Einnig tökum við stöðuna á ástandinu í Grindavík en að minnsta kosti tuttugu hús eru talin ónýt í bænum eftir hamfarirnar.
Að auki fjöllum við um vatnslögnina í Vestmannaeyjum sem laskaðist mikið á dögunum þegar akkeri Hugins VE festist í henni.
Þá heyrum við af átaki ríkisstjórnarinnar sem ætlað er að bjarga íslenskunni en einn og hálfur milljarður á að fara í verkefnið á næstu þremur árum.
Í íþróttapakkanum beinum við sjónum okkar að HM í handbolta kvenna þar sem Íslendingar taka þátt og förum yfir leiki gærdagsins í Subwaydeild kvenna og í Meistaradeildinni.