Innlent

Vind­átt heppi­leg en gasi gæti slegið niður í Þor­láks­höfn

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Gasmengunar gæti gætt í Þorlákshöfn á morgun.
Gasmengunar gæti gætt í Þorlákshöfn á morgun. Vísir/Vilhelm

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir vindátt nokkuð stöðuga með tilliti til gasmengunar. Þorlákshöfn er næsta þéttbýli. Á morgun er spáð mjög hagstæðri norðvestanátt.

Í færslu á Facebook segir Einar að heppilegt sé að ekki hafi blásið af suðaustanátt í upphafi eldgoss. 

„Þá hefði mökkinn lagt beinustu leið yfir Reykjanesbæ og Garðskaga. Og Keflavikurflugvöllur jafnframt að öllum líkindum lokast!“

Eins og er standi vindur í 500 - 1.500 metra hæð af vestri og vindáttin verði nokkuð stöðug til morguns.

„Ef hraunflóðið er 100 til 200 rúmmetrar á sek. eins og Kristín Jónsdóttir á Veðurstofnni slær á, má gera ráð fyrir að verulegt magn brennisteinstvíoxíðs losni úr kvikunni. Lyftist í hitauppstreyminu og leggur undan vindi.“

Einar segir vestur vindátt fremur heppilega en þó gæti slegið niður gasi í Þorlákshöfn og neðantil í Ölfusinu. 

„Eins á Eyrarbakka og Stokkseyri og e.t.v. víðar í lágsveitum Suðurlands. Kortið sýnir vind í um 1.300 m hæð í spá kl. 3 í nótt Á morgun er spáð mjög hagstæðri NV-átt, strekkingsvindi og þá leggst gosmökkurinn undan vindi yfir Krísuvíkurbjarg og þaðan á haf út.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×