Fótbolti

Frönsku meistararnir styrktu stöðu sína á toppnum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
PSG trónir á toppi frönsku deildarinnar eins og svo oft áður.
PSG trónir á toppi frönsku deildarinnar eins og svo oft áður. Xavier Laine/Getty Images

Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain unnu góðan 5-2 sigur er liðið tóka á móti Monaco í topplsag frönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Liðin sátu í fyrsta og þriðja sæti deildarinnar fyrir leik kvöldsins og með sigri hefði Monaco jafnað PSG að stigum á toppnum.

Gestirnir í Monaco héldu að þeir hefðu fengið draumabyrjun þegar Vanderson kom boltanum í netið strax á fjórtándu mínútu, en eftir skoðun myndbandsdómara var markið dæmt af vegna rangstöðu. 

Goncalo Ramos kom svo heimamönnum í PSG yfir með marki á átjándu mínútu áður en Takumi Minamino jafnaði metin fyrir gestina fjórum mínútum síðar. Kylian Mbappé kom Parísarliðinu hins vegar yfir á nýjan leik rúmum fimm mínútum fyrir hálfleik og staðan því 2-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Ousmane Dembele skoraði svo þriðja mark PSG á 70. mínútu áður en Vitinha gerði svo gott sem út um leikinn tveimur mínútum síðar. Folarin Balogun minnkaði þó muninn fyrir gestina þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka, en varamaðurinn Randal Kolo Muani bætti fimmta marki PSG við í uppbótartíma og lokatölur því 4-2.

Með sigrinum styrkti PSG stöðu sína á toppnum, en liðið er nú með 30 stig eftir 13 leiki, sex stigum meira en Monaco sem situr í þriðja sæti og fjórum stigum meira en Nice sem situr í öðru sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×