Rauk í burtu en skildi eftir veskið og typpateikningu í snjónum Árni Sæberg skrifar 7. desember 2023 17:02 Edda Björk Arnardóttir hefur verið afhent norskum stjórnvöldum. Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Edda Björk Arnardóttir, sem þá stóð til að afhenda norskum yfirvöldum, sætti gæsluvarðhaldi á grundvelli norrænnar handtökuskipunar. Í úrskurði Landsréttar er vakin athygli á því að Edda Björk hafi vanrækt tilkynningarskyldu þegar hún sætti farbanni. Þá beið typpamynd í snjó lögreglu við eina húsleit. Þetta segir í úrskurði Landsréttar, sem kveðinn var upp þann 1. desember síðastliðinn en birtur í dag. Edda Björk var flutt til Noregs snemma sama dag og úrskurðurinn var kveðinn upp. Verjandi hennar gagnrýndi það harðlega að Edda Björk skyldi flutt áður en mál hennar hafði verið tekið fyrir af æðri dómstóli. Edda Björk var úrskurðuð í þrjátíu daga gæsluvarðhald við komuna til Noregs og sætir því nú í Þelamerkurfangelsi. Í úrskurðinum segir að Edda Björk hafi krafist þess að gæsluvarðhaldsúrskurður yrði felldur úr gildi á grundvelli þess að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu væri ekki bær til þess að krefjast þess að hún sætti gæsluvarðhaldi. Ríkissaksóknari fól lögreglu að krefjast gæsluvarðhalds Í niðurstöðu Landsréttar segir að fyrir réttinum lægju erindi Ríkissaksóknara, sem fer með mál samkvæmt lögum um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refsiverðra verknaða á grundvelli handtökuskipunar, þar sem embættið fól Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu að gera kröfu um að Eddu Björk yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi eftir handtöku í því skyni að tryggja návist hennar þar til afhending á grundvelli norrænnar handtökuskipunar færi fram, samanber úrskurð Landsréttar þess efnis frá 24. nóvember. „Samkvæmt þessu verður að telja að sóknaraðili hafi til þess heimild að lögum að krefjast þess fyrir dómi að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi í því skyni sem fyrr er getið.“ Átti að tilkynna sig þrisvar í viku Þá segir í úrskurðinum að það athugist að í kjölfar þess að Eddu Björk var gert að sæta farbanni með úrskurði héraðsdóms í lok október hafi það verið fært í þingbók dómsins sú ákvörðun lögreglustjóra að Edda Björk skyldi tilkynna sig á tilgreindum dögum þrisvar sinnum í viku á lögreglustöð á höfuðborgarsvæðinu. „Fyrir liggur að það vanrækti varnaraðili ítrekað að gera, svo sem réttilega er vikið að í hinum kærða úrskurði.“ Í greinargerð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að ljóst séð að flótti og unankoma Eddu frá málinu, sem hætta var talin á frá upphafi, hafi raungerst. Hún hafi haldið til hjá vitorðsfólki í felum fyrir lögreglu. Lögreglustjóri hafi beitt öllum tiltækum ráðum til að kortleggja ferðir hennar til að hafa uppi á henni og handtaka í samræmi við fyrirliggjandi handtökuskipun. Þá segir að lögregla hafi neyðst til að framkvæma rannsóknaraðgerðir og afla dómsúrskurða til að hafa uppi á Eddu. Í einni af þremur húsleitum lögreglu þann 25. nóvember á líklegum dvalarstöðum Eddu hafi mátt sjá öryggismyndavélar, spor frá húsinu, ófrágenginn heitan pott með nuddstillingu enn í gangi, veski Eddu á borði og önnur ummerki um að þar hefði nýlega einhver haldið til og rokið burt. Þá voru þar einnig nýlega teiknaðar myndir af getnaðarlim í snjó sem lesin voru sem skilaboð til lögreglu. Ljóst er að hinni eftirlýstu hefur verið kunnugt um að hennar væri leitað og hún hefur engan samstarfsvilja sýnt. Lögregla þekkir jafnframt til þess að fjöldi fólks hefur staðið að baki hinni eftirlýstu og aðstoðað hana við að torvelda störf lögreglu í tengslum við málið Fjölskyldumál Noregur Dómsmál Mál Eddu Bjarkar Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Þetta segir í úrskurði Landsréttar, sem kveðinn var upp þann 1. desember síðastliðinn en birtur í dag. Edda Björk var flutt til Noregs snemma sama dag og úrskurðurinn var kveðinn upp. Verjandi hennar gagnrýndi það harðlega að Edda Björk skyldi flutt áður en mál hennar hafði verið tekið fyrir af æðri dómstóli. Edda Björk var úrskurðuð í þrjátíu daga gæsluvarðhald við komuna til Noregs og sætir því nú í Þelamerkurfangelsi. Í úrskurðinum segir að Edda Björk hafi krafist þess að gæsluvarðhaldsúrskurður yrði felldur úr gildi á grundvelli þess að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu væri ekki bær til þess að krefjast þess að hún sætti gæsluvarðhaldi. Ríkissaksóknari fól lögreglu að krefjast gæsluvarðhalds Í niðurstöðu Landsréttar segir að fyrir réttinum lægju erindi Ríkissaksóknara, sem fer með mál samkvæmt lögum um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refsiverðra verknaða á grundvelli handtökuskipunar, þar sem embættið fól Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu að gera kröfu um að Eddu Björk yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi eftir handtöku í því skyni að tryggja návist hennar þar til afhending á grundvelli norrænnar handtökuskipunar færi fram, samanber úrskurð Landsréttar þess efnis frá 24. nóvember. „Samkvæmt þessu verður að telja að sóknaraðili hafi til þess heimild að lögum að krefjast þess fyrir dómi að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi í því skyni sem fyrr er getið.“ Átti að tilkynna sig þrisvar í viku Þá segir í úrskurðinum að það athugist að í kjölfar þess að Eddu Björk var gert að sæta farbanni með úrskurði héraðsdóms í lok október hafi það verið fært í þingbók dómsins sú ákvörðun lögreglustjóra að Edda Björk skyldi tilkynna sig á tilgreindum dögum þrisvar sinnum í viku á lögreglustöð á höfuðborgarsvæðinu. „Fyrir liggur að það vanrækti varnaraðili ítrekað að gera, svo sem réttilega er vikið að í hinum kærða úrskurði.“ Í greinargerð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að ljóst séð að flótti og unankoma Eddu frá málinu, sem hætta var talin á frá upphafi, hafi raungerst. Hún hafi haldið til hjá vitorðsfólki í felum fyrir lögreglu. Lögreglustjóri hafi beitt öllum tiltækum ráðum til að kortleggja ferðir hennar til að hafa uppi á henni og handtaka í samræmi við fyrirliggjandi handtökuskipun. Þá segir að lögregla hafi neyðst til að framkvæma rannsóknaraðgerðir og afla dómsúrskurða til að hafa uppi á Eddu. Í einni af þremur húsleitum lögreglu þann 25. nóvember á líklegum dvalarstöðum Eddu hafi mátt sjá öryggismyndavélar, spor frá húsinu, ófrágenginn heitan pott með nuddstillingu enn í gangi, veski Eddu á borði og önnur ummerki um að þar hefði nýlega einhver haldið til og rokið burt. Þá voru þar einnig nýlega teiknaðar myndir af getnaðarlim í snjó sem lesin voru sem skilaboð til lögreglu. Ljóst er að hinni eftirlýstu hefur verið kunnugt um að hennar væri leitað og hún hefur engan samstarfsvilja sýnt. Lögregla þekkir jafnframt til þess að fjöldi fólks hefur staðið að baki hinni eftirlýstu og aðstoðað hana við að torvelda störf lögreglu í tengslum við málið
Fjölskyldumál Noregur Dómsmál Mál Eddu Bjarkar Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira