Innlent

Tvö heimilisofbeldismál og mann­laus bif­reið í Heið­mörk

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla hafði í ýmsu að snúast á vaktinni í gærkvöldi og nótt.
Lögregla hafði í ýmsu að snúast á vaktinni í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og nótt og handtók meðal annars tvo sem voru vistaðir í fangageymslum vegna rannsóknar á heimilisofbeldismálum.

Í miðborginni voru ungmenni staðin að þjófnaði í verslun og var foreldrum og barnavernd tilkynnt um málið. Þá var tilkynnt um menn sem voru að neyta áfengis og fíkniefna í bílageymslu en tveir af þremur voru á brott þegar lögregla kom á vettvang.

Einn var handtekinn vegna annarlegs ástands og vörslu fíkniefna og þá var tilkynnt um eignaspjöll við fjölbýlishús. Lögregla hafði einnig afskipti af nokkrum ökumönnum.

Í umdæminu Kópavogur/Breiðholt var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir og þá var eitt fíkniefnamál tekið til rannsóknar. 

Lögregla athugaði einnig með mannlausa bifreið í Heiðmörk og sinnti nokkrum hávaðaútköllum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×