Innlent

Mikið um hópslagsmál í mið­borg Reykja­víkur

Jón Þór Stefánsson skrifar
Mikill erill var hjá lögreglunni í nótt.
Mikill erill var hjá lögreglunni í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan fékk þónokkrar tilkynningar um hópslagsmál í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi og í nótt.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en í henni segir að mikill erill hafi verið hjá lögreglunni í nótt og að 116 mál hafi verið skráð á milli klukkan sjö í gærkvöldi og fimm í morgun.

Á meðal þess sem kemur fram er að fangageymslan á Hverfisgötu var full.

Í dagbókinni er minnst á hópslagsmál líkt og áður segir, en ekki eru gefnar upp frekari upplýsingar um þau, en þá er einnig fjallað talsvert um akstur undir áhrifum, tónlistarhávaða, óspektir á almannafæri, innbrot og þjófnað.

Til dæmis er greint frá máli sem er tilkynnt frá lögreglustöð fjögur, sem hefur umsjón með Grafarvogi, Árbæ og Mosfellsbæ, þar sem að ökumaður ók á ljósastaur og fór af vettvangi. Fram kemur að hann hafi fundist og að málið sé í rannsókn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×