Segir allar ákvarðanir í máli Eddu Bjarkar samkvæmt lögum Lovísa Arnardóttir skrifar 1. desember 2023 15:10 Guðrún Hafsteinsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Arnar Landsréttur hefur staðfest úrskurð um gæsluvarðhald Eddu Bjarkar Arnardóttur. Dómsmálaráðherra segir í yfirlýsingu að ráðherra og ráðuneyti hennar hafi enga að komu að málinu. Ríkissaksóknari hafi tekið allar ákvarðanir í málinu og að þær séu allar samkvæmt lögum. „Dómsmálaráðherra og ráðuneyti hafa enga aðkomu að meðferð þessara mála og hafa engar heimildir til að beita sér í þeim,“ segir í yfirlýsingu frá dómsmálaráðuneytinu. Þar segir enn fremur að allar ákvarðanir sem hafi verið teknar séu á grundvelli laga númer 51/2016 um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refsiverðra verknaða á grundvelli handtökuskipunar og hafi verið teknar af ríkissaksóknara. Lögin byggja á samningi milli Norðurlandanna sem undirritaður var þann 15. desember 2005. Yfirlýsing ráðuneytis. Sá samningur hafi tekið gildi hafi verið í gildi lög númer 7/1962 um framsal sakamanna til Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar. Íslensk stjórnvöld hafa því síðan 1962 framselt íslenska ríkisborgara til Norðurlandanna. Í tilkynningu dómsmálaráðuneytis segir að með tilkomu nýja samningsins hafi orðið þær breytingar á fyrirkomulagi framsals milli Íslands og Norðurlandanna, að komið hafi verið á fót einfaldara og skilvirkara fyrirkomulagi um afhendingu sakamanna. Fyrirkomulagið byggi á „gagnkvæmri viðurkenningu á ákvörðunum dómsmálayfirvalda viðkomandi ríkja.“ Þá hafi einnig verið gerð sú breyting að ríkissaksóknara hafi verið falin öll málsmeðferð þessara mála en að ákvarðanir embættisins sé alltaf hægt að bera undir íslenska dómstóla. Þá hafi ríkissaksóknari einnig heimild til að fara fram á úrskurð dómstóla um þvingunarráðstafanir, þar með talið gæsluvarðhald, til að framfylgja ákvörðunum um afhendingu á grundvelli laganna. Segir í tilkynningu ráðuneytis að slíkir úrskurðir hafi ekki áhrif á framkvæmd ákvörðunar um afhendingu. Í tilkynningunni segir að því hafi ákvörðun um framsal Eddu Bjarkar hafi verið tekin á grundvelli laganna og svo staðfest, samkvæmt ákvæðum laganna, af bæði héraðsdómi og Landsrétti. „Þessi ákvörðun byggir því á íslenskum lögum og niðurstöðu íslenskra dómstóla. Ríkissaksóknari og dómstólar á Íslandi eru sjálfstæðir í störfum sínum og taka ekki við fyrirmælum frá öðrum stjórnvöldum,“ segir enn fremur í tilkynningu dómsmálaráðuneytisins. Edda Björk verður flutt til Noregs á morgun. Þar mun hún sæta gæsluvarðhaldi þar til þingfesting fer fram í máli hennar er varðar það þegar hún tók þrjá drengi sína úr umsjá föður þeirra sem hafði verið úrskurðuð forsjá þeirra. Í yfirlýsingu dómsmálaráðherra segir að mál er varði börn og fjölskyldur séu með þeim viðkvæmustu og erfiðustu sem stjórnvöld fáist við. Því séu gerðar ríkar kröfur um að starfað sé eftir skýrum lögum og reglum með það að leiðarljósi að gæta allra viðeigandi hagsmuna í hverju máli fyrir sig. „Vegna þess máls sem verið hefur til umfjöllunar í fjölmiðlum er mikilvægt að árétta að þær ákvarðanir sem verið er að framfylgja hafa verið teknar af sjálfstæðum stjórnvöldum á grundvelli laga.“ Dómsmál Noregur Fjölskyldumál Réttindi barna Börn og uppeldi Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Segir gróflega brotið á réttindum Eddu Bjarkar Landsréttur hefur enn ekki skilað úrskurði sínum í máli Eddu Bjarkar Arnardóttur. Lögmaður hennar, Jóhannes Karl Sveinsson, kærði niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald hennar til Landsréttar fyrr í vikunni. 1. desember 2023 11:37 „Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði“ „Við erum farin. Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttur. Um sautján bílar lokuðu aðkomunni að fangelsinu í nótt. 1. desember 2023 08:45 Bíða enn og verða við fangelsið þar til flugvélin er farin „Það er ekkert að frétta, við erum ennþá hérna. Lögfræðingurinn hennar hefur ekki heyrt í neinum,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttir, sem fékk þau skilaboð í gær að til stæði að flytja hana til Noregs í nótt. 1. desember 2023 06:26 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
„Dómsmálaráðherra og ráðuneyti hafa enga aðkomu að meðferð þessara mála og hafa engar heimildir til að beita sér í þeim,“ segir í yfirlýsingu frá dómsmálaráðuneytinu. Þar segir enn fremur að allar ákvarðanir sem hafi verið teknar séu á grundvelli laga númer 51/2016 um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refsiverðra verknaða á grundvelli handtökuskipunar og hafi verið teknar af ríkissaksóknara. Lögin byggja á samningi milli Norðurlandanna sem undirritaður var þann 15. desember 2005. Yfirlýsing ráðuneytis. Sá samningur hafi tekið gildi hafi verið í gildi lög númer 7/1962 um framsal sakamanna til Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar. Íslensk stjórnvöld hafa því síðan 1962 framselt íslenska ríkisborgara til Norðurlandanna. Í tilkynningu dómsmálaráðuneytis segir að með tilkomu nýja samningsins hafi orðið þær breytingar á fyrirkomulagi framsals milli Íslands og Norðurlandanna, að komið hafi verið á fót einfaldara og skilvirkara fyrirkomulagi um afhendingu sakamanna. Fyrirkomulagið byggi á „gagnkvæmri viðurkenningu á ákvörðunum dómsmálayfirvalda viðkomandi ríkja.“ Þá hafi einnig verið gerð sú breyting að ríkissaksóknara hafi verið falin öll málsmeðferð þessara mála en að ákvarðanir embættisins sé alltaf hægt að bera undir íslenska dómstóla. Þá hafi ríkissaksóknari einnig heimild til að fara fram á úrskurð dómstóla um þvingunarráðstafanir, þar með talið gæsluvarðhald, til að framfylgja ákvörðunum um afhendingu á grundvelli laganna. Segir í tilkynningu ráðuneytis að slíkir úrskurðir hafi ekki áhrif á framkvæmd ákvörðunar um afhendingu. Í tilkynningunni segir að því hafi ákvörðun um framsal Eddu Bjarkar hafi verið tekin á grundvelli laganna og svo staðfest, samkvæmt ákvæðum laganna, af bæði héraðsdómi og Landsrétti. „Þessi ákvörðun byggir því á íslenskum lögum og niðurstöðu íslenskra dómstóla. Ríkissaksóknari og dómstólar á Íslandi eru sjálfstæðir í störfum sínum og taka ekki við fyrirmælum frá öðrum stjórnvöldum,“ segir enn fremur í tilkynningu dómsmálaráðuneytisins. Edda Björk verður flutt til Noregs á morgun. Þar mun hún sæta gæsluvarðhaldi þar til þingfesting fer fram í máli hennar er varðar það þegar hún tók þrjá drengi sína úr umsjá föður þeirra sem hafði verið úrskurðuð forsjá þeirra. Í yfirlýsingu dómsmálaráðherra segir að mál er varði börn og fjölskyldur séu með þeim viðkvæmustu og erfiðustu sem stjórnvöld fáist við. Því séu gerðar ríkar kröfur um að starfað sé eftir skýrum lögum og reglum með það að leiðarljósi að gæta allra viðeigandi hagsmuna í hverju máli fyrir sig. „Vegna þess máls sem verið hefur til umfjöllunar í fjölmiðlum er mikilvægt að árétta að þær ákvarðanir sem verið er að framfylgja hafa verið teknar af sjálfstæðum stjórnvöldum á grundvelli laga.“
Dómsmál Noregur Fjölskyldumál Réttindi barna Börn og uppeldi Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Segir gróflega brotið á réttindum Eddu Bjarkar Landsréttur hefur enn ekki skilað úrskurði sínum í máli Eddu Bjarkar Arnardóttur. Lögmaður hennar, Jóhannes Karl Sveinsson, kærði niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald hennar til Landsréttar fyrr í vikunni. 1. desember 2023 11:37 „Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði“ „Við erum farin. Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttur. Um sautján bílar lokuðu aðkomunni að fangelsinu í nótt. 1. desember 2023 08:45 Bíða enn og verða við fangelsið þar til flugvélin er farin „Það er ekkert að frétta, við erum ennþá hérna. Lögfræðingurinn hennar hefur ekki heyrt í neinum,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttir, sem fékk þau skilaboð í gær að til stæði að flytja hana til Noregs í nótt. 1. desember 2023 06:26 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Segir gróflega brotið á réttindum Eddu Bjarkar Landsréttur hefur enn ekki skilað úrskurði sínum í máli Eddu Bjarkar Arnardóttur. Lögmaður hennar, Jóhannes Karl Sveinsson, kærði niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald hennar til Landsréttar fyrr í vikunni. 1. desember 2023 11:37
„Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði“ „Við erum farin. Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttur. Um sautján bílar lokuðu aðkomunni að fangelsinu í nótt. 1. desember 2023 08:45
Bíða enn og verða við fangelsið þar til flugvélin er farin „Það er ekkert að frétta, við erum ennþá hérna. Lögfræðingurinn hennar hefur ekki heyrt í neinum,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttir, sem fékk þau skilaboð í gær að til stæði að flytja hana til Noregs í nótt. 1. desember 2023 06:26
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent