Brotkast og Nútíminn í eina sæng Jakob Bjarnar skrifar 27. nóvember 2023 13:08 Atli Már og Frosti saman á skrifstofunni. Þarna er nýr fjölmiðill í burðarliðnum sem byggir á gömlum merg. vísir/vilhelm Frosti Logason hefur tekið að sér ritstjórn Nútímans. Hann er jafnframt skráður ábyrgðarmaður vefsins, er með einn blaðamann sér við hlið, Atla Má Gylfason, og saman ætla þeir að segja viðteknum fréttaflutningi stríð á hendur. „Eigandi vefsins vildi gera eitthvað meira úr vefnum og fá eitthvað líf í hann. Hann hefur verið í lægð og dvala. Við ákváðum að gera úr honum og Brotkasti samstarfseiningu, þannig að miðlarnir vinna saman. Þar höldum við áfram að flytja fréttir úr þeim afkimum, með þeim hætti sem hefðbundnir fjölmiðlar vilja síður snerta við,“ segir Frosti. Brotkast er safn hlaðvarpa þar sem tekinn hefur verið hörð afstaða gegn því sem nefnt hefur verið rétttrúnaður. Frosti segir kveða svo rammt að þessu í flestum miðlum að myndin sem lesendur/áhorfendur fá sé bjöguð og stundum er um hreinar og klárar rangfærslur að ræða að hans mati. „Sannleikurinn er það eina sem stendur upp úr hjá okkur og við leyfum ríkjandi tískuhugmyndum ekki að hafa áhrif á okkar sjónahorn. Við verðum, eins og aðrir, varir við það að fjölmiðlar hafa þurft að skipa sér á ákveðna bása til að styggja ekki hópa sem fara með málefnalegt vald á umræðunni. Við erum hins vegar algjörlega frjáls undan því oki og látum engan stýra hugsunum okkar,“ segir Frosti. Heftir meginstraumsmiðlar Hann bætir því við að lesendur Nútímans sé fólkið í landinu og þeir séu fyrir þau, fyrst og síðast. Hlutirnir gerast hratt á vettvangi fjölmiðlanna um þessar mundir. Brotkast, sem er safn hlaðvarpa, var stofnað fyrir tíu mánuðum síðan og hafa viðtökurnar farið fram úr björtustu vonum. „Við verðum með hefðbundnar fréttir en þarna verða Brotkast-áherslur,“ segir Frosti. Frosti ritstýrir Nútímanum auk þess að sjá um Brotkastið en þar er hann með tvö hlaðvörp: Harmageddon og Spjallið með Frosta Logasyni. Hann ætlar ekki að láta þetta bitna á „þriðju vaktinni“.vísir/vilhelm Þér finnst greinilega sitthvað athugavert við þá blaðamennsku sem er í boði? „Já. Mér hefur fundist fjölmiðlar heftir, skrúfaðir inn í ákveðna rétttrúnaðarlínu þannig að við reynum að fara í mál sem okkur finnst að hinir hefðbundnu fjölmiðlar treysti sér ekki til að snerta á.“ Atli Már Gylfason er gamall í hettunni, hefur starfað við blaðamennsku með hléum í um tuttugu ár. „Hann er hamhleypa og við erum að vinna þetta saman. Sem stendur erum við bara tveir saman hér á skrifstofunni. Enda er það alveg nóg þegar menn eru frjóir og hugmyndaríkir. Og skynja hvað skiptir máli og frá hverju þarf að segja.“ Hugsar um þjóðfélagsmál allan liðlangan daginn Atli Már hefur skilgreint sig sem tabloid-blaðamann. „Við erum þar líka. Ritstjórnarstefnan er þá sú að vilja að eitt gangi yfir alla og ekki séu einhverjir hópar á VIP-passa eins og hefur orðið.“ Atli Már lætur sér fátt fyrir brjósti brenna en frá því hann hóf störf hefur hann skilgreint sig sem tabloid-blaðamann.vísir/vilhelm Hefurðu tíma í að sinna þessu samhliða hinu? „Von að spurt sé. Ég þarf að sækja börnin á leikskólann klukkan fjögur, en frá níu til fjögur reyni ég að láta þetta ganga. Við erum með þetta á sama stað og Brotkastið í Ármúlanum og þetta vinnur vel saman. Ég er að hugsa um þjóðfélagsmál allan liðlangan daginn þannig að álagið eykst ekki hvað það varðar. Atli Már hamrar á lyklaborðið meðan ég held utan um þetta. Við finnum tíma í þetta.“ Nútíminn er hundrað prósent í eigu Sigríður Dagnýjar Sigurbjörnsdóttur. Hún er einnig eigandi Birtings en sú starfsemi er algjörlega ótengd þessari, að sögn Frosta. Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tímamót Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
„Eigandi vefsins vildi gera eitthvað meira úr vefnum og fá eitthvað líf í hann. Hann hefur verið í lægð og dvala. Við ákváðum að gera úr honum og Brotkasti samstarfseiningu, þannig að miðlarnir vinna saman. Þar höldum við áfram að flytja fréttir úr þeim afkimum, með þeim hætti sem hefðbundnir fjölmiðlar vilja síður snerta við,“ segir Frosti. Brotkast er safn hlaðvarpa þar sem tekinn hefur verið hörð afstaða gegn því sem nefnt hefur verið rétttrúnaður. Frosti segir kveða svo rammt að þessu í flestum miðlum að myndin sem lesendur/áhorfendur fá sé bjöguð og stundum er um hreinar og klárar rangfærslur að ræða að hans mati. „Sannleikurinn er það eina sem stendur upp úr hjá okkur og við leyfum ríkjandi tískuhugmyndum ekki að hafa áhrif á okkar sjónahorn. Við verðum, eins og aðrir, varir við það að fjölmiðlar hafa þurft að skipa sér á ákveðna bása til að styggja ekki hópa sem fara með málefnalegt vald á umræðunni. Við erum hins vegar algjörlega frjáls undan því oki og látum engan stýra hugsunum okkar,“ segir Frosti. Heftir meginstraumsmiðlar Hann bætir því við að lesendur Nútímans sé fólkið í landinu og þeir séu fyrir þau, fyrst og síðast. Hlutirnir gerast hratt á vettvangi fjölmiðlanna um þessar mundir. Brotkast, sem er safn hlaðvarpa, var stofnað fyrir tíu mánuðum síðan og hafa viðtökurnar farið fram úr björtustu vonum. „Við verðum með hefðbundnar fréttir en þarna verða Brotkast-áherslur,“ segir Frosti. Frosti ritstýrir Nútímanum auk þess að sjá um Brotkastið en þar er hann með tvö hlaðvörp: Harmageddon og Spjallið með Frosta Logasyni. Hann ætlar ekki að láta þetta bitna á „þriðju vaktinni“.vísir/vilhelm Þér finnst greinilega sitthvað athugavert við þá blaðamennsku sem er í boði? „Já. Mér hefur fundist fjölmiðlar heftir, skrúfaðir inn í ákveðna rétttrúnaðarlínu þannig að við reynum að fara í mál sem okkur finnst að hinir hefðbundnu fjölmiðlar treysti sér ekki til að snerta á.“ Atli Már Gylfason er gamall í hettunni, hefur starfað við blaðamennsku með hléum í um tuttugu ár. „Hann er hamhleypa og við erum að vinna þetta saman. Sem stendur erum við bara tveir saman hér á skrifstofunni. Enda er það alveg nóg þegar menn eru frjóir og hugmyndaríkir. Og skynja hvað skiptir máli og frá hverju þarf að segja.“ Hugsar um þjóðfélagsmál allan liðlangan daginn Atli Már hefur skilgreint sig sem tabloid-blaðamann. „Við erum þar líka. Ritstjórnarstefnan er þá sú að vilja að eitt gangi yfir alla og ekki séu einhverjir hópar á VIP-passa eins og hefur orðið.“ Atli Már lætur sér fátt fyrir brjósti brenna en frá því hann hóf störf hefur hann skilgreint sig sem tabloid-blaðamann.vísir/vilhelm Hefurðu tíma í að sinna þessu samhliða hinu? „Von að spurt sé. Ég þarf að sækja börnin á leikskólann klukkan fjögur, en frá níu til fjögur reyni ég að láta þetta ganga. Við erum með þetta á sama stað og Brotkastið í Ármúlanum og þetta vinnur vel saman. Ég er að hugsa um þjóðfélagsmál allan liðlangan daginn þannig að álagið eykst ekki hvað það varðar. Atli Már hamrar á lyklaborðið meðan ég held utan um þetta. Við finnum tíma í þetta.“ Nútíminn er hundrað prósent í eigu Sigríður Dagnýjar Sigurbjörnsdóttur. Hún er einnig eigandi Birtings en sú starfsemi er algjörlega ótengd þessari, að sögn Frosta.
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tímamót Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira