Innlent

Tveimur af fjórum sleppt úr haldi

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Grímur Grímsson leiðir rannsóknina. 
Grímur Grímsson leiðir rannsóknina.  Vísir/Vilhelm

Tveimur mönnum, sem handteknir voru vegna stunguárásar í Grafarvogi í morgun, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu. Tveir eru enn í haldi en ekki hefur verið tekin ákvörðun um gæsluvarðhaldskröfu yfir þeim.

Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu í samtali við Vísi. Mbl.is greindi fyrst frá.

Grímur segir upplýst hver aðkoma mannanna sem sleppt var hafi verið að málinu. 

„Og ekki talin ástæða til að halda þeim lengur,“ segir Grímur. Hann vildi ekki svara því hvers kyns mennirnir væru. Þeir væru hins vegar allir á þrítugsaldri. „Allt ungt,“ segir Grímur.

Ljóst verður á laugardagsmorgun hvort krafist verði gæsluvarðhalds yfir mönnunum sem enn sitja í haldi. 

Grunur er um að árásin í Grafarvogi tengist annarri hnífstunguárás á Litla-Hrauni degi áður. Grímur segir það til skoðunar og samskipti við lögrelguna á Suðurlandi snúi meðal annars að því að upplýsa það.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×