Veitir Morawiecki umboð til stjórnarmyndunar Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2023 07:58 Andrzej Duda, forseti Póllands og Mateusz Morawiecki, starfandi forsætisráðherra Póllands, árið 2017. AP Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur veitt fráfarandi forsætisráðherra, Mateusz Morawiecki, umboð til stjórnarmyndunar eftir þingkosningar sem fram fóru í síðasta mánuði. Morawiecki kemur úr röðum stjórnarflokksins Lögum og rétti (PiS) sem missti meirihluta sinn á þingi í kosningunum. Forsetinn Duda sagði í sjónvarpsávarpi til pólsku þjóðarinnar í gærkvöldi að hann hafi tekið ákvörðunina eftir yfirvegaða greiningu og samráð, en hann hefur síðustu vikurnar átt samtöl við formenn flokka sem náðu mönnum á þing í kosningunum. Duda var náinn bandamaður Morawiecki áður en hann tók við embætti forseta. Rafal Bochenek, talsmaður PiS, fagnaði ákvörðun forsetans og sagði ákvörðunina staðfestingu á langvarandi stjórnskipulegri hefð í landinu. Duda sagði fyrir kosningarnar að hann myndi fyrst veita leiðtoga stærsta flokksins á þingi umboð til stjórnarmyndunar að loknum kosningum. Misstu meirihlutann Lög og réttur tryggði sér 35 prósent atkvæða og varð stærsti flokkurinn á þingi, en missti þrátt fyrir það meirihluta sinn. Borgaravettvangur, flokkur Donald Tusks, hlaut tæplega 31 prósent atkvæða, á meðan mið-hægriflokkurinn Þriðja leiðin hlaut 14 prósent atkvæða og Nýja vinstrið tæplega níu prósent atkvæða. Saman náðu flokkarnir þrír meirihluta og hafa leiðtogar þeirra sagst munu vilja mynda nýja stjórn með Tusk sem forsætisráðherra. Ólíklegt verður því að teljast að Morawiecki takist að mynda nýja stjórn þrátt fyrir að hafa fengið umboð til þess frá forsetanum nú. Fari svo að Morawiecki og PiS nái ekki að mynda nýja ríkisstjórn fellur það í skaut þingheims að velja annan til að mynda nýja stjórn, mögulega þá Tusk. Hann þyrfti þá að standa af sér atkvæðagreiðslu um vantraust á þinginu til að verða næsti forsætisráðherra og mynda nýja stjórn. Takist það ekki heldur er það forsetans, Duda, að velja síðasta mann til að reyna að mynda stjórn eða þá að boða til nýrra kosninga. Verði forsætisráðherra, sama hvað Duda muni gera Tusk ávarpaði stuðningsmenn skömmu fyrir ávarp Duda í gærkvöldi og sagði þar að hann yrði næsti forsætisráðherra, sama hver ákvörðun Duda yrði. Hinn 66 ára Tusk var forsætisráðherra Póllands á árunum 2007 til 2014 og var forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins á árunum 2014 til 2019. Í kosningabaráttunni hét hann því að bæta samskipti Póllands og Evrópusambandsins. Morawiecki hefur gegnt embætti forsætisráðherra Póllands frá árinu 2017. Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Kallar nýtt þing ekki saman fyrr en eftir þrjár vikur Andrzej Duda forseti Póllands segist ekki ætla að kalla saman nýtt þing fyrr en 13. nóvember næstkomandi. Þá verður liðinn tæpur mánuður frá því að stjórnarandstaðan vann yfirburðarsigur í þingkosningum. Ólíklegt er að ný ríkisstjórn taki við fyrr en í desember. 26. október 2023 14:15 Hvetur forseta til að kalla saman þing sem fyrst Donald Tusk hvetur forseta Póllands til að kalla saman þing sem fyrst svo hægt sé að greiða atkvæði þar um nýjan forsætisráðherra. Stjórnarviðræður þurfa að fara fram í kjölfar kosninga um helgina þar sem núverandi ríkisstjórnarmeirihluti var felldur. 18. október 2023 09:04 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Forsetinn Duda sagði í sjónvarpsávarpi til pólsku þjóðarinnar í gærkvöldi að hann hafi tekið ákvörðunina eftir yfirvegaða greiningu og samráð, en hann hefur síðustu vikurnar átt samtöl við formenn flokka sem náðu mönnum á þing í kosningunum. Duda var náinn bandamaður Morawiecki áður en hann tók við embætti forseta. Rafal Bochenek, talsmaður PiS, fagnaði ákvörðun forsetans og sagði ákvörðunina staðfestingu á langvarandi stjórnskipulegri hefð í landinu. Duda sagði fyrir kosningarnar að hann myndi fyrst veita leiðtoga stærsta flokksins á þingi umboð til stjórnarmyndunar að loknum kosningum. Misstu meirihlutann Lög og réttur tryggði sér 35 prósent atkvæða og varð stærsti flokkurinn á þingi, en missti þrátt fyrir það meirihluta sinn. Borgaravettvangur, flokkur Donald Tusks, hlaut tæplega 31 prósent atkvæða, á meðan mið-hægriflokkurinn Þriðja leiðin hlaut 14 prósent atkvæða og Nýja vinstrið tæplega níu prósent atkvæða. Saman náðu flokkarnir þrír meirihluta og hafa leiðtogar þeirra sagst munu vilja mynda nýja stjórn með Tusk sem forsætisráðherra. Ólíklegt verður því að teljast að Morawiecki takist að mynda nýja stjórn þrátt fyrir að hafa fengið umboð til þess frá forsetanum nú. Fari svo að Morawiecki og PiS nái ekki að mynda nýja ríkisstjórn fellur það í skaut þingheims að velja annan til að mynda nýja stjórn, mögulega þá Tusk. Hann þyrfti þá að standa af sér atkvæðagreiðslu um vantraust á þinginu til að verða næsti forsætisráðherra og mynda nýja stjórn. Takist það ekki heldur er það forsetans, Duda, að velja síðasta mann til að reyna að mynda stjórn eða þá að boða til nýrra kosninga. Verði forsætisráðherra, sama hvað Duda muni gera Tusk ávarpaði stuðningsmenn skömmu fyrir ávarp Duda í gærkvöldi og sagði þar að hann yrði næsti forsætisráðherra, sama hver ákvörðun Duda yrði. Hinn 66 ára Tusk var forsætisráðherra Póllands á árunum 2007 til 2014 og var forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins á árunum 2014 til 2019. Í kosningabaráttunni hét hann því að bæta samskipti Póllands og Evrópusambandsins. Morawiecki hefur gegnt embætti forsætisráðherra Póllands frá árinu 2017.
Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Kallar nýtt þing ekki saman fyrr en eftir þrjár vikur Andrzej Duda forseti Póllands segist ekki ætla að kalla saman nýtt þing fyrr en 13. nóvember næstkomandi. Þá verður liðinn tæpur mánuður frá því að stjórnarandstaðan vann yfirburðarsigur í þingkosningum. Ólíklegt er að ný ríkisstjórn taki við fyrr en í desember. 26. október 2023 14:15 Hvetur forseta til að kalla saman þing sem fyrst Donald Tusk hvetur forseta Póllands til að kalla saman þing sem fyrst svo hægt sé að greiða atkvæði þar um nýjan forsætisráðherra. Stjórnarviðræður þurfa að fara fram í kjölfar kosninga um helgina þar sem núverandi ríkisstjórnarmeirihluti var felldur. 18. október 2023 09:04 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Kallar nýtt þing ekki saman fyrr en eftir þrjár vikur Andrzej Duda forseti Póllands segist ekki ætla að kalla saman nýtt þing fyrr en 13. nóvember næstkomandi. Þá verður liðinn tæpur mánuður frá því að stjórnarandstaðan vann yfirburðarsigur í þingkosningum. Ólíklegt er að ný ríkisstjórn taki við fyrr en í desember. 26. október 2023 14:15
Hvetur forseta til að kalla saman þing sem fyrst Donald Tusk hvetur forseta Póllands til að kalla saman þing sem fyrst svo hægt sé að greiða atkvæði þar um nýjan forsætisráðherra. Stjórnarviðræður þurfa að fara fram í kjölfar kosninga um helgina þar sem núverandi ríkisstjórnarmeirihluti var felldur. 18. október 2023 09:04
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent