Skipar nýja stjórn undir forystu Morawiecki þrátt fyrir minnihluta Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. nóvember 2023 11:05 Duda mun síðdegis skipa nýja ríkisstjórn undir forystu Morawiecki þrátt fyrir að hann hafi ekki meirihluta. Getty/Mateusz Wlodarczyk Síðdegis í dag mun Andrzej Duda, forseti Póllands, skipa nýja ríkisstjórn undir forystu Mateuszar Morawiecki. Þetta gerir hann þrátt fyrir að Morawiecki hafi ekki meirihluta. Í upphafi mánaðar veitti Duda Morawiecki, þá fráfarandi forsætisráðherra, umboð til stjórnarmyndunar. Þingkosningar fóru fram í október og missti þá flokkur Morawiecki, Lög og réttur (PiS), meirihluta sinn á þingi. Svo virðist sem Morawiecki hafi ekki tekið endanlega ákvörðun um samsetningu ríkisstjórnar, enda hefur hann ekki tilkynnt hverjir muni sinna ráðherraembættum. Fram kemur í tilkynningu frá pólska forsetaembættinu að Duda muni skipa Morawiecki síðdegis og úthluta ráðherrasætum. Ný ríkisstjórn verði þá talsvert fámennari en sú fyrri og í henni verði fjöldi kvenna. Ríkisstjórn „stjórnmálamanna og sérfræðinga,“ eins og Morawiecki hefur lýst henni. Lög og réttur tryggði sér 35 prósent atkvæða í kosningunum í október og varð stærsti flokkurinn á þingi, en missti þrátt fyrir það meirihluta. Borgaravettvangur, flokkur Donald Tusk, hlaut tæplega 31 prósent atkvæða, á meðan mið-hægriflokkurinn Þriðja leiðin hlaut 14 prósent atkvæða og Nýja vinstrið tæplega níu prósent. Leiðtogar allra annarra flokka á þinginu hafa útilokað stjórnarsamstarf með Lögum og rétti. Flokkarnir Borgaravettvangur, Þriðja leiðin og Nýja vinstrið lýstu því yfir í október að vera viljugir til að mynda saman ríkisstjórn, undir forystu Donalds Tusk. Ólíklegt má teljast að ný ríkisstjórn Morawiecki nái að tryggja stuðning þingsins, þegar kemur í skaut þess að greiða atkvæði um traust til nýrrar stjórnar. Mun þá líklega koma í hlut þingheims að velja annan til að mynda nýja stjórn, sem líklegt er að yrði Tusk. Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Veitir Morawiecki umboð til stjórnarmyndunar Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur veitt fráfarandi forsætisráðherra, Mateusz Morawiecki, umboð til stjórnarmyndunar eftir þingkosningar sem fram fóru í síðasta mánuði. Morawiecki kemur úr röðum stjórnarflokksins Lögum og rétti (PiS) sem missti meirihluta sinn á þingi í kosningunum. 7. nóvember 2023 07:58 Kallar nýtt þing ekki saman fyrr en eftir þrjár vikur Andrzej Duda forseti Póllands segist ekki ætla að kalla saman nýtt þing fyrr en 13. nóvember næstkomandi. Þá verður liðinn tæpur mánuður frá því að stjórnarandstaðan vann yfirburðarsigur í þingkosningum. Ólíklegt er að ný ríkisstjórn taki við fyrr en í desember. 26. október 2023 14:15 Hvetja forsetann að sóa ekki meiri tíma Leiðtogar þriggja stjórnarandstöðuflokka í Póllandi, sem saman tryggðu sér meirihluta þingmanna í þingkosningunum um þarsíðustu helgi, segjast reiðubúnir að mynda nýja stjórn þar sem Donald Tusk yrði næsti forsætisráðherra. 24. október 2023 13:14 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira
Í upphafi mánaðar veitti Duda Morawiecki, þá fráfarandi forsætisráðherra, umboð til stjórnarmyndunar. Þingkosningar fóru fram í október og missti þá flokkur Morawiecki, Lög og réttur (PiS), meirihluta sinn á þingi. Svo virðist sem Morawiecki hafi ekki tekið endanlega ákvörðun um samsetningu ríkisstjórnar, enda hefur hann ekki tilkynnt hverjir muni sinna ráðherraembættum. Fram kemur í tilkynningu frá pólska forsetaembættinu að Duda muni skipa Morawiecki síðdegis og úthluta ráðherrasætum. Ný ríkisstjórn verði þá talsvert fámennari en sú fyrri og í henni verði fjöldi kvenna. Ríkisstjórn „stjórnmálamanna og sérfræðinga,“ eins og Morawiecki hefur lýst henni. Lög og réttur tryggði sér 35 prósent atkvæða í kosningunum í október og varð stærsti flokkurinn á þingi, en missti þrátt fyrir það meirihluta. Borgaravettvangur, flokkur Donald Tusk, hlaut tæplega 31 prósent atkvæða, á meðan mið-hægriflokkurinn Þriðja leiðin hlaut 14 prósent atkvæða og Nýja vinstrið tæplega níu prósent. Leiðtogar allra annarra flokka á þinginu hafa útilokað stjórnarsamstarf með Lögum og rétti. Flokkarnir Borgaravettvangur, Þriðja leiðin og Nýja vinstrið lýstu því yfir í október að vera viljugir til að mynda saman ríkisstjórn, undir forystu Donalds Tusk. Ólíklegt má teljast að ný ríkisstjórn Morawiecki nái að tryggja stuðning þingsins, þegar kemur í skaut þess að greiða atkvæði um traust til nýrrar stjórnar. Mun þá líklega koma í hlut þingheims að velja annan til að mynda nýja stjórn, sem líklegt er að yrði Tusk.
Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Veitir Morawiecki umboð til stjórnarmyndunar Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur veitt fráfarandi forsætisráðherra, Mateusz Morawiecki, umboð til stjórnarmyndunar eftir þingkosningar sem fram fóru í síðasta mánuði. Morawiecki kemur úr röðum stjórnarflokksins Lögum og rétti (PiS) sem missti meirihluta sinn á þingi í kosningunum. 7. nóvember 2023 07:58 Kallar nýtt þing ekki saman fyrr en eftir þrjár vikur Andrzej Duda forseti Póllands segist ekki ætla að kalla saman nýtt þing fyrr en 13. nóvember næstkomandi. Þá verður liðinn tæpur mánuður frá því að stjórnarandstaðan vann yfirburðarsigur í þingkosningum. Ólíklegt er að ný ríkisstjórn taki við fyrr en í desember. 26. október 2023 14:15 Hvetja forsetann að sóa ekki meiri tíma Leiðtogar þriggja stjórnarandstöðuflokka í Póllandi, sem saman tryggðu sér meirihluta þingmanna í þingkosningunum um þarsíðustu helgi, segjast reiðubúnir að mynda nýja stjórn þar sem Donald Tusk yrði næsti forsætisráðherra. 24. október 2023 13:14 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira
Veitir Morawiecki umboð til stjórnarmyndunar Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur veitt fráfarandi forsætisráðherra, Mateusz Morawiecki, umboð til stjórnarmyndunar eftir þingkosningar sem fram fóru í síðasta mánuði. Morawiecki kemur úr röðum stjórnarflokksins Lögum og rétti (PiS) sem missti meirihluta sinn á þingi í kosningunum. 7. nóvember 2023 07:58
Kallar nýtt þing ekki saman fyrr en eftir þrjár vikur Andrzej Duda forseti Póllands segist ekki ætla að kalla saman nýtt þing fyrr en 13. nóvember næstkomandi. Þá verður liðinn tæpur mánuður frá því að stjórnarandstaðan vann yfirburðarsigur í þingkosningum. Ólíklegt er að ný ríkisstjórn taki við fyrr en í desember. 26. október 2023 14:15
Hvetja forsetann að sóa ekki meiri tíma Leiðtogar þriggja stjórnarandstöðuflokka í Póllandi, sem saman tryggðu sér meirihluta þingmanna í þingkosningunum um þarsíðustu helgi, segjast reiðubúnir að mynda nýja stjórn þar sem Donald Tusk yrði næsti forsætisráðherra. 24. október 2023 13:14