Bjuggust ekki við 25 metra djúpri holu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. nóvember 2023 21:48 Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, segir að maður þurfi að fara varlega. 25 metra djúp hola sem nær niður í grunnvatn kom í ljós í íbúðargötu í Grindavík í dag. Ljóst er að jarðvegur er enn á hreyfingu í bænum. Greint var frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. „Við bjuggumst við að finna holur hér og þar. En 25 til 27 metra djúpa átti ég ekki von á að finna hérna, sem væri niður í grunnvatn.“ segir Ólafur Örvar Ólafsson, varðstjóri hjá lögreglunni þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann í dag. „Venjuleg lofthæð á húsi er í kringum þrír metrar, þannig það er svolítið langt að detta þarna niður. Maður þarf að fara varlega,“ segir Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík. Hver styðji annan Þrátt fyrir holur, sprungur og skemmdir lítur út fyrir að atvinnulífið í Grindavík sé að vakna úr dvala. Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík fagnar því. „Það eru sem betur fer ýmsir sem hafa hug á því að opna hjá okkur. Það er auðvitað bæði húsnæði og vélakostur tilbúinn fyrir framleiðslu og ýmis konar þjónustu þannig að nú er menn að koma heim aftur og nýta sín tækifæri þar til þess að halda rekstrinum gangandi,“ segir hann. Fannar segir að líf sé að kvikna á ný í bænum og að Grindvíkingar standi hver við annars bak. „Þetta er virkilega ánægjulegt og það styður hver annan í þessu. Auðvitað þurfa þeir sem koma til vinnu að morgni og fara að kvöldi þurfa að fá veitingar og ýmsa þjónustu. Það eru líka vélaverkstæði og trésmiðjur og fleira sem er að fara í gang. Þannig að keðjan er samhangandi og allt lífið að taka á sig frummynd þess sem við vonum að sé upphaf af hinu góða.“ Fréttina má horfa á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
„Við bjuggumst við að finna holur hér og þar. En 25 til 27 metra djúpa átti ég ekki von á að finna hérna, sem væri niður í grunnvatn.“ segir Ólafur Örvar Ólafsson, varðstjóri hjá lögreglunni þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann í dag. „Venjuleg lofthæð á húsi er í kringum þrír metrar, þannig það er svolítið langt að detta þarna niður. Maður þarf að fara varlega,“ segir Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík. Hver styðji annan Þrátt fyrir holur, sprungur og skemmdir lítur út fyrir að atvinnulífið í Grindavík sé að vakna úr dvala. Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík fagnar því. „Það eru sem betur fer ýmsir sem hafa hug á því að opna hjá okkur. Það er auðvitað bæði húsnæði og vélakostur tilbúinn fyrir framleiðslu og ýmis konar þjónustu þannig að nú er menn að koma heim aftur og nýta sín tækifæri þar til þess að halda rekstrinum gangandi,“ segir hann. Fannar segir að líf sé að kvikna á ný í bænum og að Grindvíkingar standi hver við annars bak. „Þetta er virkilega ánægjulegt og það styður hver annan í þessu. Auðvitað þurfa þeir sem koma til vinnu að morgni og fara að kvöldi þurfa að fá veitingar og ýmsa þjónustu. Það eru líka vélaverkstæði og trésmiðjur og fleira sem er að fara í gang. Þannig að keðjan er samhangandi og allt lífið að taka á sig frummynd þess sem við vonum að sé upphaf af hinu góða.“ Fréttina má horfa á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira