Höfða hópmálsókn gegn Ronaldo Aron Guðmundsson skrifar 1. desember 2023 08:01 Cristiano Ronaldo, leikmaður portúgalska landsliðsins og Al-Nassr Vísir/Getty Portúgalska knattspyrnugoðsögnin Cristiano Ronaldo stendur frammi fyrir hópmálsókn á hendur sér í Bandaríkjunum í tengslum við samstarf sitt við Binance, einn stærsta rafmyntarmarkað í heimi. Krefjast stefnendur þess að Ronaldo greiði sér því sem nemur einum milljarði Bandaríkjadala í skaðabætur. Starfshættir Binance eru nú til skoðunar og er fyrirtækið meðal annars sakað um að hafa greitt götu glæpa- og hryðjuverkasamtaka í því að flytja fjármuni á milli heimshluta. Það var í nóvember árið 2022 sem Binance svipti hulunni af samstarfi sínu við Ronaldo í gegnum fyrsta NFT (non-fungible token) „CR7“ safnið. Fjárfestingarmöguleiki sem Ronaldo sagði sjálfur að myndi umbuna stuðningsmönnum hans fyrir allan þann stuðning sem þeir höfðu sýnt honum í gegnum árin. CR7 vörumerkið, sem er byggt í kringum ímynd Portúgalans, á stóran þátt í því að hann er einn auðugasti íþróttamaður heims. Ódýrustu eignirnar í CR7 safninu voru verðmetnar á 77 Bandaríkjadali í nóvember árið 2022. Nú ári seinna eru sömu eignir verðmetnar á einn Bandaríkjadal. Hvað er NFT? NFT eru í stuttu máli sýndareignir sem hægt er að kaupa og selja líkt og hlutabréf. Þessar eignir eru aðeins til í stafrænni mynd. Almennt eru NFT notuð til þess að staðfesta eignarhald á einhverju, eins og mynd eða myndbandi á netinu. Grunsamlegt athæfi tilkynnt til alríkisyfirvalda Hneykslismál hafa skollið á Binance, undanfarnar vikur. Fyrirtækið hefur verið sakað um að hjálpa viðskiptavinum sínum að hjá refsiaðgerðum víðs vegar um heiminn og auðvelda glæpahópum og hryðjuverkasamtökum að færa fjármuni milli heimshluta. Í síðustu viku sagði svo framkvæmdastjóri Binance, Changpeng Zhao, af sér í skugga ásakana um peningaþvætti. Ásakanir sem nú hefur verið sýnt fram á að voru á rökum reistar og hefur Changpeng játað sök í málinu. Hann bíður nú næstu skrefa í sínu máli og á í millitíðinni ekki yfirgefa Bandaríkin. Þar að auki hefur dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna gert Binance að greiða um 4,3 milljarða Bandaríkjadala í sekt og um leið tilkynnt grunsamlega starfshætti fyrirtækisins til alríkisyfirvalda. View this post on Instagram A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) Ronaldo hafi afvegaleitt þau Þau sem standa fyrir hópmálsókninni á hendur Ronaldo segja hann hafa afvegaleitt þau með sínum eindregna stuðningi við Binance og orðið til þess að þau fjárfestu í eignum sem hefðu aldrei skilað þeim öðru en tapi á endanum. Í málsókninni, sem The Athletic hefur undir höndunum, er því haldið fram að grunnmarkmiðið að baki samstarfi Ronaldo við Binance hafi verið að hjálpa fyrirtækinu að sanka að sér fleiri fjárfestum og bæta ímynd sína á Bandaríkjamarkaði. Ronaldo í leik með Portúgal. Stefnendurnir halda því fram að Ronaldo beri ábyrgð á því að þeir hafi tapað miklum fjármunum á því að festa kaup á eignum í CR7 safninu. Sú staðreynd, að Ronaldo hafi verið að kynna NFT-safn sitt í samvinnu við Binance, hafi afvegaleitt þá og talið þeim trú um að það væri óhætt að fjárfesta í öðrum NFT eignum í gengum Binance. Ronaldo hafi vitað, eða hefði átt að vita, að með eindregnum stuðningi sínum við Binance, án þess að gefa upp hversu mikið hann fékk greitt fyrir samstarf sitt við fyrirtækið, hafi hann stundað „ósanngjörn og villandi vinnubrögð“. Er Ronaldo sakaður um „viðvarandi og árásargjarna“ kynningar- og auglýsingaherferð sem hafi tekist „ótrúlega upp“ við að sanka að nýjum viðskiptavinum fyrir Binance en í kjölfar tilkynningar um samstarf Ronaldo við Binance jókst leit á nafni fyrirtækisins í leitarvélum um 500% og seldust stærstu eignir CR7 safnsins á innan við viku. Nú þegar hópmálsóknin hefur litið dagsins ljós mun Ronaldo eiga færi á því að bregðast við henni. Næstu skref munu síðan ráðast í kjölfarið. Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Leik lokið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Sjá meira
Starfshættir Binance eru nú til skoðunar og er fyrirtækið meðal annars sakað um að hafa greitt götu glæpa- og hryðjuverkasamtaka í því að flytja fjármuni á milli heimshluta. Það var í nóvember árið 2022 sem Binance svipti hulunni af samstarfi sínu við Ronaldo í gegnum fyrsta NFT (non-fungible token) „CR7“ safnið. Fjárfestingarmöguleiki sem Ronaldo sagði sjálfur að myndi umbuna stuðningsmönnum hans fyrir allan þann stuðning sem þeir höfðu sýnt honum í gegnum árin. CR7 vörumerkið, sem er byggt í kringum ímynd Portúgalans, á stóran þátt í því að hann er einn auðugasti íþróttamaður heims. Ódýrustu eignirnar í CR7 safninu voru verðmetnar á 77 Bandaríkjadali í nóvember árið 2022. Nú ári seinna eru sömu eignir verðmetnar á einn Bandaríkjadal. Hvað er NFT? NFT eru í stuttu máli sýndareignir sem hægt er að kaupa og selja líkt og hlutabréf. Þessar eignir eru aðeins til í stafrænni mynd. Almennt eru NFT notuð til þess að staðfesta eignarhald á einhverju, eins og mynd eða myndbandi á netinu. Grunsamlegt athæfi tilkynnt til alríkisyfirvalda Hneykslismál hafa skollið á Binance, undanfarnar vikur. Fyrirtækið hefur verið sakað um að hjálpa viðskiptavinum sínum að hjá refsiaðgerðum víðs vegar um heiminn og auðvelda glæpahópum og hryðjuverkasamtökum að færa fjármuni milli heimshluta. Í síðustu viku sagði svo framkvæmdastjóri Binance, Changpeng Zhao, af sér í skugga ásakana um peningaþvætti. Ásakanir sem nú hefur verið sýnt fram á að voru á rökum reistar og hefur Changpeng játað sök í málinu. Hann bíður nú næstu skrefa í sínu máli og á í millitíðinni ekki yfirgefa Bandaríkin. Þar að auki hefur dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna gert Binance að greiða um 4,3 milljarða Bandaríkjadala í sekt og um leið tilkynnt grunsamlega starfshætti fyrirtækisins til alríkisyfirvalda. View this post on Instagram A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) Ronaldo hafi afvegaleitt þau Þau sem standa fyrir hópmálsókninni á hendur Ronaldo segja hann hafa afvegaleitt þau með sínum eindregna stuðningi við Binance og orðið til þess að þau fjárfestu í eignum sem hefðu aldrei skilað þeim öðru en tapi á endanum. Í málsókninni, sem The Athletic hefur undir höndunum, er því haldið fram að grunnmarkmiðið að baki samstarfi Ronaldo við Binance hafi verið að hjálpa fyrirtækinu að sanka að sér fleiri fjárfestum og bæta ímynd sína á Bandaríkjamarkaði. Ronaldo í leik með Portúgal. Stefnendurnir halda því fram að Ronaldo beri ábyrgð á því að þeir hafi tapað miklum fjármunum á því að festa kaup á eignum í CR7 safninu. Sú staðreynd, að Ronaldo hafi verið að kynna NFT-safn sitt í samvinnu við Binance, hafi afvegaleitt þá og talið þeim trú um að það væri óhætt að fjárfesta í öðrum NFT eignum í gengum Binance. Ronaldo hafi vitað, eða hefði átt að vita, að með eindregnum stuðningi sínum við Binance, án þess að gefa upp hversu mikið hann fékk greitt fyrir samstarf sitt við fyrirtækið, hafi hann stundað „ósanngjörn og villandi vinnubrögð“. Er Ronaldo sakaður um „viðvarandi og árásargjarna“ kynningar- og auglýsingaherferð sem hafi tekist „ótrúlega upp“ við að sanka að nýjum viðskiptavinum fyrir Binance en í kjölfar tilkynningar um samstarf Ronaldo við Binance jókst leit á nafni fyrirtækisins í leitarvélum um 500% og seldust stærstu eignir CR7 safnsins á innan við viku. Nú þegar hópmálsóknin hefur litið dagsins ljós mun Ronaldo eiga færi á því að bregðast við henni. Næstu skref munu síðan ráðast í kjölfarið.
Hvað er NFT? NFT eru í stuttu máli sýndareignir sem hægt er að kaupa og selja líkt og hlutabréf. Þessar eignir eru aðeins til í stafrænni mynd. Almennt eru NFT notuð til þess að staðfesta eignarhald á einhverju, eins og mynd eða myndbandi á netinu.
Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Leik lokið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Sjá meira