Innlent

Með kókaínið falið í fjórum niður­suðu­dósum

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn játaði brot sín skýlaust.
Maðurinn játaði brot sín skýlaust. Vísir/Vilhelm

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt rúmlega tvítugan erlendan karlmann í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla rúmum tveimur kílóum af kókaíni til landsins. Maðurinn kom til landsins með flugi frá Brussel í Belgíu og hafði falið efnin í fjórum niðursuðudósum í farangurstösku sinni.

Dómur í málinu féll fyrsta dag þessa mánaðar og var dómurinn birtur í dag.

Maðurinn, Maxence Paul Daniel Joannes, var ákærður fyrir stórfellt fíkniefnabrot en hann kom til landsins með flugi þann 30. september síðastliðinn. Styrkleiki efnanna var 77 til 84 prósent.

Joannes játaði brot sín skýlaust sem hann hefur ekki áður sætt refsingu hér á landi og þá liggur heldur ekki fyrir að hann hafi verið gerð refsing annars staðar heldur.

Við ákvörðun refsingar var litið til játningar um ungs aldurs ákærða, auk þess að hann hafi gert sér far um að aðstoðað lögreglu við rannsókn málsins. 

Á móti kæmi að um umtalsvert magn af sterkum fíkniefnum hafi verið að ræða með afar miklum hættueiginleika. Þótti hæfileg refsing vera þriggja ára fangelsi, en til frádráttar kæmi gæsluvarðhald sem hann hafði sætt frá komunni til landsins.

Manninum var jafnframt gert að greiða samtals rúmlega milljón króna í sakarkostnað og í þóknun til skipaðs verjanda.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×