Koffínlímonaði dregur annan til dauða í Bandaríkjunum Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. desember 2023 00:17 Dennis Brown drakk vanalega ekki orkudrykki vegna hás blóðþrýstings og hefur sennilega ekki gert sér grein fyrir koffínmagninu í límonaðinu frá Panera. AP Límonaði bakarískeðjunnar Panera Bread er kennt um andlát manns í málsókn sem var höfðuð gegn keðjunni á mánudag. Maðurinn er annar til að deyja eftir að hafa drukkið límonaðið sem inniheldur um 390 millígrömm af koffíni. Í málsókninni segir að hinn 46 ára Dennis Brown, sem er frá Fleming Island í Flórída, hafi drukkið þrjú límonaði frá keðjunni þann 9. október síðastliðinn áður en hann fékk hjartaáfall á leið sinni heim frá bakaríinu. Dennis Brown var vanur að stoppa á Panera Bread eftir vinnu. Koffínmagn í límonaðinu sem kallast „Hlaðið límonaði“ (e. „Charged Lemonade“) er 390 millígrömm sem er álíka mikið koffín og í fjórum kaffibollum. Brown var með óskilgreindan litningagalla og var greindur með þroskahömlun að því er segir í málsóknin. Hann bjó einn og stoppaði gjarnan á Panera í nágrenninu eftir vinnu sína í stórmarkaði. Hann var með háan blóðþrýsting og drakk því vanalega ekki orkudrykki samkvæmt málsókninni. Ekki sá fyrsti til að deyja eftir neyslu límonaðisins Fjölskylda Brown höfðaði málsóknina tæplega tveimur mánuðum eftir að búið var að höfða málsókn gegn keðjunni í tengslum við andlát Söruh Katz, 21 árs gamals háskólanema við Univeristy of Pennsylvania. Sarah Katz var nemandi við Ivy League-skólann Penn þegar hún lést. Katz lést í september 2022 eftir að hafa drukkið límonaði frá Panera. Í þeirri málsókn var því haldið fram að Panera hefði ekki varað viðskiptavini sína nægilega við innihaldi drykksins. Panera hafa auglýst „Hlaðna límonaðið“ sem „hreinan drykk“ sem er að stofni til úr plöntum og inniheldur jafnmikið koffín og er í „dark roast“ kaffi keðjunnar. Hins vegar inniheldur límonaðið meira koffín en allir kaffidrykkir Panera, meira koffín en er til dæmis í þremur Nocco-dósum (einn Nocco innheldur 105 millígrömm af koffíni) og um þrjátíu teskeiðar af sykri. Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) segir að heilbrigðir fullorðnir einstaklingar geti drukkið 400 millígrömm af koffíni á dag án þess að verða meint af. Það er ekki ljóst hvort Brown hafi vitað hve mikið af koffíni var í límonaðinu sem var til sölu í sjálfsafgreiðslusölum Panera ásamt „öllum koffínlausum drykkjum verslunarinnar og drykkjum með minna koffínmagn,“ segir í málsókninni. Svona lítur „Hlaðna límonaðið“ út í auglýsingum Panera.Panera Bread Segja málsóknirnar tilhæfulausar Panera hefur vottað fjölskyldu Brown samúð sína en heldur þó því samt fram að vörur fyrirtækisins séu öruggar. „Samkvæmt rannsókn okkar trúum við því að andlát hans hafi ekki verið af völdum vöru fyrirtækisins,“ sagði í yfirlýsingu Panera um andlát Brown. „Við lítum þessa málsókn sömu augum og þá fyrri, sem var höfðuð af sömu lögmannsstofu og þær séu báðar tilhæfulausar. Panera stendur staðfastlega við öryggi vara okkar.“ Eftir fyrri málsóknina setti Panera frekari upplýsingar um „Hlaðna límonaðið“ á bæði vefsíðu sína og staði þar sem varað er við að drekka límonaðið í hófi og það sé ekki mælt með því fyrir börn, óléttar konur og þá sem eru viðkvæmir fyrir koffíni. Matur Bandaríkin Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Í málsókninni segir að hinn 46 ára Dennis Brown, sem er frá Fleming Island í Flórída, hafi drukkið þrjú límonaði frá keðjunni þann 9. október síðastliðinn áður en hann fékk hjartaáfall á leið sinni heim frá bakaríinu. Dennis Brown var vanur að stoppa á Panera Bread eftir vinnu. Koffínmagn í límonaðinu sem kallast „Hlaðið límonaði“ (e. „Charged Lemonade“) er 390 millígrömm sem er álíka mikið koffín og í fjórum kaffibollum. Brown var með óskilgreindan litningagalla og var greindur með þroskahömlun að því er segir í málsóknin. Hann bjó einn og stoppaði gjarnan á Panera í nágrenninu eftir vinnu sína í stórmarkaði. Hann var með háan blóðþrýsting og drakk því vanalega ekki orkudrykki samkvæmt málsókninni. Ekki sá fyrsti til að deyja eftir neyslu límonaðisins Fjölskylda Brown höfðaði málsóknina tæplega tveimur mánuðum eftir að búið var að höfða málsókn gegn keðjunni í tengslum við andlát Söruh Katz, 21 árs gamals háskólanema við Univeristy of Pennsylvania. Sarah Katz var nemandi við Ivy League-skólann Penn þegar hún lést. Katz lést í september 2022 eftir að hafa drukkið límonaði frá Panera. Í þeirri málsókn var því haldið fram að Panera hefði ekki varað viðskiptavini sína nægilega við innihaldi drykksins. Panera hafa auglýst „Hlaðna límonaðið“ sem „hreinan drykk“ sem er að stofni til úr plöntum og inniheldur jafnmikið koffín og er í „dark roast“ kaffi keðjunnar. Hins vegar inniheldur límonaðið meira koffín en allir kaffidrykkir Panera, meira koffín en er til dæmis í þremur Nocco-dósum (einn Nocco innheldur 105 millígrömm af koffíni) og um þrjátíu teskeiðar af sykri. Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) segir að heilbrigðir fullorðnir einstaklingar geti drukkið 400 millígrömm af koffíni á dag án þess að verða meint af. Það er ekki ljóst hvort Brown hafi vitað hve mikið af koffíni var í límonaðinu sem var til sölu í sjálfsafgreiðslusölum Panera ásamt „öllum koffínlausum drykkjum verslunarinnar og drykkjum með minna koffínmagn,“ segir í málsókninni. Svona lítur „Hlaðna límonaðið“ út í auglýsingum Panera.Panera Bread Segja málsóknirnar tilhæfulausar Panera hefur vottað fjölskyldu Brown samúð sína en heldur þó því samt fram að vörur fyrirtækisins séu öruggar. „Samkvæmt rannsókn okkar trúum við því að andlát hans hafi ekki verið af völdum vöru fyrirtækisins,“ sagði í yfirlýsingu Panera um andlát Brown. „Við lítum þessa málsókn sömu augum og þá fyrri, sem var höfðuð af sömu lögmannsstofu og þær séu báðar tilhæfulausar. Panera stendur staðfastlega við öryggi vara okkar.“ Eftir fyrri málsóknina setti Panera frekari upplýsingar um „Hlaðna límonaðið“ á bæði vefsíðu sína og staði þar sem varað er við að drekka límonaðið í hófi og það sé ekki mælt með því fyrir börn, óléttar konur og þá sem eru viðkvæmir fyrir koffíni.
Matur Bandaríkin Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira