlagnefndar til að styrkja okkur, um um það bil 25 milljónir á ári, í tvö eða þrjú ár. Nú höfum við ekki fengið þetta fjármagn inn í varanlega aukið fjármagn hjá okkur. Síðan kom niðurskurðurinn og okkur var tilkynnt að við fengjum ekki krónu fyrir Húsavík,“ segir Helga. Starfsstöð Persónuverndar á Húsavík mun loka um áramót.Vísir/Vilhelm „Það kostar leigu og ræstingu og við þurfum að hafa aðgangsstýringu því við þurftum að vera alveg aðskilin sýslumanni. Þetta fékk ekki hljómgrunn þannig að á sama tíma og stjórnvöld segja stofnunum að hafa starfsemi úti á landi þá höfum við ekki fengið varanlegan stuðning til þess. Það er mjög erfitt að reka starfsemi sem ekki er meiri vissa fyrir rekstrinum en ár í senn en þannig hefur það verið.“ Það hlýtur að vera svekkjandi að þurfa að loka þessari starfsstöð? „Já, við vorum að vonast til að stækka. Við sáum fyrir okkur að það væri frekar hægt að auka í og hafa þarna tvo í viðbót og gera þetta að sjálfstæðri einingu.“
Persónuvernd Vinnumarkaður Norðurþing Rekstur hins opinbera Byggðamál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira