Átján ára nýliði í markinu gegn Dönum Sindri Sverrisson skrifar 4. desember 2023 13:16 Telma Ívarsdóttir má ekki spila á morgun en Fanney Inga Birkisdóttir fyllir í hennar skarð. Instagram/@footballiceland Valskonan unga Fanney Inga Birkisdóttir mun spila sinn fyrsta A-landsleik á morgun þegar Ísland mætir Danmörku í Viborg, í lokaumferð riðlakeppni Þjóðadeildar UEFA í fótbolta. Telma Ívarsdóttir hefur varið mark Íslands í keppninni til þessa en hún fékk sitt annað gula spjald í 2-1 sigrinum gegn Wales á föstudag og tekur því út leikbann á morgun. Valið stóð því á milli Fanneyjar Ingu og Guðnýjar Geirsdóttur, og staðfesti Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari það í samtali við RÚV í Danmörku í dag að Fanney Inga yrði í markinu. Fanney Inga er aðeins 18 ára gömul en var aðalmarkvörður Vals í sumar og varði mark U19-landsliðsins í lokakeppni EM í júlí. Fanney Inga varði áfram mark U19-landsliðsins í leikjum í október og hefði eflaust verið í markinu síðdegis í dag þegar U20-landsliðið mætir Austurríki á Spáni í úrslitaleik um sæti á HM, ef hún hefði ekki verið valin í A-landsliðið. Þess í stað spilar hún gegn einu af betri landsliðum Evrópu, Danmörku, á morgun. „Hún er klár í það, ég hef engar áhyggjur af því,“ segir Þorsteinn í samtali við RÚV í dag. „Þetta er ástæðan fyrir því að við tóku Fanneyju inn núna. Að undirbúa hana fyrir það líka ef eitthvað gerist í umspilinu, þá er hún klár í það líka, við þurfum alltaf að reyna að hugsa líka aðeins fram í tímann,“ segir Þorsteinn. Guðný, sem verður varamarkvörður á morgun, hefur heldur ekki spilað landsleik og Telma er svo sem ekki reynslumikil en hefur spilað níu A-landsleiki. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, leikmaður Bayern München, hefur ekkert getað spilað með landsliðinu í haust vegna meiðsla í hné. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira
Telma Ívarsdóttir hefur varið mark Íslands í keppninni til þessa en hún fékk sitt annað gula spjald í 2-1 sigrinum gegn Wales á föstudag og tekur því út leikbann á morgun. Valið stóð því á milli Fanneyjar Ingu og Guðnýjar Geirsdóttur, og staðfesti Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari það í samtali við RÚV í Danmörku í dag að Fanney Inga yrði í markinu. Fanney Inga er aðeins 18 ára gömul en var aðalmarkvörður Vals í sumar og varði mark U19-landsliðsins í lokakeppni EM í júlí. Fanney Inga varði áfram mark U19-landsliðsins í leikjum í október og hefði eflaust verið í markinu síðdegis í dag þegar U20-landsliðið mætir Austurríki á Spáni í úrslitaleik um sæti á HM, ef hún hefði ekki verið valin í A-landsliðið. Þess í stað spilar hún gegn einu af betri landsliðum Evrópu, Danmörku, á morgun. „Hún er klár í það, ég hef engar áhyggjur af því,“ segir Þorsteinn í samtali við RÚV í dag. „Þetta er ástæðan fyrir því að við tóku Fanneyju inn núna. Að undirbúa hana fyrir það líka ef eitthvað gerist í umspilinu, þá er hún klár í það líka, við þurfum alltaf að reyna að hugsa líka aðeins fram í tímann,“ segir Þorsteinn. Guðný, sem verður varamarkvörður á morgun, hefur heldur ekki spilað landsleik og Telma er svo sem ekki reynslumikil en hefur spilað níu A-landsleiki. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, leikmaður Bayern München, hefur ekkert getað spilað með landsliðinu í haust vegna meiðsla í hné.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira