Fótbolti

Viborg vill fá Frey

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Freyr Alexandersson hefur náð fyrirtaks árangri með Lyngby.
Freyr Alexandersson hefur náð fyrirtaks árangri með Lyngby. getty/Jan Christensen

Danska úrvalsdeildarliðið Viborg hefur áhuga á að ráða Frey Alexandersson sem þjálfara.

Bold.dk greinir frá því að forráðamenn Viborg hafi rætt við Frey um að taka við liðinu. Freyr er þjálfari Lyngby og hefur náð góðum árangri með liðið.

Viborg er í þjálfaraleit eftir að Jacob Friis hætti með liðið fyrir mánuði til að taka við Augsburg í Þýskalandi. Jakob Paulsen hefur stýrt Viborg síðan þá. Liðið er í 8. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, sæti neðar en Lyngby.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Viborg rennir hýru auga til Freys. Samkvæmt Fótbolta.net hafði liðið áhuga á að fá hann sem þjálfari í janúar á síðasta ári.

Freyr tók við Lyngby fyrir rúmum tveimur árum. Undir hans stjórn vann liðið sér sæti í dönsku úrvalsdeildinni og hélt sér þar á ævintýralegan hátt á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×