Nýliði í hópi Snorra Steins: Valdi Andra, Einar Þorstein og Þorstein Leó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2023 11:15 Andri Már Rúnarsson er óvænt í æfingahópi Íslands fyrir EM. Vísir/Diego Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, tilkynnti í dag tuttugu manna æfingahóp sinn fyrir Evrópumótið í Þýskalandi sem fram fer í næsta mánuði. Snorri ætlar að fara með átján leikmenn út á Evrópumeistaramótið og þetta er því æfingahópur. Tveir leikmenn detta því út áður en Snorri velur lokahóp sinn fyrir mótið í janúar. Snorri valdi óvænt nýliða í hópinn því Andri Már Rúnarsson hjá þýska liðinu Leipzig er valinn í hópinn þrátt fyrir að hafa enn ekki spilað landsleik. Gísli Þorgeir Kristjánsson er klár í slaginn og er í hópnum sem eru frábærar fréttir. Snorri talaði um það á fundinum að Elvar Örn Jónsson sé tæpur, að Magnús Óli Magnússon sé meiddur og Elvar Ásgeirsson gefi ekki kost á sér þar sem að kona hans á von á barni á sama tíma. Hann hafi hrifist af Andra í leikjum hans með unglingalandsliðinu og ákvað að gefa honum tækifæri þrátt fyrir enga reynslu. Erfiðasta ákvörðun Snorra var að fara bara út með tvo markmenn en Ágúst Elí Björgvinsson er ekki í hópnum. Ísland er í erfiðum riðli með Ungverjalandi, Serbíu og Svartfjallalandi en fyrsti leikurinn er á móti Serbum. Aðeins tvö lið komast áfram í milliriðilinn. Landsliðið kemur saman til æfinga á Íslandi 27. desember og liðið heldur svo til Austurríkis 5. janúar. Liðið leikur þar tvo vináttulandsleiki í gegn Austurríki 6. og 8. janúar í Vínarborg og Linz áður en haldið verður til München í Þýskalandi. Snorri hafði áður valið 35 manna úrtakshóp og það var því vitað að aðeins leikmennirnir á þeim lista kæmu til greina. Snorri getur valið sextán leikmenn til að hafa skýrslu á hverjum leik. Hann má síðan gera tvær breytingar á hópnum fyrir milliriðlana og svo aftur tvær breytingar fyrir leikina um sæti. EM-hópur Íslands Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Valur (258/21) Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (49/1) Vinstra horn: Bjarki Már Elísson, Veszprém (105/365) Stiven Tobar Valencia, Benfica (6/6) Vinstri skytta: Aron Pálmarsson, FH (168/644) Andri Már Rúnarsson, Leipzig (0/0) Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (66/157) Þorsteinn Leó Gunnarsson, Afturelding (3/1) Leikstjórnendur: Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (51/113) Haukur Þrastarson, Vive Kielce (23/28) Janus Daði Smárason, SC Magdeburg (72/114) Hægri skytta: Kristján Örn Kristjánsson, Pays d´Aix (29/60) Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (74/254) Viggó Kristjánsson, Leipzig (44/114) Hægra horn: Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (30/89) Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (63/172) Línumenn og vörn: Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (2/0) Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (85/94) Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (37/68) Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (78/35) EM 2024 í handbolta Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira
Snorri ætlar að fara með átján leikmenn út á Evrópumeistaramótið og þetta er því æfingahópur. Tveir leikmenn detta því út áður en Snorri velur lokahóp sinn fyrir mótið í janúar. Snorri valdi óvænt nýliða í hópinn því Andri Már Rúnarsson hjá þýska liðinu Leipzig er valinn í hópinn þrátt fyrir að hafa enn ekki spilað landsleik. Gísli Þorgeir Kristjánsson er klár í slaginn og er í hópnum sem eru frábærar fréttir. Snorri talaði um það á fundinum að Elvar Örn Jónsson sé tæpur, að Magnús Óli Magnússon sé meiddur og Elvar Ásgeirsson gefi ekki kost á sér þar sem að kona hans á von á barni á sama tíma. Hann hafi hrifist af Andra í leikjum hans með unglingalandsliðinu og ákvað að gefa honum tækifæri þrátt fyrir enga reynslu. Erfiðasta ákvörðun Snorra var að fara bara út með tvo markmenn en Ágúst Elí Björgvinsson er ekki í hópnum. Ísland er í erfiðum riðli með Ungverjalandi, Serbíu og Svartfjallalandi en fyrsti leikurinn er á móti Serbum. Aðeins tvö lið komast áfram í milliriðilinn. Landsliðið kemur saman til æfinga á Íslandi 27. desember og liðið heldur svo til Austurríkis 5. janúar. Liðið leikur þar tvo vináttulandsleiki í gegn Austurríki 6. og 8. janúar í Vínarborg og Linz áður en haldið verður til München í Þýskalandi. Snorri hafði áður valið 35 manna úrtakshóp og það var því vitað að aðeins leikmennirnir á þeim lista kæmu til greina. Snorri getur valið sextán leikmenn til að hafa skýrslu á hverjum leik. Hann má síðan gera tvær breytingar á hópnum fyrir milliriðlana og svo aftur tvær breytingar fyrir leikina um sæti. EM-hópur Íslands Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Valur (258/21) Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (49/1) Vinstra horn: Bjarki Már Elísson, Veszprém (105/365) Stiven Tobar Valencia, Benfica (6/6) Vinstri skytta: Aron Pálmarsson, FH (168/644) Andri Már Rúnarsson, Leipzig (0/0) Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (66/157) Þorsteinn Leó Gunnarsson, Afturelding (3/1) Leikstjórnendur: Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (51/113) Haukur Þrastarson, Vive Kielce (23/28) Janus Daði Smárason, SC Magdeburg (72/114) Hægri skytta: Kristján Örn Kristjánsson, Pays d´Aix (29/60) Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (74/254) Viggó Kristjánsson, Leipzig (44/114) Hægra horn: Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (30/89) Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (63/172) Línumenn og vörn: Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (2/0) Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (85/94) Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (37/68) Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (78/35)
EM-hópur Íslands Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Valur (258/21) Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (49/1) Vinstra horn: Bjarki Már Elísson, Veszprém (105/365) Stiven Tobar Valencia, Benfica (6/6) Vinstri skytta: Aron Pálmarsson, FH (168/644) Andri Már Rúnarsson, Leipzig (0/0) Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (66/157) Þorsteinn Leó Gunnarsson, Afturelding (3/1) Leikstjórnendur: Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (51/113) Haukur Þrastarson, Vive Kielce (23/28) Janus Daði Smárason, SC Magdeburg (72/114) Hægri skytta: Kristján Örn Kristjánsson, Pays d´Aix (29/60) Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (74/254) Viggó Kristjánsson, Leipzig (44/114) Hægra horn: Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (30/89) Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (63/172) Línumenn og vörn: Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (2/0) Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (85/94) Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (37/68) Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (78/35)
EM 2024 í handbolta Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira