Fyrsta framherjamarkið hjá íslenska landsliðinu síðan í apríl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2023 16:31 Getty/ANP Diljá Ýr Zomers skoraði markið sem á endanum var munurinn á liðunum þegar íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann 2-1 sigur á Wales í Þjóðadeildinni á föstudagskvöldið. Markið var ekki aðeins mikilvægt heldur einnig langþráð. Íslenska liðinu hafði gengið illa að skora í Þjóðadeildinni og var ekki búið að skora í 371 mínútu þegar miðjumaðurinn Hildur Antonsdóttir braut loksins ísinn í fyrri hálfleiknum í Wales. Það breytti þó ekki því að framherjar íslenska liðsins höfðu ekki enn fundið leiðina í markið. Þegar Diljá Ýr kom íslenska liðinu í 2-0 ellefu mínútum fyrir leikslok þá endaði hún því aðra langa bið. Wales minnkaði muninn í lokin og því réð þetta mark hennar úrslitum og tryggði íslenska liðinu endanlega þriðja sætið í riðlinum. Wales er aftur á móti fallið í B-deild. DILJÁ ÝR ZOMERS!!!!! Þvílíkt mark og þvílíkt augnablik til að skora fyrsta landsliðsmarkið. 2-0 fyrir Ísland og 3. sæti riðilsins í augsýn. Enn nóg eftir samt. pic.twitter.com/cTsYnQ6zLy— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 1, 2023 Síðustu þrjú mörk íslenska liðsins og þau einu í síðustu sex leikjum höfðu öll verið skoruð af varnar- eða miðjumönnum. Mörkin skoruðu Berglind Rós Ágústsdóttir, Hafrún Rakel Halldórsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir. Framherjar íslenska liðsins höfðu ekki náð að skora síðan í 2-1 sigri á Sviss í aprílmánuði. Sveindís Jane Jónsdóttir tryggði íslenska liðinu þá sigur með marki á 73. mínútu. Íslenska liðið hefur náttúrulega saknað Sveindísar mikið en hún missti af allir Þjóðadeildinni vegna meiðsla. Síðan Sveindís kom boltanum í markið hjá Svisslendingum höfðu íslensku stelpurnar spilað 646 mínútur án þess að fá mark fram framherja liðsins eða þangað til að Diljá skoraði þetta stórglæsilega mark sitt. Nú er að vona að markamúrinn sé brotinn og mörkin fari að flæða á ný. Íslenska liðið leikur lokaleik sinn í Þjóðadeildinni á móti Danmörku annað kvöld en leikurinn fer fram í Viborg í Danmörku. View this post on Instagram A post shared by Dilja Y r Zomers (@diljayrr) Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Fleiri fréttir Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjá meira
Íslenska liðinu hafði gengið illa að skora í Þjóðadeildinni og var ekki búið að skora í 371 mínútu þegar miðjumaðurinn Hildur Antonsdóttir braut loksins ísinn í fyrri hálfleiknum í Wales. Það breytti þó ekki því að framherjar íslenska liðsins höfðu ekki enn fundið leiðina í markið. Þegar Diljá Ýr kom íslenska liðinu í 2-0 ellefu mínútum fyrir leikslok þá endaði hún því aðra langa bið. Wales minnkaði muninn í lokin og því réð þetta mark hennar úrslitum og tryggði íslenska liðinu endanlega þriðja sætið í riðlinum. Wales er aftur á móti fallið í B-deild. DILJÁ ÝR ZOMERS!!!!! Þvílíkt mark og þvílíkt augnablik til að skora fyrsta landsliðsmarkið. 2-0 fyrir Ísland og 3. sæti riðilsins í augsýn. Enn nóg eftir samt. pic.twitter.com/cTsYnQ6zLy— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 1, 2023 Síðustu þrjú mörk íslenska liðsins og þau einu í síðustu sex leikjum höfðu öll verið skoruð af varnar- eða miðjumönnum. Mörkin skoruðu Berglind Rós Ágústsdóttir, Hafrún Rakel Halldórsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir. Framherjar íslenska liðsins höfðu ekki náð að skora síðan í 2-1 sigri á Sviss í aprílmánuði. Sveindís Jane Jónsdóttir tryggði íslenska liðinu þá sigur með marki á 73. mínútu. Íslenska liðið hefur náttúrulega saknað Sveindísar mikið en hún missti af allir Þjóðadeildinni vegna meiðsla. Síðan Sveindís kom boltanum í markið hjá Svisslendingum höfðu íslensku stelpurnar spilað 646 mínútur án þess að fá mark fram framherja liðsins eða þangað til að Diljá skoraði þetta stórglæsilega mark sitt. Nú er að vona að markamúrinn sé brotinn og mörkin fari að flæða á ný. Íslenska liðið leikur lokaleik sinn í Þjóðadeildinni á móti Danmörku annað kvöld en leikurinn fer fram í Viborg í Danmörku. View this post on Instagram A post shared by Dilja Y r Zomers (@diljayrr)
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Fleiri fréttir Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjá meira