Real Madrid tryggði sér efsta sætið með sigri á Ítalíu­meisturunum

Aron Guðmundsson skrifar
Jude Bellingham fagnar marki sínu í kvöld.
Jude Bellingham fagnar marki sínu í kvöld. Vísir/Getty

Fyrir leikinn í kvöld var Real Madrid í efsta sæti riðilsins með 12 stig en Napoli í öðru sæti með 7 stig. Braga var síðan með þrjú stig í þriðja sæti.

Það vantaði ekki mörkin á Bernabeu leikvanginum í kvöld. Giovanni Simeone kom Napoli í 1-0 á 9. mínútu en Rodrygo jafnaði fyrir Real tveimur mínútum síðar. Jude Bellingham getur auðvitað ekki hætt að skora og hann kom Real í 2-1 á 22. mínútu með góðu marki.

Staðan 2-1 í hálfleik Andre-Frank Zambo Anguissa jafnaði hins vegar í 2-2 strax í upphafi síðari hálfleiks. Þannig var staðan allt þar til sex mínútur voru eftir. Þá kom Nicolas Paz Real í 3-2 með skoti utan vítateigs og Joselu innsiglaði sigur spænska liðsins í uppbótartíma.

4-2 sigur Real staðreynd sem þar með er öruggt með efsta sæti riðilsins. Napoli er í öðru sæti og er þremur stigum á undan Braga sem liðið mætir á heimavelli í síðustu umferðinni. Þar þarf Braga að vinna stærri sigur en Napoli vann í fyrri leiknum. Þar hafði Napoli betur með 2-1 sigri.

Bein lýsing

Leikirnir


    Fleiri fréttir

    Sjá meira