Innlent

Norskir lög­reglu­menn mættir til Kefla­víkur

Bjarki Sigurðsson skrifar
Edda Björk Arnardóttir dvelur enn í fangelsinu á Hólmsheiði.
Edda Björk Arnardóttir dvelur enn í fangelsinu á Hólmsheiði.

Það var embætti ríkissaksóknara sem krafðist þess að Edda Björk Arnardóttir yrði færð úr fangelsinu á Hólmsheiði og til Keflavíkur seint í gærkvöldi. Í Keflavík voru mættir lögreglumenn frá Noregi sem ætluðu að fylgja henni þangað. 

Þetta staðfestir embætti ríkislögreglustjóra við fréttastofu. Embætti ríkislögreglustjóra hefur ekki ákvörðunarvald eða aðra aðkomu að málum sem þessum nema að því leiti að fulltrúar þeirra bregðast við skipunum frá ríkissaksóknara. 

Í nótt lokuðu um tuttugu bílar aðkomunni að fangelsinu til þess að koma í veg fyrir að Edda yrði send úr landi. Báru þær aðgerðir árangur og dvelur Edda enn á Hólmsheiði. 

Edda sætir nú gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði. Hún var handtekin í vikunni á grundvelli norrænnar handtökuskipunar vegna forræðisdeilna við eiginmann sinn fyrrverandi. Sá er íslenskur og býr í Noregi og fer einn með forsjá þriggja sona þeirra.


Tengdar fréttir

„Höldum á­fram í dag að berjast fyrir hennar mál­stað og barnanna“

Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttur, segir Eddu finna fyrir miklum meðbyr. Allt að tuttugu bílar stilltu sér upp við fangelsið að Hólmsheiði í nótt til að mótmæla brottför hennar til Noregs áður en úrskurður Landsréttar hvað varðar gæsluvarðhald hennar liggur fyrir.

„Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði“

„Við erum farin. Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttur. Um sautján bílar lokuðu aðkomunni að fangelsinu í nótt.

Segja gloppu í kerfinu

Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður Eddu Bjarkar Arnardóttur, skilaði í gærkvöldi greinargerð til Landsréttar en þangað áfrýjaði hann niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald Eddu Bjarkar hér á landi. Staðfesti Landsréttur úrskurðinn verður hún flutt til Noregs innan fimm daga samkvæmt lögum. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×