Umhugsunarvert hversu margar íbúðir eru í eigu ferðaþjónustunnar Bjarki Sigurðsson skrifar 29. nóvember 2023 08:15 Íbúalistinn í Bríetartúni númer níu. Vísir/Vilhelm Tveir þriðju íbúða í fjölbýlishúsi nálægt miðbæ Reykjavíkur eru í eigu félags sem leigir þær út til ferðamanna. Formaður Umhverfis- og skipulagsráðs segir að mögulega hafi orðið forsendubreyting þarna. Fyrr í vikunni birti Twitter-notandi mynd af nafnalista íbúa í blokkinni við Bríetartún 9 í Reykjavík. Um er að ræða tólf hæða fjölbýlishús þar sem allar íbúðirnar á fyrstu sjö hæðunum eru í eigu félagsins SIF Apartments. Bríetartún 9.Vísir/Vilhelm Eiga fjölda íbúða SIF Apartments er rekið af Heimaleiga ehf. sem, samkvæmt heimasíðu þeirra, sérhæfir sig í því að leigja út íbúðir í skammtímaleigu sem „láta fólki líða eins og það sé heima hjá sér“. Er SIF Apartments eitt af þeirra verkefnum en einnig rekur fyrirtækið Týr Apartments, Blue Mountain Apartments, Ice Apartments og fleiri íbúðir á landinu. Í færslunni á Twitter segir að upphaflega hafi verið stefnt að því að í mesta kosti yrði þrjátíu prósent íbúðanna notuð í ferðamannaiðnaðinn. Nú, fjórum árum eftir að húsið var reist, er að minnsta kosti 67 prósent íbúðanna í eigu fyrirtækis sem leigir til ferðamanna í skammtímaleigu. Nokkrar íbúðir í húsinu eru ómerktar. árið 2019 reis stór íbúðablokk miðsvæðis í Reykjavík, Reykjavíkurborg fagnaði og sagði að tryggt væri að íbúðirnar færu til fólks á húsnæðismarkaði, max 30% af íbúðum mættu fara í ferðamenn/hótel eitthvað : þetta er staðan þar í dag pic.twitter.com/jh2p9vtd10— Helga Lilja (@Hellil) November 25, 2023 Breyttar forsendur Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir þróun á húsnæðismarkaði alltaf vera rosalega mikla. Borgin reyni að halda í við hana, en þarna hafi mögulega orðið forsendubreyting. Metið hafi verið að þarna mætti vera dálítið af gististarfsemi þar sem það myndi jafnast út þegar fleiri íbúðir væru byggðar á svæðinu. „Ég er alveg sammála því að þetta eru margar íbúðir og það er umhugsunarvert, hversu margar íbúðir eru leyfðar akkúrat þarna. En á þeim tíma sem það var verið að opna þetta, voru aðrar forsendur. Það er í rauninni verið að byggja upp á þessu svæði og það hefur verið að byggja upp heilmargar íbúðir síðustu ár. Það áttu að vera íbúðir þarna nálægt og svo var ákveðið að breyta. Skatturinn kom þar inn þannig það er ákveðin forsendubreyting sem varð, og þar verður þéttleikinn mikill og færri íbúðir á móti,“ segir Dóra. Dóra Björt Guðjónsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður Umhverfis- og skipulagsráðs.Vísir/Arnar Til skoðunar að herða regluverkið Hún segir að algjörlega burt séð frá húsinu við Bríetartún, sé verið að skoða að herða enn frekar á gistiheimildum í aðalskipulagi. Breyting sem gerð var á regluverki um gististarfsemi í íbúðum hafi breytt stöðunni hjá borginni. „Það að íbúðir mættu vera með gististarfsemi innan ákveðinna marka þar sem það er leyft. Við erum með svona skýrustu takmarkanirnar á þessu meðal sveitarfélaganna, því við viljum geta stjórnað þessu og viljum standa vörð um það að hverfin okkar séu sjálfbær íbúðahverfi. Þetta á að vera á forsendum íbúa sem við erum að byggja þessa borg og það er alltaf okkar mantra í öllu sem við gerum,“ segir Dóra. Bríetartún 9 er nálægt miðbænum.Vísir/Vilhelm Hún segir markmið borgarinnar ekki vera að þjappa allri gististarfsemi á sama stað. „Við erum að reyna að ýta svolítið gististarfsemi og hótelum úr miðborginni. Reyna að ýta þeim aðeins meira út í jaðarinn þar sem er meira svigrúm til þess að koma þessu fyrir vegna þess að við erum auðvitað samfélag þar sem er mikið af ferðaþjónustu og verðum að koma fólkinu einhvers staðar fyrir,“ segir Dóra. Vilja ekki að ferðaþjónustan eignist allt Þá sé það alls ekki markmið þeirra að allt sem er byggt upp sem íbúðahúsnæði endi hjá ferðaþjónustunni. Eitthvað þurfi einnig að enda á fasteignamarkaði fyrir íbúa. Þá er hún ekki viss um hvert skipulagið átti að vera þegar húsið við Bríetartún var byggt. „Það er að einhverju leyti óþægilegt því við erum kannski að fara í verkefni og leyfa breytingar jafnvel á einum forsendum. Sem er að fjölga íbúðum fyrir íbúa. Svo er komið eftir á og því breytt í gististarfsemi. Það er mjög óþægilegt fyrir okkur. Þú getur ekki gengið út frá því að það sem þú vilt að nái fram á að ganga, nái fram að ganga,“ segir Dóra. Þessi dæmi hafa orðið til þess að nýlega hófu borgaryfirvöld að ræða þessi mál. Mögulega þurfi að breyta regluverkinu aftur. „Það er umhugsunarefni hvort það fari vel á því að blanda saman íbúðum fyrir almenna íbúa og svo gististarfsemi. Ég skil vel að fólk vilji helst ekki búa við svona aðstæður og okkar markmið er að skapa gott og hlýlegt umhverfi fyrir íbúa í hverfunum okkar. Kannski væri því gott að reyna að aðskilja þetta tvennt með frekar afgerandi hætti. Nú hefur orðið ákveðinn forsendubrestur vegna reglugerðarbreytingar sem heimilar gististarfsemi í venjulegum íbúðum og því erum við að skoða hvort það sé ástæða til að herða skrúfurnar enn frekar,“ segir Dóra. Leiðinlegt ef kaupendur vissu ekki Dóra segir það ekki gott ef íbúar í húsinu við Bríetartún hafi ekki vitað af því að svo margar íbúðir yrðu nýttar í ferðaþjónustu þegar þeir keyptu. „Ég get ímyndað mér að það sé leiðinlegt að kaupa hús á forsendum um að það séu íbúar sem eru þarna til lengri tíma, þar sem maður býr til nærsamfélag og tengsl. Svo eru aðstæður bara allt aðrar, fólk að koma og fara stanslaust og þú getur ekki myndað þessi skemmtilegu tengsl sem þú hefðir getað haft á þínum stigagangi. Þannig ég skil vel ef þetta hefur komið sér illa fyrir þessa íbúa, sérstaklega ef þeir hafa haft aðrar væntingar,“ segir Dóra. Hún kallar eftir því að þeir sem byggja húsnæði og selja íbúðir séu með algjört gagnsæi um sínar áætlanir. Koma þurfi vel fram við kaupendur. „Jafnvel þó fólk kvarti stundum yfir fjölda hótela þá skiptir máli að gera ráð fyrir þeim því ferðaþjónustan hefur haft margvísleg jákvæð áhrif á efnahaginn og þjónustuuppbyggingu sem gagnast sannarlega íbúum,“ segir Dóra. Ferðamennska á Íslandi Borgarstjórn Húsnæðismál Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Fyrr í vikunni birti Twitter-notandi mynd af nafnalista íbúa í blokkinni við Bríetartún 9 í Reykjavík. Um er að ræða tólf hæða fjölbýlishús þar sem allar íbúðirnar á fyrstu sjö hæðunum eru í eigu félagsins SIF Apartments. Bríetartún 9.Vísir/Vilhelm Eiga fjölda íbúða SIF Apartments er rekið af Heimaleiga ehf. sem, samkvæmt heimasíðu þeirra, sérhæfir sig í því að leigja út íbúðir í skammtímaleigu sem „láta fólki líða eins og það sé heima hjá sér“. Er SIF Apartments eitt af þeirra verkefnum en einnig rekur fyrirtækið Týr Apartments, Blue Mountain Apartments, Ice Apartments og fleiri íbúðir á landinu. Í færslunni á Twitter segir að upphaflega hafi verið stefnt að því að í mesta kosti yrði þrjátíu prósent íbúðanna notuð í ferðamannaiðnaðinn. Nú, fjórum árum eftir að húsið var reist, er að minnsta kosti 67 prósent íbúðanna í eigu fyrirtækis sem leigir til ferðamanna í skammtímaleigu. Nokkrar íbúðir í húsinu eru ómerktar. árið 2019 reis stór íbúðablokk miðsvæðis í Reykjavík, Reykjavíkurborg fagnaði og sagði að tryggt væri að íbúðirnar færu til fólks á húsnæðismarkaði, max 30% af íbúðum mættu fara í ferðamenn/hótel eitthvað : þetta er staðan þar í dag pic.twitter.com/jh2p9vtd10— Helga Lilja (@Hellil) November 25, 2023 Breyttar forsendur Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir þróun á húsnæðismarkaði alltaf vera rosalega mikla. Borgin reyni að halda í við hana, en þarna hafi mögulega orðið forsendubreyting. Metið hafi verið að þarna mætti vera dálítið af gististarfsemi þar sem það myndi jafnast út þegar fleiri íbúðir væru byggðar á svæðinu. „Ég er alveg sammála því að þetta eru margar íbúðir og það er umhugsunarvert, hversu margar íbúðir eru leyfðar akkúrat þarna. En á þeim tíma sem það var verið að opna þetta, voru aðrar forsendur. Það er í rauninni verið að byggja upp á þessu svæði og það hefur verið að byggja upp heilmargar íbúðir síðustu ár. Það áttu að vera íbúðir þarna nálægt og svo var ákveðið að breyta. Skatturinn kom þar inn þannig það er ákveðin forsendubreyting sem varð, og þar verður þéttleikinn mikill og færri íbúðir á móti,“ segir Dóra. Dóra Björt Guðjónsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður Umhverfis- og skipulagsráðs.Vísir/Arnar Til skoðunar að herða regluverkið Hún segir að algjörlega burt séð frá húsinu við Bríetartún, sé verið að skoða að herða enn frekar á gistiheimildum í aðalskipulagi. Breyting sem gerð var á regluverki um gististarfsemi í íbúðum hafi breytt stöðunni hjá borginni. „Það að íbúðir mættu vera með gististarfsemi innan ákveðinna marka þar sem það er leyft. Við erum með svona skýrustu takmarkanirnar á þessu meðal sveitarfélaganna, því við viljum geta stjórnað þessu og viljum standa vörð um það að hverfin okkar séu sjálfbær íbúðahverfi. Þetta á að vera á forsendum íbúa sem við erum að byggja þessa borg og það er alltaf okkar mantra í öllu sem við gerum,“ segir Dóra. Bríetartún 9 er nálægt miðbænum.Vísir/Vilhelm Hún segir markmið borgarinnar ekki vera að þjappa allri gististarfsemi á sama stað. „Við erum að reyna að ýta svolítið gististarfsemi og hótelum úr miðborginni. Reyna að ýta þeim aðeins meira út í jaðarinn þar sem er meira svigrúm til þess að koma þessu fyrir vegna þess að við erum auðvitað samfélag þar sem er mikið af ferðaþjónustu og verðum að koma fólkinu einhvers staðar fyrir,“ segir Dóra. Vilja ekki að ferðaþjónustan eignist allt Þá sé það alls ekki markmið þeirra að allt sem er byggt upp sem íbúðahúsnæði endi hjá ferðaþjónustunni. Eitthvað þurfi einnig að enda á fasteignamarkaði fyrir íbúa. Þá er hún ekki viss um hvert skipulagið átti að vera þegar húsið við Bríetartún var byggt. „Það er að einhverju leyti óþægilegt því við erum kannski að fara í verkefni og leyfa breytingar jafnvel á einum forsendum. Sem er að fjölga íbúðum fyrir íbúa. Svo er komið eftir á og því breytt í gististarfsemi. Það er mjög óþægilegt fyrir okkur. Þú getur ekki gengið út frá því að það sem þú vilt að nái fram á að ganga, nái fram að ganga,“ segir Dóra. Þessi dæmi hafa orðið til þess að nýlega hófu borgaryfirvöld að ræða þessi mál. Mögulega þurfi að breyta regluverkinu aftur. „Það er umhugsunarefni hvort það fari vel á því að blanda saman íbúðum fyrir almenna íbúa og svo gististarfsemi. Ég skil vel að fólk vilji helst ekki búa við svona aðstæður og okkar markmið er að skapa gott og hlýlegt umhverfi fyrir íbúa í hverfunum okkar. Kannski væri því gott að reyna að aðskilja þetta tvennt með frekar afgerandi hætti. Nú hefur orðið ákveðinn forsendubrestur vegna reglugerðarbreytingar sem heimilar gististarfsemi í venjulegum íbúðum og því erum við að skoða hvort það sé ástæða til að herða skrúfurnar enn frekar,“ segir Dóra. Leiðinlegt ef kaupendur vissu ekki Dóra segir það ekki gott ef íbúar í húsinu við Bríetartún hafi ekki vitað af því að svo margar íbúðir yrðu nýttar í ferðaþjónustu þegar þeir keyptu. „Ég get ímyndað mér að það sé leiðinlegt að kaupa hús á forsendum um að það séu íbúar sem eru þarna til lengri tíma, þar sem maður býr til nærsamfélag og tengsl. Svo eru aðstæður bara allt aðrar, fólk að koma og fara stanslaust og þú getur ekki myndað þessi skemmtilegu tengsl sem þú hefðir getað haft á þínum stigagangi. Þannig ég skil vel ef þetta hefur komið sér illa fyrir þessa íbúa, sérstaklega ef þeir hafa haft aðrar væntingar,“ segir Dóra. Hún kallar eftir því að þeir sem byggja húsnæði og selja íbúðir séu með algjört gagnsæi um sínar áætlanir. Koma þurfi vel fram við kaupendur. „Jafnvel þó fólk kvarti stundum yfir fjölda hótela þá skiptir máli að gera ráð fyrir þeim því ferðaþjónustan hefur haft margvísleg jákvæð áhrif á efnahaginn og þjónustuuppbyggingu sem gagnast sannarlega íbúum,“ segir Dóra.
Ferðamennska á Íslandi Borgarstjórn Húsnæðismál Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira