Erlent

Ó­trú­leg björgun af brennandi þaki

Árni Sæberg skrifar
Maðurinn slapp með skrekkinn.
Maðurinn slapp með skrekkinn. Skjáskot

Myndskeið sýnir ótrúlega björgun manns af brennandi húsþaki í Reading á Englandi í dag. Viðbragðsaðilar slökuðu búri til mannsins með krana og hífðu hann svo á brott.

Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að tilkynning hafi borist slökkviliðinu í Reading á tólfta tímanum í dag um eld í húsi í byggingu. Af myndskeiðinu, sem deilt hefur verið á samfélagsmiðlum, að dæma virðist maður sem vinnur að byggingu hússins hafa fest á þaki þess. Myndskeiðið má sjá hér að neðan:

Haft er eftir slökkviliðinu í Reading að ríflega fimmtíu slökkviliðsmenn hafi ráðið niðurlögum eldsins og að tveir hafi verið fluttir á sjúkrahús. Þeir hafi andað að sér reyk en séu ekki alvarlega slasaðir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×