Formaður ÖBÍ segir mál Husseins afar sorglegt Bjarki Sigurðsson skrifar 3. desember 2023 20:01 Alma Ýr Ingólfsdóttir er formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ). Vísir/ívar Fannar Fatlaður umsækjandi um alþjóðlega vernd yfirgaf landið í gær þar sem fjölskyldu hans, sem hann er háður vegna fötlunar sinnar, var vikið úr landi. Formaður Öryrkjabandalagsins, sem fundaði nýlega með ráðherra og hagsmunasamtökum vegna málsins, segir framkvæmd þess ömurlega. Hussein Hussein hefur dvalið hér á landi síðustu ár ásamt fjölskyldu sinni en hann er algjörlega háður henni vegna fötlunar sinnar. Mannréttindadómstóll Evrópu komst nýlega að þeirri niðurstöðu að það megi ekki vísa Hussein úr landi á meðan beðið er niðurstöðu umsóknar hans um alþjóðlega vernd. Hins vegar má vísa fjölskyldunni hans úr landi. Þau yfirgáfu landið í gær og Hussein fór með þeim þar sem hann telur sig neyddan til þess. Þau fóru til Grikklands en Gerður Helgadóttir, vinkona fjölskyldunnar, segir ástandið á þeim þar vera hræðilegt. „Fjölskyldan er honum allt, þau sinna honum og hann þarf aðstoð allan sólarhringinn. Þetta er ömurleg aðstaða sem fjölskyldan var sett í og hræðilegt að senda þau út úr landi frá honum, ég veit ekki hvaða meðferð þetta er á fötluðu fólki,“ segir Gerður. Ömurleg framkvæmd segir formaðurinn Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ, segir málið vera afar sorglegt, hún hafi aldrei séð neitt annað eins áður. „Mér finnst þetta virkilega sorglegt og ömurleg þróun og framkvæmd sem hefur átt sér stað. Þarna er maður í mjög viðkvæmri stöðu sem hefur í rauninni ekkert val um annað en að gera þetta. Þarna er hann kominn í þá stöðu að hann veit ekkert hvað bíður hans í Grikklandi. Þannig fyrir mér er þetta afar sorglegt í alla staði,“ segir Alma. Írónía að þetta gerist svo nærri alþjóðlegs dags fatlaðra ÖBÍ fundaði nýlega með dómsmálaráðherra og öðrum hagsmunasamtökum vegna málsins. Alma segir málið sérstaklega þungt í ljósi þess að í dag er alþjóðadagur fatlaðs fólks. „Þetta er mikill hvatningardagur og hann felur í sér boðskap sem biður alla, bæði þá sem stjórna og samfélagið í heild, um það að vera með í að breyta samfélaginu. Það má segja að í þessu sé fólgin írónía,“ segir Alma. Flóttamenn Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Félagsmál Málefni fatlaðs fólks Mál Hussein Hussein Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Hussein Hussein hefur dvalið hér á landi síðustu ár ásamt fjölskyldu sinni en hann er algjörlega háður henni vegna fötlunar sinnar. Mannréttindadómstóll Evrópu komst nýlega að þeirri niðurstöðu að það megi ekki vísa Hussein úr landi á meðan beðið er niðurstöðu umsóknar hans um alþjóðlega vernd. Hins vegar má vísa fjölskyldunni hans úr landi. Þau yfirgáfu landið í gær og Hussein fór með þeim þar sem hann telur sig neyddan til þess. Þau fóru til Grikklands en Gerður Helgadóttir, vinkona fjölskyldunnar, segir ástandið á þeim þar vera hræðilegt. „Fjölskyldan er honum allt, þau sinna honum og hann þarf aðstoð allan sólarhringinn. Þetta er ömurleg aðstaða sem fjölskyldan var sett í og hræðilegt að senda þau út úr landi frá honum, ég veit ekki hvaða meðferð þetta er á fötluðu fólki,“ segir Gerður. Ömurleg framkvæmd segir formaðurinn Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ, segir málið vera afar sorglegt, hún hafi aldrei séð neitt annað eins áður. „Mér finnst þetta virkilega sorglegt og ömurleg þróun og framkvæmd sem hefur átt sér stað. Þarna er maður í mjög viðkvæmri stöðu sem hefur í rauninni ekkert val um annað en að gera þetta. Þarna er hann kominn í þá stöðu að hann veit ekkert hvað bíður hans í Grikklandi. Þannig fyrir mér er þetta afar sorglegt í alla staði,“ segir Alma. Írónía að þetta gerist svo nærri alþjóðlegs dags fatlaðra ÖBÍ fundaði nýlega með dómsmálaráðherra og öðrum hagsmunasamtökum vegna málsins. Alma segir málið sérstaklega þungt í ljósi þess að í dag er alþjóðadagur fatlaðs fólks. „Þetta er mikill hvatningardagur og hann felur í sér boðskap sem biður alla, bæði þá sem stjórna og samfélagið í heild, um það að vera með í að breyta samfélaginu. Það má segja að í þessu sé fólgin írónía,“ segir Alma.
Flóttamenn Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Félagsmál Málefni fatlaðs fólks Mál Hussein Hussein Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira