Alls ekkert túristagos Bjarki Sigurðsson skrifar 19. desember 2023 09:26 Eldgosið hófst á ellefta tímanum í gærkvöldi. Eldgosið norður af Grindavík er alls ekkert túristagos að sögn samskiptastjóra almannavarna. Eins og er stefnir hraunið ekki í átt að Grindavík en mögulega gæti það runnið yfir Grindavíkurveg. Eldgosið hófst á ellefta tímanum í gærkvöldi en dregið hefur úr virkninni síðan í nótt. Þrátt fyrir það er þetta eldgos mun öflugra en síðustu þrjú á Reykjanesskaga, að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannavarna. Hún sagði í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun að gosið hafi ekki komið almannavörnum á óvart. „Þetta er ekki eitthvað sem kom okkur í almannavörnum á óvart, það er ekki þannig, eins og stóð einhvers staðar, að það hafi hafist skyndilega. Þetta er eitthvað sem við höfum verið að búast frekar við en ekki. Ekki síst eftir síðustu daga. Skyndilega kemur það upp en það kemur engum á óvart,“ segir Hjördís. Klippa: Bítið - Alls ekkert túristagos Hún segir að blessunarlega sé sprungan ekki að teygja sig til suðurs í átt að Grindavík. Hins vegar þurfi viðbragðsaðilar að fylgjast vel með Grindavíkurvegi. „Hraunið er kannski að hóta því að fara í þá áttina. En það er fylgst áfram með þessu. Við erum öllu vön við Íslendingar, hvað þá Grindvíkingar,“ segir Hjördís. Hún segir gosið ekki neitt túristagos og biðlar til fólks að reyna ekki að komast að gosinu. „Það er ástæða fyrir því að við erum að biðja fólk um að fara ekki á staðinn. Þetta er stórt eldgos og það er gas sem er hættulegt. Þetta eru ekki bara við að vera úlfur úlfur heldur er þetta hættulegt,“ segir Hjördís. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bítið Grindavík Samgöngur Tengdar fréttir Háalvarlegt en léttir á sama tíma Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir það ákveðinn létti hvar gossprungan á Reykjanesskaga liggur, þrátt fyrir að það sé alvarlegt hve nálægt bænum hún er. Til skoðunar er að reisa leiðigarða á svæðinu svo hraun renni ekki til byggðar. 19. desember 2023 08:27 Gosvaktin: Fylgjast vel með hrauntungum sem gætu náð Grindavíkurvegi Eldgos hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni, klukkan 22:17 í gærkvöldi. Fréttastofa Vísis heldur áfram að vakta ástandið. 19. desember 2023 05:30 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Eldgosið hófst á ellefta tímanum í gærkvöldi en dregið hefur úr virkninni síðan í nótt. Þrátt fyrir það er þetta eldgos mun öflugra en síðustu þrjú á Reykjanesskaga, að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannavarna. Hún sagði í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun að gosið hafi ekki komið almannavörnum á óvart. „Þetta er ekki eitthvað sem kom okkur í almannavörnum á óvart, það er ekki þannig, eins og stóð einhvers staðar, að það hafi hafist skyndilega. Þetta er eitthvað sem við höfum verið að búast frekar við en ekki. Ekki síst eftir síðustu daga. Skyndilega kemur það upp en það kemur engum á óvart,“ segir Hjördís. Klippa: Bítið - Alls ekkert túristagos Hún segir að blessunarlega sé sprungan ekki að teygja sig til suðurs í átt að Grindavík. Hins vegar þurfi viðbragðsaðilar að fylgjast vel með Grindavíkurvegi. „Hraunið er kannski að hóta því að fara í þá áttina. En það er fylgst áfram með þessu. Við erum öllu vön við Íslendingar, hvað þá Grindvíkingar,“ segir Hjördís. Hún segir gosið ekki neitt túristagos og biðlar til fólks að reyna ekki að komast að gosinu. „Það er ástæða fyrir því að við erum að biðja fólk um að fara ekki á staðinn. Þetta er stórt eldgos og það er gas sem er hættulegt. Þetta eru ekki bara við að vera úlfur úlfur heldur er þetta hættulegt,“ segir Hjördís.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bítið Grindavík Samgöngur Tengdar fréttir Háalvarlegt en léttir á sama tíma Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir það ákveðinn létti hvar gossprungan á Reykjanesskaga liggur, þrátt fyrir að það sé alvarlegt hve nálægt bænum hún er. Til skoðunar er að reisa leiðigarða á svæðinu svo hraun renni ekki til byggðar. 19. desember 2023 08:27 Gosvaktin: Fylgjast vel með hrauntungum sem gætu náð Grindavíkurvegi Eldgos hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni, klukkan 22:17 í gærkvöldi. Fréttastofa Vísis heldur áfram að vakta ástandið. 19. desember 2023 05:30 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Háalvarlegt en léttir á sama tíma Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir það ákveðinn létti hvar gossprungan á Reykjanesskaga liggur, þrátt fyrir að það sé alvarlegt hve nálægt bænum hún er. Til skoðunar er að reisa leiðigarða á svæðinu svo hraun renni ekki til byggðar. 19. desember 2023 08:27
Gosvaktin: Fylgjast vel með hrauntungum sem gætu náð Grindavíkurvegi Eldgos hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni, klukkan 22:17 í gærkvöldi. Fréttastofa Vísis heldur áfram að vakta ástandið. 19. desember 2023 05:30