Flugumferðarstjórar fresta verkfallsaðgerðum Atli Ísleifsson skrifar 18. desember 2023 23:22 Arnar Hjálmsson er formaður Félags flugumferðarstjóra, segir ákvörðun um frestun verkfallsaðgerða hafa verið tekna um leið og fréttist af gosinu. Vísir Félag flugumferðarstjóra hefur ákveðið að hætta við verkfallsaðgerðir næstkomandi miðvikudag í ljósi tíðinda af eldgosinu. Arnar Hjálmarsson, formaður félagsins, staðfestir þetta við fréttastofu. „Við aflýstum aðgerðum um leið og við fréttum af þessu gosi. Á meðan óvissuástand ríkir þá munum við ekki boða til frekari aðgerða,“ segir Arnar. Fyrstu aðgerðir flugumferðarstjóra voru á mánudaginn, miðvikudag í síðustu viku og aftur í morgun. Til stóð að flugmumferðarstjórar myndi svo aftur leggja niður störf á miðvikudagsmorgun. Lítið hefur þokað í samkomulagsátt og miðaði í viðræðum lítið í dag. Ekkert var fundað formlega í deilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Isavia, í dag, þó að sáttasemjari segir að einhverjar þreifingar hafi verið. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði í samtali við fréttastofu í dag deiluaðilar yrðu að sýna ábyrgð og leysa deiluna við samningaborðið en útilokaði þó ekki að stjórnvöld myndu grípa inn í með lagasetningu.
Arnar Hjálmarsson, formaður félagsins, staðfestir þetta við fréttastofu. „Við aflýstum aðgerðum um leið og við fréttum af þessu gosi. Á meðan óvissuástand ríkir þá munum við ekki boða til frekari aðgerða,“ segir Arnar. Fyrstu aðgerðir flugumferðarstjóra voru á mánudaginn, miðvikudag í síðustu viku og aftur í morgun. Til stóð að flugmumferðarstjórar myndi svo aftur leggja niður störf á miðvikudagsmorgun. Lítið hefur þokað í samkomulagsátt og miðaði í viðræðum lítið í dag. Ekkert var fundað formlega í deilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Isavia, í dag, þó að sáttasemjari segir að einhverjar þreifingar hafi verið. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði í samtali við fréttastofu í dag deiluaðilar yrðu að sýna ábyrgð og leysa deiluna við samningaborðið en útilokaði þó ekki að stjórnvöld myndu grípa inn í með lagasetningu.
Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Icelandair Play Eldgos á Reykjanesskaga Verkföll flugumferðarstjóra Tengdar fréttir Vefmyndavélar: Eldgosið frá mörgum sjónarhornum Eldgos hófst á Reykjanesskaga í kvöld. Gosið er staðsett nærri Hagafelli og sést vel úr byggð. 18. desember 2023 23:19 Vaktin: Eldgos hafið á Reykjanesskaga Gos hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni, klukkan 22:17 í kvöld. 18. desember 2023 22:25 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Fleiri fréttir Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Sjá meira
Vefmyndavélar: Eldgosið frá mörgum sjónarhornum Eldgos hófst á Reykjanesskaga í kvöld. Gosið er staðsett nærri Hagafelli og sést vel úr byggð. 18. desember 2023 23:19
Vaktin: Eldgos hafið á Reykjanesskaga Gos hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni, klukkan 22:17 í kvöld. 18. desember 2023 22:25