Setja heilskimunina í biðstöðu: „Ætluðum ekki að herja á viðkvæma hópa eða græða“ Jón Þór Stefánsson skrifar 24. nóvember 2023 17:19 Steinunn segir að hugsunin á bakvið þjónustuna hafi verið að veita fólki innsýn í eigin líkama. Intuens Steinunn Erla Thorlacius, framkvæmdastjóri Intuens, segir að segulómunarþjónusta fyrirtækisins hafi verið sett fram í góðri trú. Segulómunin hefur nú verið sett „á hold“ og segir Steinunn að framhaldið sé til skoðunar. „Við erum að reyna að finna leiðir í þessum stormi um hvað framhaldið verður,“ sagði Steinunn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir fyrirtækið ekki hætt starfsemi. „Okkur þykir auðvitað mjög leitt að umræðan sé komin á þennan stað,“ segir Steinunn um þá miklu samfélagsumræðu sem hefur myndast um fyrirtækið á síðustu dögum. Mikil gagnrýni hefur beinst að Intuens á undanförnu, en þar má nefna að Tómas Guðbjartsson hjartalæknir fullyrti að heilskimun Intuens væri eitthvað mesta peningaplokk sem kynnt hafi verið til leiks í einkarekinni íslenskri heilbrigðisþjónustu. Þá væri ekki hægt að tala um heilaskimunina sem skimun þar sem ekki væri verið að leita markvisst að vel skilgreindum sjúkdómum. „Þetta var alls ekki gert með það að leiðarljósi að herja á viðkvæma hópa eða græða,“ segir Steinunn. Steinunn segir þjónustuna hafa verið setta fram í samstarfi við Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur. Jafnframt segist hún hafa fengið þau skilaboð frá félaginu að þau sjái ekki eftir sínum þætti. Steinunn segir að hugsunin á bakvið þjónustuna hafi verið að veita fólki innsýn í eigin líkama. Hún bendir á að segulómanir sem þessar hafi verið framkvæmd um árabil í mörgum nágrannalöndum Íslands. „Við höfum algjöran skilning á því að það geti komið gagnrýni á nýjar rannsóknarhefðir. En við óskum alltaf eftir umræðunni á faglegan hátt.“ Aðspurð um hverjir standa að baki Intuens minnist Steinunn bæði fjárfesta og heilbrigðisstarfsfólk. Heilbrigðismál Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Fleiri fréttir Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna Sjá meira
„Við erum að reyna að finna leiðir í þessum stormi um hvað framhaldið verður,“ sagði Steinunn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir fyrirtækið ekki hætt starfsemi. „Okkur þykir auðvitað mjög leitt að umræðan sé komin á þennan stað,“ segir Steinunn um þá miklu samfélagsumræðu sem hefur myndast um fyrirtækið á síðustu dögum. Mikil gagnrýni hefur beinst að Intuens á undanförnu, en þar má nefna að Tómas Guðbjartsson hjartalæknir fullyrti að heilskimun Intuens væri eitthvað mesta peningaplokk sem kynnt hafi verið til leiks í einkarekinni íslenskri heilbrigðisþjónustu. Þá væri ekki hægt að tala um heilaskimunina sem skimun þar sem ekki væri verið að leita markvisst að vel skilgreindum sjúkdómum. „Þetta var alls ekki gert með það að leiðarljósi að herja á viðkvæma hópa eða græða,“ segir Steinunn. Steinunn segir þjónustuna hafa verið setta fram í samstarfi við Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur. Jafnframt segist hún hafa fengið þau skilaboð frá félaginu að þau sjái ekki eftir sínum þætti. Steinunn segir að hugsunin á bakvið þjónustuna hafi verið að veita fólki innsýn í eigin líkama. Hún bendir á að segulómanir sem þessar hafi verið framkvæmd um árabil í mörgum nágrannalöndum Íslands. „Við höfum algjöran skilning á því að það geti komið gagnrýni á nýjar rannsóknarhefðir. En við óskum alltaf eftir umræðunni á faglegan hátt.“ Aðspurð um hverjir standa að baki Intuens minnist Steinunn bæði fjárfesta og heilbrigðisstarfsfólk.
Heilbrigðismál Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Fleiri fréttir Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent