Maður grunaður um manndráp ekki lengur í farbanni Jón Þór Stefánsson skrifar 7. desember 2023 19:34 Lögreglan myndi vilja að maðurinn yrði lengur í farbanni. Vísir Maður á þrítugsaldri, sem er grunaður um að hafa orðið konu að bana á Selfossi í apríl á þessu ári, sætir ekki lengur farbanni. Farbannið rann út fyrir helgi og Héraðsdómur Suðurlands framlengdi það ekki. Lögreglan á Suðurlandi hefur kært ákvörðunina til Landsréttar. Farbannið rann út fyrir helgi og Héraðsdómur Suðurlands framlengdi það ekki. Lögreglan á Suðurlandi hefur kært ákvörðunina til Landsréttar. RÚV greinir frá þessu og hefur eftir Sveini Kristjáni Rúnarssyni, yfirlögregluþjóni á Suðurlandi, að lögreglunni þyki enn þörf á farbanni svo maðurinn fari ekki úr landi. Jafnframt segir hann rannsókn málsins á lokametrunum. Tveir karlmenn voru handteknir í kjölfar andláts hinnar 28 ára gömlu Sofiu, sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi, í apríl. Annar mannanna var handtekinn á vettvangi en hinn skömmu síðar, en öðrum þeirra var sleppt úr haldi nokkrum dögum síðar en hinn úrskurðaður í gæsluvarðhald. Gæsluvarðhald mannsins var til umfjöllunar í fjölmiðlum vegna lengdar þess, en maðurinn sat í varðhaldi í átján vikur þrátt fyrir að lög um meðferð sakamála kveði á um að ekki megi halda manni í gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema mál hafi verið höfðað gegn honum eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess. Maðurinn er grunaður um að hafa orðið valdur að bana Sofiu en hann hefur neitað sök og sagt hana hafa látist úr ofneyslu fíkniefna. Þess má geta að ekkert hefur verið gefið upp um dánarorsök hennar. Ekki náðist í yfirlögregluþjón á Suðurlandi við vinnslu fréttarinnar, né í verjanda mannsins. Grunur um manndráp á Selfossi Lögreglumál Árborg Tengdar fréttir Verjandi vildi fjórtán milljónir en fær ekki neitt í bili Landsréttur hefur fellt úrskurð Héraðsdóms Suðurlands vegna kröfu lögmanns um greiðslu málsvarnarlauna vegna starfa hans í þágu manns, sem grunaður er um manndráp á Selfossi í vor, niður. Lögmaðurinn hafði krafist greiðslu tæplega fjórtán milljóna króna en héraðsdómur úrskurðaði honum rúmlega sex milljónir. Landsréttur gerði það á grundvelli þess að málinu er ekki lokið. 11. október 2023 10:57 Fjölskylda Sofiu þakklát fyrir heimboð að Bessastöðum Fjölskylda Sofiu Sarmite Kolesnikovu sem lést á Selfossi í apríl síðastliðnum þáði heimboð Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands að Bessastöðum á dögunum. Systir Sofiu er full af þakklæti fyrir heimboðið. 31. ágúst 2023 13:13 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira
Farbannið rann út fyrir helgi og Héraðsdómur Suðurlands framlengdi það ekki. Lögreglan á Suðurlandi hefur kært ákvörðunina til Landsréttar. RÚV greinir frá þessu og hefur eftir Sveini Kristjáni Rúnarssyni, yfirlögregluþjóni á Suðurlandi, að lögreglunni þyki enn þörf á farbanni svo maðurinn fari ekki úr landi. Jafnframt segir hann rannsókn málsins á lokametrunum. Tveir karlmenn voru handteknir í kjölfar andláts hinnar 28 ára gömlu Sofiu, sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi, í apríl. Annar mannanna var handtekinn á vettvangi en hinn skömmu síðar, en öðrum þeirra var sleppt úr haldi nokkrum dögum síðar en hinn úrskurðaður í gæsluvarðhald. Gæsluvarðhald mannsins var til umfjöllunar í fjölmiðlum vegna lengdar þess, en maðurinn sat í varðhaldi í átján vikur þrátt fyrir að lög um meðferð sakamála kveði á um að ekki megi halda manni í gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema mál hafi verið höfðað gegn honum eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess. Maðurinn er grunaður um að hafa orðið valdur að bana Sofiu en hann hefur neitað sök og sagt hana hafa látist úr ofneyslu fíkniefna. Þess má geta að ekkert hefur verið gefið upp um dánarorsök hennar. Ekki náðist í yfirlögregluþjón á Suðurlandi við vinnslu fréttarinnar, né í verjanda mannsins.
Grunur um manndráp á Selfossi Lögreglumál Árborg Tengdar fréttir Verjandi vildi fjórtán milljónir en fær ekki neitt í bili Landsréttur hefur fellt úrskurð Héraðsdóms Suðurlands vegna kröfu lögmanns um greiðslu málsvarnarlauna vegna starfa hans í þágu manns, sem grunaður er um manndráp á Selfossi í vor, niður. Lögmaðurinn hafði krafist greiðslu tæplega fjórtán milljóna króna en héraðsdómur úrskurðaði honum rúmlega sex milljónir. Landsréttur gerði það á grundvelli þess að málinu er ekki lokið. 11. október 2023 10:57 Fjölskylda Sofiu þakklát fyrir heimboð að Bessastöðum Fjölskylda Sofiu Sarmite Kolesnikovu sem lést á Selfossi í apríl síðastliðnum þáði heimboð Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands að Bessastöðum á dögunum. Systir Sofiu er full af þakklæti fyrir heimboðið. 31. ágúst 2023 13:13 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira
Verjandi vildi fjórtán milljónir en fær ekki neitt í bili Landsréttur hefur fellt úrskurð Héraðsdóms Suðurlands vegna kröfu lögmanns um greiðslu málsvarnarlauna vegna starfa hans í þágu manns, sem grunaður er um manndráp á Selfossi í vor, niður. Lögmaðurinn hafði krafist greiðslu tæplega fjórtán milljóna króna en héraðsdómur úrskurðaði honum rúmlega sex milljónir. Landsréttur gerði það á grundvelli þess að málinu er ekki lokið. 11. október 2023 10:57
Fjölskylda Sofiu þakklát fyrir heimboð að Bessastöðum Fjölskylda Sofiu Sarmite Kolesnikovu sem lést á Selfossi í apríl síðastliðnum þáði heimboð Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands að Bessastöðum á dögunum. Systir Sofiu er full af þakklæti fyrir heimboðið. 31. ágúst 2023 13:13