Innlent

54 prósent þykir illa staðið að opin­berri heil­brigðis­þjónustu á Ís­landi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Meirihluti landsmanna virðist fremur óánægður með stöðu opinberu heilbrigðisþjónustunnar.
Meirihluti landsmanna virðist fremur óánægður með stöðu opinberu heilbrigðisþjónustunnar. Vísir/Vilhelm

Um 54 prósent þjóðarinnar þykir illa staðið að opinberri heilbrigðisþjónustu og aðeins um 28 prósent þykir vel að henni staðið. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Prósents, sem framkvæmd var dagana 9. til 22. nóvember.

Um 18 prósent annað hvort svaraði hvorki né.

Staða heilbrigðisþjónustunnar í dag.Prósent

Þá sögðust 63 prósentum þykja heilbrigðisþjónustan hafa þróast til hins verra á síðustu tíu árum. Um 20 prósent sögðust hana hafa þróast til hins betra en 17 prósentum þótti hún hafa staðið í stað.

Þróun heilbrigðisþjónustunnar síðustu tíu ár.Prósent

Um 70 prósent kjósenda Sósíalistaflokksins sögðu  heilbrigðisþjónustuna hafa þróast til hins verra en 42 prósentum kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Þá finnst konum verr staðið að opinberri heilbrigðisþjónustu en körlum.

Afstaða til þróunar heilbrigðisþjónustunnar eftir stjórnmálaflokkum.Prósent
Afstaða kynjanna til heilbrigðisþjónustunnar í dag.Prósent



Fleiri fréttir

Sjá meira


×