„Höldum áfram í dag að berjast fyrir hennar málstað og barnanna“ Lovísa Arnardóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 1. desember 2023 11:25 Ragnheiður segir að íslensk stjórnvöld verði að bregðast við. Vísir/Ívar Fannar Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttur, segir Eddu finna fyrir miklum meðbyr. Allt að tuttugu bílar stilltu sér upp við fangelsið að Hólmsheiði í nótt til að mótmæla brottför hennar til Noregs áður en úrskurður Landsréttar hvað varðar gæsluvarðhald hennar liggur fyrir. Landsréttur hefur enn ekki skilað úrskurði sínum . Lögmaður hennar kærði niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald hennar til Landsréttar fyrr í vikunni. „Síðustu fóru klukkan hálfátta þegar við sáum að það var búið að loka hliðinu að fluginu til Osló. Bara til að vera alveg viss,“ segir húm og að hugur hafi verið í fólki. „Við trúum á málstaðinn og erum tilbúin til að ganga ansi langt til að styðja hana, og börnin, að það verði hlustað á þau og þau fái að velja. Og að Barnasáttmálinn sé virtur,“ segir Ragnheiður. „Hún hefur það ágætt miðað við aðstæður. Hún finnur fyrir miklum meðbyr og er dálítið brött núna sem hún hefur ekki verið,“ segir Ragnheiður en hún hitti Eddu inni í fangelsinu á Hólmsheiði fyrir stuttu. Hún segir ákvörðunina um að fljúga með hana í nótt hafa verið mikið sjokk. Henni hafi verið tilkynnt í gærkvöldi af starfsfólki fangelsisins að fljúga ætti með hana til Noregs og að hún fengi ekki að tala við neinn áður. Edda hafi strax mótmælt því og krafist þess að fá að tala við lögmann sinn. „Við höldum áfram í dag að berjast fyrir hennar málstað og barnanna. Við ætlum að berjast fyrir því að hún fái venjulega meðferð eins og fólk í hennar stöðu,“ segir Ragnheiður og að það sé í boði að setja á hana til dæmis ökklaband eða hafa hana áfram í farbanni. „Það er alger óþarfi að manneskja eins og hún, sem ekki hefur framkvæmt ofbeldisverk eða neitt slíkt, að hún þurfi að vera í gæsluvarðhaldi í sex vikur eða lengi,“ segir Ragnheiður en óvíst er hvenær þingfesting, fyrirtaka og aðalmeðferð fer fram í máli Eddu Bjarkar. Hafi aldrei ætlað að flýja Ragnheiður segir það aldrei hafa komið til greina hjá Eddu að flýja. Hún hafi alltaf ætlað að mæta. Hennar tilgangur sé að halda fjölskyldunni saman og það sé ólíklegt miðað við það að hún flýi úr landi. „Hún vill vinna að því að börnin hennar fái að vera hér áfram og hún líka.“ Ragnheiður segir syni hennar þrjá, sem málið snýst um, í öruggum höndum. Dætur hennar tvær sé hjá stjúppabba sínum og að eldri synir hennar, sem séu á fullorðinsaldri, séu heima hjá sér. „Þetta er rosalegt áfall. Að foreldrar barna séu settir í fangelsi er rosalegt áfall,“ segir Ragnheiður um líðan barnanna. Hún segir áríðandi að íslensk stjórnvöld bregðist við í þessu máli. Fjölskyldumál Lögreglumál Noregur Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Landsréttur hefur enn ekki skilað úrskurði sínum . Lögmaður hennar kærði niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald hennar til Landsréttar fyrr í vikunni. „Síðustu fóru klukkan hálfátta þegar við sáum að það var búið að loka hliðinu að fluginu til Osló. Bara til að vera alveg viss,“ segir húm og að hugur hafi verið í fólki. „Við trúum á málstaðinn og erum tilbúin til að ganga ansi langt til að styðja hana, og börnin, að það verði hlustað á þau og þau fái að velja. Og að Barnasáttmálinn sé virtur,“ segir Ragnheiður. „Hún hefur það ágætt miðað við aðstæður. Hún finnur fyrir miklum meðbyr og er dálítið brött núna sem hún hefur ekki verið,“ segir Ragnheiður en hún hitti Eddu inni í fangelsinu á Hólmsheiði fyrir stuttu. Hún segir ákvörðunina um að fljúga með hana í nótt hafa verið mikið sjokk. Henni hafi verið tilkynnt í gærkvöldi af starfsfólki fangelsisins að fljúga ætti með hana til Noregs og að hún fengi ekki að tala við neinn áður. Edda hafi strax mótmælt því og krafist þess að fá að tala við lögmann sinn. „Við höldum áfram í dag að berjast fyrir hennar málstað og barnanna. Við ætlum að berjast fyrir því að hún fái venjulega meðferð eins og fólk í hennar stöðu,“ segir Ragnheiður og að það sé í boði að setja á hana til dæmis ökklaband eða hafa hana áfram í farbanni. „Það er alger óþarfi að manneskja eins og hún, sem ekki hefur framkvæmt ofbeldisverk eða neitt slíkt, að hún þurfi að vera í gæsluvarðhaldi í sex vikur eða lengi,“ segir Ragnheiður en óvíst er hvenær þingfesting, fyrirtaka og aðalmeðferð fer fram í máli Eddu Bjarkar. Hafi aldrei ætlað að flýja Ragnheiður segir það aldrei hafa komið til greina hjá Eddu að flýja. Hún hafi alltaf ætlað að mæta. Hennar tilgangur sé að halda fjölskyldunni saman og það sé ólíklegt miðað við það að hún flýi úr landi. „Hún vill vinna að því að börnin hennar fái að vera hér áfram og hún líka.“ Ragnheiður segir syni hennar þrjá, sem málið snýst um, í öruggum höndum. Dætur hennar tvær sé hjá stjúppabba sínum og að eldri synir hennar, sem séu á fullorðinsaldri, séu heima hjá sér. „Þetta er rosalegt áfall. Að foreldrar barna séu settir í fangelsi er rosalegt áfall,“ segir Ragnheiður um líðan barnanna. Hún segir áríðandi að íslensk stjórnvöld bregðist við í þessu máli.
Fjölskyldumál Lögreglumál Noregur Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira