Segir Þorstein ekki rétta manninn til að stýra landsliðinu Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. desember 2023 19:05 Guðbjörg Gunnarsdóttir sagði Þorstein Halldórsson ekki réttan mann til að stýra íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu. skjáskot Guðbjörg Gunnarsdóttir er markmannsþjálfari u-18 ára landsliðs Svíþjóðar sem mætir Íslandi í tveimur æfingaleikjum á dögunum. Hún gaf sig til tals við Ríkharð Óskar Guðnason fyrir komandi leiki, þegar talið barst að íslenska A-landsliðinu sagði hún erfitt að sjá leikplan þjálfarans Þorsteins Halldórssonar og viðurkenndi að hún teldi hann ekki rétta manninn til að stýra liðinu. Hóf bæði leikmanna- og þjálfaraferilinn í Hafnarfirði Þeirra samtal hófst á umræðu um endurkomu Guðbjargar í Kaplakrika, þar fara æfingaleikirnir fram en Guðbjörg hóf einmitt ferilinn með FH árið 1999. Eftir þrjú ár hjá FH og sex ár með Val lá leiðin erlendis en Guðbjörg spilaði með liðum í Noregi, Þýskalandi og Svíþjóð. Auk þess var hún landsliðsmarkvörður Íslands frá árinu 2004, hún á að baki 64 A-landsleiki auk þess að hafa leikið með öllum yngri landsliðum Íslands. KSÍ hafði ekki samband eftir að ferlinum lauk Guðbjörg sagði lífið eftir fótboltaferilinn hafa þróast fljótt, hún hafi enn áhuga og ástríðu á íþróttinni og vilji hafa áhrif á annan hátt. Knattspyrnusamband Svíþjóðar setti sig í samband við hana og bauð henni stöðu sem markmanns-þjálfari. Hún sagði KSÍ ekki hafa haft samband við sig og tók undir þegar fréttamaður sagði það þeirra missi. Guðbjörg gladdist yfir tækifærinu en sagði það „ótrúlega skrítið“ að mæta Íslandi í sínum fyrsta leik og viðurkenndi að hún fengi enn gæsahúð þegar þjóðsöngur Íslands spilast. Klippa: Viðtal við Guðbjörgu Gunnarsdóttir Er Þorsteinn rétti maðurinn til að stýra liðinu? „Nei“ Þegar talið barst íslenska A-landsliðinu sagðist Guðbjörg hafa séð framfarir í síðustu leikjum en þar áður hafi verið mikil stöðnun og oft á köflum hafi verið erfitt að sjá hvert leikplan liðsins væri. Hún sagði það gott að fleiri markverðir væru að koma upp en benti á það sem margir hafa kallað eftir, að Ísland ætti að halda úti u-23 ára liði til að auðvelda leikmönnum að brúa bilið milli yngri landsliða og A-landsliðsins. Ríkharð spurði Guðbjörgu að lokum hvort hún teldi Þorstein Halldórsson rétta manninn til að stýra liðinu eins og staðan er í dag. Svarið við því var einfalt „Nei“ frá Guðbjörgu. Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland mætir Wales í Þjóðadeildinni í kvöld, leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Sjá meira
Hóf bæði leikmanna- og þjálfaraferilinn í Hafnarfirði Þeirra samtal hófst á umræðu um endurkomu Guðbjargar í Kaplakrika, þar fara æfingaleikirnir fram en Guðbjörg hóf einmitt ferilinn með FH árið 1999. Eftir þrjú ár hjá FH og sex ár með Val lá leiðin erlendis en Guðbjörg spilaði með liðum í Noregi, Þýskalandi og Svíþjóð. Auk þess var hún landsliðsmarkvörður Íslands frá árinu 2004, hún á að baki 64 A-landsleiki auk þess að hafa leikið með öllum yngri landsliðum Íslands. KSÍ hafði ekki samband eftir að ferlinum lauk Guðbjörg sagði lífið eftir fótboltaferilinn hafa þróast fljótt, hún hafi enn áhuga og ástríðu á íþróttinni og vilji hafa áhrif á annan hátt. Knattspyrnusamband Svíþjóðar setti sig í samband við hana og bauð henni stöðu sem markmanns-þjálfari. Hún sagði KSÍ ekki hafa haft samband við sig og tók undir þegar fréttamaður sagði það þeirra missi. Guðbjörg gladdist yfir tækifærinu en sagði það „ótrúlega skrítið“ að mæta Íslandi í sínum fyrsta leik og viðurkenndi að hún fengi enn gæsahúð þegar þjóðsöngur Íslands spilast. Klippa: Viðtal við Guðbjörgu Gunnarsdóttir Er Þorsteinn rétti maðurinn til að stýra liðinu? „Nei“ Þegar talið barst íslenska A-landsliðinu sagðist Guðbjörg hafa séð framfarir í síðustu leikjum en þar áður hafi verið mikil stöðnun og oft á köflum hafi verið erfitt að sjá hvert leikplan liðsins væri. Hún sagði það gott að fleiri markverðir væru að koma upp en benti á það sem margir hafa kallað eftir, að Ísland ætti að halda úti u-23 ára liði til að auðvelda leikmönnum að brúa bilið milli yngri landsliða og A-landsliðsins. Ríkharð spurði Guðbjörgu að lokum hvort hún teldi Þorstein Halldórsson rétta manninn til að stýra liðinu eins og staðan er í dag. Svarið við því var einfalt „Nei“ frá Guðbjörgu. Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland mætir Wales í Þjóðadeildinni í kvöld, leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Sjá meira