Mikill hiti var í kolum bæði stuðningsmanna og leikmanna á meðan leik stóð. Tveir leikmenn voru sendir af velli, tíu fengu gult og báðir þjálfararnirsömuleiðis.
Ollie Watkins skoraði sigurmarkið fyrir Aston Villa á lokamínútunum og í fagnaðarlátunum virtist hann eiga eitthvað ótalað við einn stuðningsmann Brentford.
Watkins sagði stuðningsmanninn hafa beitt sig andlega ofbeldi allan leikinn með hrópum og köllum inn á völlinn.
The moment Ollie Watkins and a Brentford fan had a heated argument 😳 pic.twitter.com/2DcMUde991
— HSC (@TheGoatHSC) December 17, 2023
„Ég varð ekki fyrir kynþáttaníði, en hann var að segja allskyns hluti. Ef það gerist einu sinni, allt í lagi, en tvisvar, þrisvar, fjórum sinnum – hann hélt bara áfram að áreita mig og ég hugsaði með mér að ég myndi hefna mín á honum“ sagði Ollie Watkins um atvikið eftir leik.
Aston Villa gaf svo frá sér yfirlýsingu til stuðnings Ollie Watkins og sögðu „ekkert umburðarlyndi fyrir hrakyrðum í fótbolta“.
Lögreglan hefur nú sett sig í málið og sagðist leita upplýsinga hjá bæði Aston Villa og Brentford til þess að rannsaka hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað.