Innlent

Framleiða allt að hundrað tonn á dag

Elísabet Inga Sigurðardóttir og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa
Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Arctic Fish.
Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Arctic Fish. Vísir/Vilhelm

Laxavinnslan Drimla í Bolungarvík verður formlega vígð í dag þegar bæjarbúum og öðrum gestum gefst kostur á að skoða vinnsluna. Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Artic fish segir að um níutíu til hundrað tonn af afurðum séu framleiddar í húsinu á dag.

Laxavinnslan var tekin í notkun í sumar og segir Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Artic Fish að níutíu til hundrað tonn af afurðum séu framleiddar á dag.

„Sem samsvarar þá um þrjú hundruð þúsund máltíðum á dag, það er unnið fimm daga vikunnar og full afköst í svona húsi eru um fimmtíu þúsund tonn á ári sem er mögulegt að slátra þá í þessari vinnslu“

Gríðarleg útflutningsverðmæti líka?

„Já, við erum að flytja út fisk fyrir um áttatíu milljónir á dag þegar það er vinnsla í húsinu. Laxakílóið er um þúsund krónur kílóið og framleiðslan er á bilinu níutíu til hundrað tonn á dag.“

Allir velkomnir á opið hús

Húsið var opnað klukkan tólf og er íbúum og öðrum velkomið að skoða vinnsluna til klukkan þrjú.

„Við bjóðum upp á fisk úr Arnarfirði sem hefur verið flakaður og settur í sashimi, svo eru ræður og formleg hátíðarhöld og formlegheit klukkan eitt en að öðru leyti er húsið opið milli klukkan tólf og þrjú í dag og allir velkomnir,“ segir Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Artic Fish.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×