Innlent

Hringt á lög­reglu vegna starfs­manna veitinga­staðar

Árni Sæberg skrifar
Tilkynning barst um innbrot á ótilgreindum veitingastað í miðborginni.
Tilkynning barst um innbrot á ótilgreindum veitingastað í miðborginni. Vísir/Vilhelm

Í gærkvöldi barst Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um yfirstandandi innbrot á veitingastaði í miðborginni. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að um misskilning var að ræða, þar voru starfsmenn veitingastaðarins að þrífa staðinn.

Þetta segir í dagbókarfærslu lögreglu fyrir gærkvöldið og nóttina. Þar segir einnig frá tilkynningu um líkamsárás í miðborginni og slys þar sem kona hafði fallið niður nokkrar tröppur.

Vildi ekkert kannast við ógnandi hegðun

Þá segir frá tilkynningu um ógnandi mann á hóteli í Kópavogi. Lögregla hafi farið á vettvang og rætt við manninn, sem hafi ekkert viljað kannast við meinta ógnandi hegðun. Hann hafi þó lofað lögregluþjónum að vera rólegur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×