Bjuggust ekki við 25 metra djúpri holu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. nóvember 2023 21:48 Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, segir að maður þurfi að fara varlega. 25 metra djúp hola sem nær niður í grunnvatn kom í ljós í íbúðargötu í Grindavík í dag. Ljóst er að jarðvegur er enn á hreyfingu í bænum. Greint var frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. „Við bjuggumst við að finna holur hér og þar. En 25 til 27 metra djúpa átti ég ekki von á að finna hérna, sem væri niður í grunnvatn.“ segir Ólafur Örvar Ólafsson, varðstjóri hjá lögreglunni þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann í dag. „Venjuleg lofthæð á húsi er í kringum þrír metrar, þannig það er svolítið langt að detta þarna niður. Maður þarf að fara varlega,“ segir Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík. Hver styðji annan Þrátt fyrir holur, sprungur og skemmdir lítur út fyrir að atvinnulífið í Grindavík sé að vakna úr dvala. Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík fagnar því. „Það eru sem betur fer ýmsir sem hafa hug á því að opna hjá okkur. Það er auðvitað bæði húsnæði og vélakostur tilbúinn fyrir framleiðslu og ýmis konar þjónustu þannig að nú er menn að koma heim aftur og nýta sín tækifæri þar til þess að halda rekstrinum gangandi,“ segir hann. Fannar segir að líf sé að kvikna á ný í bænum og að Grindvíkingar standi hver við annars bak. „Þetta er virkilega ánægjulegt og það styður hver annan í þessu. Auðvitað þurfa þeir sem koma til vinnu að morgni og fara að kvöldi þurfa að fá veitingar og ýmsa þjónustu. Það eru líka vélaverkstæði og trésmiðjur og fleira sem er að fara í gang. Þannig að keðjan er samhangandi og allt lífið að taka á sig frummynd þess sem við vonum að sé upphaf af hinu góða.“ Fréttina má horfa á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
„Við bjuggumst við að finna holur hér og þar. En 25 til 27 metra djúpa átti ég ekki von á að finna hérna, sem væri niður í grunnvatn.“ segir Ólafur Örvar Ólafsson, varðstjóri hjá lögreglunni þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann í dag. „Venjuleg lofthæð á húsi er í kringum þrír metrar, þannig það er svolítið langt að detta þarna niður. Maður þarf að fara varlega,“ segir Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík. Hver styðji annan Þrátt fyrir holur, sprungur og skemmdir lítur út fyrir að atvinnulífið í Grindavík sé að vakna úr dvala. Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík fagnar því. „Það eru sem betur fer ýmsir sem hafa hug á því að opna hjá okkur. Það er auðvitað bæði húsnæði og vélakostur tilbúinn fyrir framleiðslu og ýmis konar þjónustu þannig að nú er menn að koma heim aftur og nýta sín tækifæri þar til þess að halda rekstrinum gangandi,“ segir hann. Fannar segir að líf sé að kvikna á ný í bænum og að Grindvíkingar standi hver við annars bak. „Þetta er virkilega ánægjulegt og það styður hver annan í þessu. Auðvitað þurfa þeir sem koma til vinnu að morgni og fara að kvöldi þurfa að fá veitingar og ýmsa þjónustu. Það eru líka vélaverkstæði og trésmiðjur og fleira sem er að fara í gang. Þannig að keðjan er samhangandi og allt lífið að taka á sig frummynd þess sem við vonum að sé upphaf af hinu góða.“ Fréttina má horfa á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira