Dýrmætum munum Guðbergs og Kjarvalsverkum bjargað frá Grindavík Jón Þór Stefánsson skrifar 5. desember 2023 18:00 „Um leið og aðstæður leyfa verður þessum listaverkum komið fyrir á viðeigandi stað aftur í bænum,“ segir Lilja um þá muni sem hefur verið bjargað úr Grindavík. Vísir/Vilhelm/Einar Menningarlegum verðmætum, sem voru stödd í Grindavík, var bjargað úr bænum á dögunum. Á meðal þess sem var bjargað voru munir sem voru í eigu Guðbergs Bergssonar og málverk eftir Jóhannes Kjarval. Hópurinn sem kom að þessari björgun samanstóð af þjóðminjaverði, safnstjóra Listasafns Íslands, sviðsstjóra menningar- og frístundasviðs Grindavíkurbæjar, og fulltrúa menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Þeim var gert að kortleggja og greina öll þau lista- og menningarverðmæti sem var að finna í Grindavík. Þau gerðu það og fengu síðan heimild til að ná í munina þann 25. nóvember síðastliðinn. Frá þessu greinir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, í samtali við Vísi, en hún tekur fram að starfsfólk Grindavíkurbæjar hafi átt hugmyndina að umræddri aðgerð. Öllum helstu verðmætum bjargað „Þetta voru mörg verðmæt verk og þeim verður komið fyrir í varðveislurými listasafns Reykjanesbæjar,“ segir Lilja, sem segist telja að öll helstu menningarverðmæti Grindavíkurbæjar séu nú komin þangað. „Um leið og aðstæður leyfa verður þessum listaverkum komið fyrir á viðeigandi stað aftur í bænum.“ Lilja ræddi um björgunina á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. „Ástæðan fyrir því að ég fer með þetta fyrir ríkisstjórn er sú að þegar svona á sér stað: jarðhræringar, skjálftar, og aurskriður, þá er svo mikilvægt að við séum með verklag. Núna er komið svona form að því, og það heppnaðist mjög vel.“ Ævistarfi komið til bjargar Líkt og áður segir voru munir Guðbergs Bergssonar heitins sóttir í bæinn, en um var að ræða nokkra kassa með bókum hans, verðlauna- og viðurkenningargripi og listaverk. Farið var á dvalarheimilið í Grindavík, þar sem hvorki var hiti né rafmagn, og þaðan voru sótt fimmtán til tuttugu málverk eftir Jóhannes Kjarval, Hring Jóhannesson, Matthías Sigfússon, Vilhjálm Bergsson, Ástu Árnadóttur, Höllu Haraldsdóttur, og Sigríði Rósinkrans. Einnig voru fjögur hundruð málverk eftir listamanninn Vilhjálm Bergsson sótt á heimili hans. Vitað var fyrir ferðina að hús hans væri ónýtt og ævistarf hans lægi því undir skemmdum. Menning Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Hópurinn sem kom að þessari björgun samanstóð af þjóðminjaverði, safnstjóra Listasafns Íslands, sviðsstjóra menningar- og frístundasviðs Grindavíkurbæjar, og fulltrúa menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Þeim var gert að kortleggja og greina öll þau lista- og menningarverðmæti sem var að finna í Grindavík. Þau gerðu það og fengu síðan heimild til að ná í munina þann 25. nóvember síðastliðinn. Frá þessu greinir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, í samtali við Vísi, en hún tekur fram að starfsfólk Grindavíkurbæjar hafi átt hugmyndina að umræddri aðgerð. Öllum helstu verðmætum bjargað „Þetta voru mörg verðmæt verk og þeim verður komið fyrir í varðveislurými listasafns Reykjanesbæjar,“ segir Lilja, sem segist telja að öll helstu menningarverðmæti Grindavíkurbæjar séu nú komin þangað. „Um leið og aðstæður leyfa verður þessum listaverkum komið fyrir á viðeigandi stað aftur í bænum.“ Lilja ræddi um björgunina á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. „Ástæðan fyrir því að ég fer með þetta fyrir ríkisstjórn er sú að þegar svona á sér stað: jarðhræringar, skjálftar, og aurskriður, þá er svo mikilvægt að við séum með verklag. Núna er komið svona form að því, og það heppnaðist mjög vel.“ Ævistarfi komið til bjargar Líkt og áður segir voru munir Guðbergs Bergssonar heitins sóttir í bæinn, en um var að ræða nokkra kassa með bókum hans, verðlauna- og viðurkenningargripi og listaverk. Farið var á dvalarheimilið í Grindavík, þar sem hvorki var hiti né rafmagn, og þaðan voru sótt fimmtán til tuttugu málverk eftir Jóhannes Kjarval, Hring Jóhannesson, Matthías Sigfússon, Vilhjálm Bergsson, Ástu Árnadóttur, Höllu Haraldsdóttur, og Sigríði Rósinkrans. Einnig voru fjögur hundruð málverk eftir listamanninn Vilhjálm Bergsson sótt á heimili hans. Vitað var fyrir ferðina að hús hans væri ónýtt og ævistarf hans lægi því undir skemmdum.
Menning Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira