Segir atvik augljós í undarlegu máli Jón Þór Stefánsson skrifar 27. nóvember 2023 12:25 Björn Leví segir lýsingu í dagbók lögreglunnar ekki eiga við um Arndísi Önnu. Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson, varaþingflokksformaður Pírata, segir mál Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur þingmanns flokksins, sem var handtekin á skemmtistaðnum Kíki við Klapparstíg um helgina, vera sérstakt. Hennar hafi ekki verið getið í dagbók lögreglunnar um ofurölvi einstakling umrædda nótt. „Þetta er mjög undarlegt þegar allt kemur til alls. Þetta eru mjög hörð viðbrögð hjá dyravörðum, en annað er tiltölulega eðlilegt,“ segir Björn í samtali við Vísi aðspurður um hvernig málið blasi við sér. Hann segir að rætt hafi verið um málið innan þingflokksins, en telur ekki að það muni hafa afleiðingar. „Þetta er mjög vel útskýrt og öll málsatriði augljós og útskýranleg, nema kannski viðbrögð dyravarðanna,“ segir Björn um atvikið. Arndís Anna sagði í samtali við Vísi í gær að hún hafi verið lengi inni á salerni staðarins þegar dyraverðir hafa bankað upp á. „Mér fannst þetta óttalega harkalegt og niðurlægjandi. Ég var auðvitað með kjaft líka,“ sagði Arndís sem viðurkenndi að það hafi sennilega verið ástæðan fyrir því að henni hafi verið hent út á endanum. Píratar skemmtu sér saman fyrr um kvöldið Þingflokkur Pírata hafði verið að skemmta sér fyrr þetta sama kvöld, nánar tiltekið fóru þau í karókí saman á Pablo Discobar við Ingólfstorg. Björn segist ekki vita til þess að aðrir úr hópi Pírata hafi farið með Arndísi Önnu á skemmtistaðinn Kíki. Sjálfur hafi hann að minnsta kosti verið farinn heim. Arndís ekki „ofurölvi“ í dagbók lögreglu Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, þar sem greint var frá atburðum aðfaranætur laugardags, er sagt frá atviki þar sem dyraverðir á skemmtistað hafi óskað eftir aðstoð lögreglu við að fjarlægja ofurölvi aðila af staðnum. „Dyraverðir á skemmtistað í miðbænum óska eftir aðstoð lögreglu við að fjarlægja ofurölvi aðila af staðnum. Aðilinn fluttur á lögreglustöð en í þá kom í ljós að engar kröfur voru á hendur honum og aðilinn því laus,“ segir í dagbók lögreglu, en umrætt atvik á að hafa átt sér stað þegar klukkan var að ganga fimm. Í umfjöllun Nútímans um málið segir að þarna sé Arndís til umræðu. Björn segir við Vísi að svo sé ekki. „Nei, þetta er eitthvað annað mál.“ Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki kannast við nein dæmi þess efnis að þingmaður hefði verið handtekinn áður. Alþingi Píratar Næturlíf Lögreglumál Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Sjá meira
„Þetta er mjög undarlegt þegar allt kemur til alls. Þetta eru mjög hörð viðbrögð hjá dyravörðum, en annað er tiltölulega eðlilegt,“ segir Björn í samtali við Vísi aðspurður um hvernig málið blasi við sér. Hann segir að rætt hafi verið um málið innan þingflokksins, en telur ekki að það muni hafa afleiðingar. „Þetta er mjög vel útskýrt og öll málsatriði augljós og útskýranleg, nema kannski viðbrögð dyravarðanna,“ segir Björn um atvikið. Arndís Anna sagði í samtali við Vísi í gær að hún hafi verið lengi inni á salerni staðarins þegar dyraverðir hafa bankað upp á. „Mér fannst þetta óttalega harkalegt og niðurlægjandi. Ég var auðvitað með kjaft líka,“ sagði Arndís sem viðurkenndi að það hafi sennilega verið ástæðan fyrir því að henni hafi verið hent út á endanum. Píratar skemmtu sér saman fyrr um kvöldið Þingflokkur Pírata hafði verið að skemmta sér fyrr þetta sama kvöld, nánar tiltekið fóru þau í karókí saman á Pablo Discobar við Ingólfstorg. Björn segist ekki vita til þess að aðrir úr hópi Pírata hafi farið með Arndísi Önnu á skemmtistaðinn Kíki. Sjálfur hafi hann að minnsta kosti verið farinn heim. Arndís ekki „ofurölvi“ í dagbók lögreglu Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, þar sem greint var frá atburðum aðfaranætur laugardags, er sagt frá atviki þar sem dyraverðir á skemmtistað hafi óskað eftir aðstoð lögreglu við að fjarlægja ofurölvi aðila af staðnum. „Dyraverðir á skemmtistað í miðbænum óska eftir aðstoð lögreglu við að fjarlægja ofurölvi aðila af staðnum. Aðilinn fluttur á lögreglustöð en í þá kom í ljós að engar kröfur voru á hendur honum og aðilinn því laus,“ segir í dagbók lögreglu, en umrætt atvik á að hafa átt sér stað þegar klukkan var að ganga fimm. Í umfjöllun Nútímans um málið segir að þarna sé Arndís til umræðu. Björn segir við Vísi að svo sé ekki. „Nei, þetta er eitthvað annað mál.“ Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki kannast við nein dæmi þess efnis að þingmaður hefði verið handtekinn áður.
Alþingi Píratar Næturlíf Lögreglumál Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Sjá meira