Leikmenn Everton láta ekki deigan síga þrátt fyrir stigamissi Siggeir Ævarsson skrifar 25. nóvember 2023 13:00 Sean Dyche er litríkur karakter, svo ekki sé fastar að orði kveðið Vísir/Getty Sean Dyche, knattspyrnustjóri Everton, segir að leikmenn hans séu ekki af baki dottnir þrátt fyrir að tíu stig hafi verið dæmd af liðinu og þetta mál muni einfaldlega blása bæði leikmönnum og aðdáendum eldmóð í brjóst. Everton hafa verið á góðri siglingu undanfarið og unnið sex af níu síðustu leikjum í öllum keppnum. Liðið var komið í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar áður en stigin voru dregin af því og situr nú í 19. sæti með fjögur stig. Dyche segir að leikmenn liðsins hafi brugðist hratt við í spjallhópi þeirra á WhatsApp og þeir líti einfaldlega á þetta sem eina áskorun enn sem þeir ætli að yfirstíga eins og aðrar. Sjálfur sagði Dyche í samtali við Guardian að honum hafi aldrei skort sjálfstraust sem knattspyrnustjóri og á því sé engin breyting núna. „Mig hefur aldrei skort sjálfstraust og trú á eigin hæfileika, trú á hæfileika þjálfarateymis míns eða leikmanna. Frá því að ég kom hingað hefur mig aldrei skort sjálfstraust og ef við tölum bara hreint út þá höfum við gengið í gegnum ansi erfiða tíma. En þetta snýst ekki bara um sjálfstraust. Þú verður að vinna leiki og þetta er bara enn ein stór áskorun.“ Everton tekur á móti Manchester United á morgun og er það fyrsti leikur liðsins eftir að dómurinn féll. Stuðningsmenn liðsins hafa skipulagt mótmæli fyrir leikinn en Everton hefur áfrýjað dómnum og er ekki útséð með hvort stigin tíu eru endanlega glötuð eða ekki. BBC Breakfast coverage of the protest last night @ToffeesInLondon https://t.co/RtAadHyWH4 pic.twitter.com/Nzpd6U5njs— Everton Montreal (@EvertonMontreal) November 25, 2023 Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Tíu stig dregin af Everton Tíu stig hafa verið dregin af Everton í ensku úrvalsdeildinni fyrir brot á reglum ensku úrvalsdeildarinnar um hagnað og sjálfbærni í rekstri. 17. nóvember 2023 12:37 Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Everton hafa verið á góðri siglingu undanfarið og unnið sex af níu síðustu leikjum í öllum keppnum. Liðið var komið í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar áður en stigin voru dregin af því og situr nú í 19. sæti með fjögur stig. Dyche segir að leikmenn liðsins hafi brugðist hratt við í spjallhópi þeirra á WhatsApp og þeir líti einfaldlega á þetta sem eina áskorun enn sem þeir ætli að yfirstíga eins og aðrar. Sjálfur sagði Dyche í samtali við Guardian að honum hafi aldrei skort sjálfstraust sem knattspyrnustjóri og á því sé engin breyting núna. „Mig hefur aldrei skort sjálfstraust og trú á eigin hæfileika, trú á hæfileika þjálfarateymis míns eða leikmanna. Frá því að ég kom hingað hefur mig aldrei skort sjálfstraust og ef við tölum bara hreint út þá höfum við gengið í gegnum ansi erfiða tíma. En þetta snýst ekki bara um sjálfstraust. Þú verður að vinna leiki og þetta er bara enn ein stór áskorun.“ Everton tekur á móti Manchester United á morgun og er það fyrsti leikur liðsins eftir að dómurinn féll. Stuðningsmenn liðsins hafa skipulagt mótmæli fyrir leikinn en Everton hefur áfrýjað dómnum og er ekki útséð með hvort stigin tíu eru endanlega glötuð eða ekki. BBC Breakfast coverage of the protest last night @ToffeesInLondon https://t.co/RtAadHyWH4 pic.twitter.com/Nzpd6U5njs— Everton Montreal (@EvertonMontreal) November 25, 2023
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Tíu stig dregin af Everton Tíu stig hafa verið dregin af Everton í ensku úrvalsdeildinni fyrir brot á reglum ensku úrvalsdeildarinnar um hagnað og sjálfbærni í rekstri. 17. nóvember 2023 12:37 Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Tíu stig dregin af Everton Tíu stig hafa verið dregin af Everton í ensku úrvalsdeildinni fyrir brot á reglum ensku úrvalsdeildarinnar um hagnað og sjálfbærni í rekstri. 17. nóvember 2023 12:37