Ætlar ekkert að tjá sig um Arnarlax-samninginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. desember 2023 12:25 Björn Hembre, forstjóri Arnarlax, ásamt Guðmundi þegar samningurinn var handsalaður. Formaður Handknattleikssambands Íslands neitaði að svara spurningum fréttamanns um styrktaraðila sambandsins á blaðamannafundi í morgun. Hann sagðist ekki ætla að tjá sig um málið. Arnarlax var á dögunum kynntur sem nýr bakhjarl HSÍ og verður fyrirtækið með vörumerki sitt á baki allra keppnistreyja landsliða Íslands í handbolta samkvæmt upplýsingum á heimasíðu sambandsins. Kvennalandsliðið hefur nýlokið keppni á HM og í janúar keppir karlalandsliðið á Evrópumótinu. Snorri Steinn Guðjónsson kynnti landsliðshópinn á blaðamannafundi í húsakynnum Arion banka í morgun. Við hlið Snorra sat Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ. Að loknum blaðamannafundi óskaði fréttamaður Stöðvar 2 eftir viðtali við Guðmund sem hafnaði viðtalinu. Hann sagðist vita hvert efni spurninganna væri og að hann ætlaði ekki að ræða þau mál. „Það er mikið fagnaðarefni fyrir HSÍ þegar við skrifum undir samstarfssamninga við nýja bakhjarla. Flestir bakhjarlar HSÍ í dag hafa verið í bakvarðasveit okkar í yfir áratugi, það er von okkar hjá HSÍ að samstarfið við Arnarlax verði farsælt og ánægjulegt,“ sagði Guðmundur þegar tilkynnt var um samstarfið þann 22. nóvember. Arnarlax er eitt stöndugasta fyrirtæki landsins þegar kemur að laxeldi í sjó. Fyrirtækið hefur staðið í ströngu undanfarnar vikur vegna strokulaxa og lúsapestar í sjókvíum fyrirtækisins. Í nýlegri könnun Maskínu kom fram að 69 prósent landsmanna eru andvíg sjókvíaeldi og hefur andstæðingum þess farið fjölgandi undanfarin tvö ár. Fjölmargir hafa látið í sér heyra vegna nýja styrktaraðilans. Þeirra á meðal Bubbi Morthens, sem hefur farið mikinn sem andstæðingur sjókvíaeldis en Bubbi er mikill laxveiðimaður, og Guðmundur Þórður Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands og silfurverðlaunahafi frá í Peking 2008. „Þessi samningur milli HSÍ og Arnarlax er regin hneyksli og sýnir stórkostlegan dómgreindarskort af hálfu formanns HSÍ, Guðmundar B. Ólafssonar,“ sagði Guðmundur Þórður á Facebook-síðu sinni. „Að þiggja peninga frá þessu fyrirtæki sem vill nýta sér íslenska landslið til að lappa upp á dapurlega ímynd sína er óskiljanlegt. Eitt get ég sagt að ég hefði aldrei samþykkt sem þjálfari landsliðsins á sínum tíma að bera slíka auglýsingu.“ Ekki reyndist samstaða hjá HSÍ vegna málsins. Davíð Lúther Sigurðsson hætti í stjórn sambandsins og sendi formanninum tölvupóst. Þar kom fram að hann hefði misst af stjórnarfundi 6. nóvember þar sem greint var frá nýjum styrktaraðila sambandsins. „Ég á erfitt með að trúa því að það hafi ekki verið rökræður á þessum fundi vegna þessa máls og bjóst ég því við að þegar eldfim mál koma upp að hringt er í stjórnarmann sem er formaður markaðs og kynningarmála ef hann kemst ekki á fund til að bera undir eða jafnvel að segja að minnsta kosti frá því að þetta hafi verið samþykkt þar sem þetta klárlega fellur undir markaðs og kynningarmál,“ sagði Davíð Lúther ósáttur. Þá vakti einnig athygli að HSÍ gerði nýlega styrktarsamning við greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd sem komst nýlega í fréttirnar þegar Arik Thtilman, ísraelskur eigandi þess og forstjóri, lét þau ummæli falla að eyða ætti öllum Hamasliðum. Fréttastofa hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná í Guðmund formann undanfarnar vikur. Loks náðist á hann á blaðamannafundinum í morgun en þá hafnaði hann sem fyrr segir viðtali. Sjókvíaeldi HSÍ Auglýsinga- og markaðsmál Handbolti Fiskeldi Tengdar fréttir Banna Arnarlaxi að notast við „sjálfbærni“ í markaðssetningu Neytendastofa hefur bannað Arnarlaxi að notast fullyrðingar um sjálfbærni í markaðssetningu og vörumerkjum félagsins. Fullyrðingarnar séu taldar villandi fyrir neytendur. 15. desember 2023 12:11 Samfélagsleg ábyrgð Arnarlax; skaðar handbolta jafnt og náttúruna Nýlega tilkynnti Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) með stolti Arnarlax sem nýjan styrktaraðila. Alla jafna fá slíkar fréttir ekki mikla athygli og sjaldnast mikla neikvæða athygli eins og nú. Ljóst er að almenningur er mjög ósáttur með þessu ákvörðun HSÍ, en hvers vegna skyldi það vera? Jú, Arnarlax er fyrirtæki sem stundar laxeldi í opnum sjókvíum og hefur sá iðnaður verið mikið í fréttum og umræðunni undanfarna mánuði. 25. nóvember 2023 10:01 Ekki næst í forystu HSÍ vegna samningsins við Arnarlax Forystumenn HSÍ svara engum símum en samkvæmt heimildum Vísis munu þeir nú vera önnum kafnir við það, í sínum herbúðum, að hnoða saman yfirlýsingu vegna styrkarsamnings við Arnarlax. 24. nóvember 2023 15:04 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum Sjá meira
Arnarlax var á dögunum kynntur sem nýr bakhjarl HSÍ og verður fyrirtækið með vörumerki sitt á baki allra keppnistreyja landsliða Íslands í handbolta samkvæmt upplýsingum á heimasíðu sambandsins. Kvennalandsliðið hefur nýlokið keppni á HM og í janúar keppir karlalandsliðið á Evrópumótinu. Snorri Steinn Guðjónsson kynnti landsliðshópinn á blaðamannafundi í húsakynnum Arion banka í morgun. Við hlið Snorra sat Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ. Að loknum blaðamannafundi óskaði fréttamaður Stöðvar 2 eftir viðtali við Guðmund sem hafnaði viðtalinu. Hann sagðist vita hvert efni spurninganna væri og að hann ætlaði ekki að ræða þau mál. „Það er mikið fagnaðarefni fyrir HSÍ þegar við skrifum undir samstarfssamninga við nýja bakhjarla. Flestir bakhjarlar HSÍ í dag hafa verið í bakvarðasveit okkar í yfir áratugi, það er von okkar hjá HSÍ að samstarfið við Arnarlax verði farsælt og ánægjulegt,“ sagði Guðmundur þegar tilkynnt var um samstarfið þann 22. nóvember. Arnarlax er eitt stöndugasta fyrirtæki landsins þegar kemur að laxeldi í sjó. Fyrirtækið hefur staðið í ströngu undanfarnar vikur vegna strokulaxa og lúsapestar í sjókvíum fyrirtækisins. Í nýlegri könnun Maskínu kom fram að 69 prósent landsmanna eru andvíg sjókvíaeldi og hefur andstæðingum þess farið fjölgandi undanfarin tvö ár. Fjölmargir hafa látið í sér heyra vegna nýja styrktaraðilans. Þeirra á meðal Bubbi Morthens, sem hefur farið mikinn sem andstæðingur sjókvíaeldis en Bubbi er mikill laxveiðimaður, og Guðmundur Þórður Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands og silfurverðlaunahafi frá í Peking 2008. „Þessi samningur milli HSÍ og Arnarlax er regin hneyksli og sýnir stórkostlegan dómgreindarskort af hálfu formanns HSÍ, Guðmundar B. Ólafssonar,“ sagði Guðmundur Þórður á Facebook-síðu sinni. „Að þiggja peninga frá þessu fyrirtæki sem vill nýta sér íslenska landslið til að lappa upp á dapurlega ímynd sína er óskiljanlegt. Eitt get ég sagt að ég hefði aldrei samþykkt sem þjálfari landsliðsins á sínum tíma að bera slíka auglýsingu.“ Ekki reyndist samstaða hjá HSÍ vegna málsins. Davíð Lúther Sigurðsson hætti í stjórn sambandsins og sendi formanninum tölvupóst. Þar kom fram að hann hefði misst af stjórnarfundi 6. nóvember þar sem greint var frá nýjum styrktaraðila sambandsins. „Ég á erfitt með að trúa því að það hafi ekki verið rökræður á þessum fundi vegna þessa máls og bjóst ég því við að þegar eldfim mál koma upp að hringt er í stjórnarmann sem er formaður markaðs og kynningarmála ef hann kemst ekki á fund til að bera undir eða jafnvel að segja að minnsta kosti frá því að þetta hafi verið samþykkt þar sem þetta klárlega fellur undir markaðs og kynningarmál,“ sagði Davíð Lúther ósáttur. Þá vakti einnig athygli að HSÍ gerði nýlega styrktarsamning við greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd sem komst nýlega í fréttirnar þegar Arik Thtilman, ísraelskur eigandi þess og forstjóri, lét þau ummæli falla að eyða ætti öllum Hamasliðum. Fréttastofa hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná í Guðmund formann undanfarnar vikur. Loks náðist á hann á blaðamannafundinum í morgun en þá hafnaði hann sem fyrr segir viðtali.
Sjókvíaeldi HSÍ Auglýsinga- og markaðsmál Handbolti Fiskeldi Tengdar fréttir Banna Arnarlaxi að notast við „sjálfbærni“ í markaðssetningu Neytendastofa hefur bannað Arnarlaxi að notast fullyrðingar um sjálfbærni í markaðssetningu og vörumerkjum félagsins. Fullyrðingarnar séu taldar villandi fyrir neytendur. 15. desember 2023 12:11 Samfélagsleg ábyrgð Arnarlax; skaðar handbolta jafnt og náttúruna Nýlega tilkynnti Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) með stolti Arnarlax sem nýjan styrktaraðila. Alla jafna fá slíkar fréttir ekki mikla athygli og sjaldnast mikla neikvæða athygli eins og nú. Ljóst er að almenningur er mjög ósáttur með þessu ákvörðun HSÍ, en hvers vegna skyldi það vera? Jú, Arnarlax er fyrirtæki sem stundar laxeldi í opnum sjókvíum og hefur sá iðnaður verið mikið í fréttum og umræðunni undanfarna mánuði. 25. nóvember 2023 10:01 Ekki næst í forystu HSÍ vegna samningsins við Arnarlax Forystumenn HSÍ svara engum símum en samkvæmt heimildum Vísis munu þeir nú vera önnum kafnir við það, í sínum herbúðum, að hnoða saman yfirlýsingu vegna styrkarsamnings við Arnarlax. 24. nóvember 2023 15:04 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum Sjá meira
Banna Arnarlaxi að notast við „sjálfbærni“ í markaðssetningu Neytendastofa hefur bannað Arnarlaxi að notast fullyrðingar um sjálfbærni í markaðssetningu og vörumerkjum félagsins. Fullyrðingarnar séu taldar villandi fyrir neytendur. 15. desember 2023 12:11
Samfélagsleg ábyrgð Arnarlax; skaðar handbolta jafnt og náttúruna Nýlega tilkynnti Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) með stolti Arnarlax sem nýjan styrktaraðila. Alla jafna fá slíkar fréttir ekki mikla athygli og sjaldnast mikla neikvæða athygli eins og nú. Ljóst er að almenningur er mjög ósáttur með þessu ákvörðun HSÍ, en hvers vegna skyldi það vera? Jú, Arnarlax er fyrirtæki sem stundar laxeldi í opnum sjókvíum og hefur sá iðnaður verið mikið í fréttum og umræðunni undanfarna mánuði. 25. nóvember 2023 10:01
Ekki næst í forystu HSÍ vegna samningsins við Arnarlax Forystumenn HSÍ svara engum símum en samkvæmt heimildum Vísis munu þeir nú vera önnum kafnir við það, í sínum herbúðum, að hnoða saman yfirlýsingu vegna styrkarsamnings við Arnarlax. 24. nóvember 2023 15:04