Fótbolti

Gylfi og fjórir ný­liðar í hópnum sem mætir Gvate­mala og Hondúras

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson sló markamet íslenska landsliðsins í haust.
Gylfi Þór Sigurðsson sló markamet íslenska landsliðsins í haust. vísir/hulda margrét

Åge Hareide hefur tilkynnt leikmannahóp íslenska karlalandsliðsins í fótbolta fyrir fyrstu leiki þess á árinu 2024. Markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins, Gylfi Þór Sigurðsson, er í hópnum sem og fjórir nýliðar.

Ísland mætir Gvatemala og Hondúras í Flórída 13. og 17. janúar næstkomandi. Eins og venjulega í janúar er landsliðshópurinn skipaður leikmönnum sem spila á Norðurlöndunum.

Gylfi, Arnór Ingvi Traustason og Sverrir Ingi Ingason eru langreyndastir í landsliðshópnum sem Hareide valdi.

Fjórir nýliðar eru í hópnum: markvörðurinn Lukas Blöndal Petersson, Hlynur Freyr Karlsson, Anton Logi Lúðvíksson og Eggert Aron Guðmundsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×