Segir að leikmenn myndu taka á sig launalækkun til að minnka leikjaálagið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2023 13:00 Daniel Carvajal með Meistaradeildarbikarinn sem Real Madrid vann 2022. Getty/ANP Dani Carvajal, varnarmaður Real Madrid, heldur því fram að leikmenn væru til í það að taka á sig launalækkun gegn því að spila færri leiki, minnka álagið og meiðast þar með minna. Real Madrid mætir Napoli í Meistaradeildinni í kvöld en spænska liðið er án átta leikmanna í leiknum. Thibaut Courtois, Kepa Arrizabalaga, Éder Militão, Eduardo Camavinga, Aurélien Tchouaméni, Luka Modric, Vinícius Júnior og Arda Güler eru allir meiddir. „Fyrir toppleikmann hjá toppklúbb þá er leikjadagskráin mjög krefjandi,“ sagði Dani Carvajal á blaðamannafundi fyrir leikinn. Dani Carvajal said players would be willing to take a pay cut if it meant playing in fewer games pic.twitter.com/xDkfaLGxAV— ESPN FC (@ESPNFC) November 28, 2023 „Nú er að koma ný heimsmeistarakeppni félagsliða og við missum því sumarfríið okkar. Ég er sammála Carlo Ancelotti og fleirum sem segja að það séu of margir leikir. Öll þessi meiðsli eru engin tilviljun,“ sagði Carvajal. „Þetta kemur á endanum niður á leikmönnunum en það er erfitt að ná sátt á milli allra aðila. Þetta er flókið. Staðreyndin er sú að það er mikið um meiðsli og ég tel að leikjadagskráin sé þar um að kenna,“ sagði Carvajal. „Fullt af fólki segir: Af hverju lækka leikmenn ekki launin sín? Við höfum aldrei sagt að við séum ekki til í slíkt. Ef við fáum lægra borgað fyrir færri spilaða leiki þá væri það ekkert vandamál. Fyrir vikið þá sjáum við ekki leikmenn upp á sitt besta. Það er raunveruleikinn,“ sagði Carvajal. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Real Madrid mætir Napoli í Meistaradeildinni í kvöld en spænska liðið er án átta leikmanna í leiknum. Thibaut Courtois, Kepa Arrizabalaga, Éder Militão, Eduardo Camavinga, Aurélien Tchouaméni, Luka Modric, Vinícius Júnior og Arda Güler eru allir meiddir. „Fyrir toppleikmann hjá toppklúbb þá er leikjadagskráin mjög krefjandi,“ sagði Dani Carvajal á blaðamannafundi fyrir leikinn. Dani Carvajal said players would be willing to take a pay cut if it meant playing in fewer games pic.twitter.com/xDkfaLGxAV— ESPN FC (@ESPNFC) November 28, 2023 „Nú er að koma ný heimsmeistarakeppni félagsliða og við missum því sumarfríið okkar. Ég er sammála Carlo Ancelotti og fleirum sem segja að það séu of margir leikir. Öll þessi meiðsli eru engin tilviljun,“ sagði Carvajal. „Þetta kemur á endanum niður á leikmönnunum en það er erfitt að ná sátt á milli allra aðila. Þetta er flókið. Staðreyndin er sú að það er mikið um meiðsli og ég tel að leikjadagskráin sé þar um að kenna,“ sagði Carvajal. „Fullt af fólki segir: Af hverju lækka leikmenn ekki launin sín? Við höfum aldrei sagt að við séum ekki til í slíkt. Ef við fáum lægra borgað fyrir færri spilaða leiki þá væri það ekkert vandamál. Fyrir vikið þá sjáum við ekki leikmenn upp á sitt besta. Það er raunveruleikinn,“ sagði Carvajal.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira