„Ekki gott að við séum að greina of marga“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. nóvember 2023 14:53 Pallborðsgestir sammældust um að fleiri úrræði vanti við ADHD hér á landi en lyf. Vísir/Vilhelm Formaður Sálfræðingafélags Íslands segir langa biðlista eftir ADHD-greiningum hjá fullorðnum skýrast að hluta af því að margir fullorðnir, sem þjást af kvíða, streitu eða öðrum kvillum, telji sig vera með röskunina. Tryggja þurfi fjölbreyttari meðferðarúrræði við ADHD en lyfjagjöf. Karl Reynir Einarsson, formaður Geðlæknafélags Íslands, Pétur Maack, formaður Sálfræðingafélags Íslands, og Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna, ræddu ADHD og allt því tengt í Pallborðinu á Vísi í dag. Horfa má á Pallborðið í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Karl hefur í gegnum tíðina oft velt því upp hvort verið sé að ofgreina ADHD hér á landi. Hann bendir til að mynda á það að á síðasta ári hafi 8,5 prósent karlmanna á aldrinum 18 til 25 ára notað ADHD-lyf og 8,4 prósent kvenna á sama aldri. Hann segir þurfa að skoða hvers vegna svo margir á þessu aldursbili neyti slíkra lyfja. Karl Reynir Einarsson, formaður Geðlæknafélags Íslands.Vísir/Vilhelm „Ein möguleg ástæðan er sú að við séum að draga mörkin milli þess sem er eðlilegt og óeðlilegt á röngum stað. Það er mjög mikilvægt að greiningar séu réttar og það er ekki gott að við séum að greina of marga,“ segir Karl. Safn mannlegra eiginleika Vilhjálmur, formaður ADHD samtakanna, segir að lengi hafi þetta verið til umræðu hér á landi og oft vísað til þess að mun fleiri séu greindir með röskunina hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Hann bendir á að oft hafi verið vísað til þess að margir íslenskir geðlæknar hafi stundað nám í Bandaríkjunum og vitneskja um ADHD því komið fyrr hingað til lands. Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna.Vísir/Vilhelm „Það hefur lengi verið talað um að þetta sé um 5 prósent barna og 2 til 2,5 prósent fullorðinna [sem eru með ADHD og] vaxa ekki upp úr þessu. Þá erum við að tala um þá sem eru með ADHD, ekki þá sem þurfa lyf. En mér heyrist í dag að það sé sammælst um að þetta sé að nálgast 10 prósent hjá börnum og öðru hvoru megin við 5 prósent hjá fullorðnum,“ segir Vilhjálmur. Pétur segir mikilvægt að muna að ADHD er róf og fólk sé ekki annað hvort með ADHD eða ekki. „Við erum að reyna að meta safn mannlegra eiginleika sem liggja á rófi. Eins og Karl nefndi er vangavelta hvar á rófinu við ákveðum að eiginleiki sé orðinn truflandi eða skaðlegur svo hann þarfnist meðferðar. Það er býsna erfitt og núanserað mat,“ segir Pétur. Skortir önnur meðferðarúrræði en lyf Margir fullorðnir spyrji sig hvort þeir séu með ADHD og biðlistar því langir. „Það þarf að ganga úr skugga um að einkennin verði ekki skýrð betur með öðrum röskunum eins og kvíðaröskunum, sem faraldsfræðin segir okkur að séu algengari en ADHD. Eitt er að fá greiningu á ADHDog annað er að þurfa meðferð með lyfjum,“ segir Pétur. Hann segir umræðu um röskunina snúast of mikið hérlendis um lyfjagjöf og lyfjaskortur sé mjög reglulegur. „Það skortir önnur meðferðarúrræði en lyf. Þar verðum við að horfa á báðar þessar stéttir, geðlækna og sálfræðinga en líka fleiri stéttir,“ segir Pétur. „Meginhluti þeirra sem glíma við vanda vegna ADHD eru í skólakerfinu. Það eru kennarar, námsráðgjafar, iðjuþjálfar og þroskaþjálfar í skólum og við öll getum sennilega gert mun meira en við gerum í dag til að mæta einstaklingum með ADHD.“ Pallborðið er að finna á sjónvarpsvef Vísis og á helstu hlaðvarpsveitum: Heilbrigðismál Geðheilbrigði ADHD Pallborðið Lyf Tengdar fréttir Fólk með ADHD í lausu lofti 16. október 2023 08:31 Að styðja ástvin með ADHD: Ráð fyrir fjölskyldur Að lifa með ADHD getur verið krefjandi, ekki bara fyrir einstaklinga með sjúkdóminn heldur einnig fyrir fjölskyldur þeirra. Sem fjölskyldumeðlimur gætir þú lent í erfiðleikum með að styðja ástvin þinn á sama tíma og þú gætir líka velferðar þinnar. 27. nóvember 2023 09:30 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Karl Reynir Einarsson, formaður Geðlæknafélags Íslands, Pétur Maack, formaður Sálfræðingafélags Íslands, og Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna, ræddu ADHD og allt því tengt í Pallborðinu á Vísi í dag. Horfa má á Pallborðið í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Karl hefur í gegnum tíðina oft velt því upp hvort verið sé að ofgreina ADHD hér á landi. Hann bendir til að mynda á það að á síðasta ári hafi 8,5 prósent karlmanna á aldrinum 18 til 25 ára notað ADHD-lyf og 8,4 prósent kvenna á sama aldri. Hann segir þurfa að skoða hvers vegna svo margir á þessu aldursbili neyti slíkra lyfja. Karl Reynir Einarsson, formaður Geðlæknafélags Íslands.Vísir/Vilhelm „Ein möguleg ástæðan er sú að við séum að draga mörkin milli þess sem er eðlilegt og óeðlilegt á röngum stað. Það er mjög mikilvægt að greiningar séu réttar og það er ekki gott að við séum að greina of marga,“ segir Karl. Safn mannlegra eiginleika Vilhjálmur, formaður ADHD samtakanna, segir að lengi hafi þetta verið til umræðu hér á landi og oft vísað til þess að mun fleiri séu greindir með röskunina hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Hann bendir á að oft hafi verið vísað til þess að margir íslenskir geðlæknar hafi stundað nám í Bandaríkjunum og vitneskja um ADHD því komið fyrr hingað til lands. Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna.Vísir/Vilhelm „Það hefur lengi verið talað um að þetta sé um 5 prósent barna og 2 til 2,5 prósent fullorðinna [sem eru með ADHD og] vaxa ekki upp úr þessu. Þá erum við að tala um þá sem eru með ADHD, ekki þá sem þurfa lyf. En mér heyrist í dag að það sé sammælst um að þetta sé að nálgast 10 prósent hjá börnum og öðru hvoru megin við 5 prósent hjá fullorðnum,“ segir Vilhjálmur. Pétur segir mikilvægt að muna að ADHD er róf og fólk sé ekki annað hvort með ADHD eða ekki. „Við erum að reyna að meta safn mannlegra eiginleika sem liggja á rófi. Eins og Karl nefndi er vangavelta hvar á rófinu við ákveðum að eiginleiki sé orðinn truflandi eða skaðlegur svo hann þarfnist meðferðar. Það er býsna erfitt og núanserað mat,“ segir Pétur. Skortir önnur meðferðarúrræði en lyf Margir fullorðnir spyrji sig hvort þeir séu með ADHD og biðlistar því langir. „Það þarf að ganga úr skugga um að einkennin verði ekki skýrð betur með öðrum röskunum eins og kvíðaröskunum, sem faraldsfræðin segir okkur að séu algengari en ADHD. Eitt er að fá greiningu á ADHDog annað er að þurfa meðferð með lyfjum,“ segir Pétur. Hann segir umræðu um röskunina snúast of mikið hérlendis um lyfjagjöf og lyfjaskortur sé mjög reglulegur. „Það skortir önnur meðferðarúrræði en lyf. Þar verðum við að horfa á báðar þessar stéttir, geðlækna og sálfræðinga en líka fleiri stéttir,“ segir Pétur. „Meginhluti þeirra sem glíma við vanda vegna ADHD eru í skólakerfinu. Það eru kennarar, námsráðgjafar, iðjuþjálfar og þroskaþjálfar í skólum og við öll getum sennilega gert mun meira en við gerum í dag til að mæta einstaklingum með ADHD.“ Pallborðið er að finna á sjónvarpsvef Vísis og á helstu hlaðvarpsveitum:
Heilbrigðismál Geðheilbrigði ADHD Pallborðið Lyf Tengdar fréttir Fólk með ADHD í lausu lofti 16. október 2023 08:31 Að styðja ástvin með ADHD: Ráð fyrir fjölskyldur Að lifa með ADHD getur verið krefjandi, ekki bara fyrir einstaklinga með sjúkdóminn heldur einnig fyrir fjölskyldur þeirra. Sem fjölskyldumeðlimur gætir þú lent í erfiðleikum með að styðja ástvin þinn á sama tíma og þú gætir líka velferðar þinnar. 27. nóvember 2023 09:30 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Að styðja ástvin með ADHD: Ráð fyrir fjölskyldur Að lifa með ADHD getur verið krefjandi, ekki bara fyrir einstaklinga með sjúkdóminn heldur einnig fyrir fjölskyldur þeirra. Sem fjölskyldumeðlimur gætir þú lent í erfiðleikum með að styðja ástvin þinn á sama tíma og þú gætir líka velferðar þinnar. 27. nóvember 2023 09:30